Fréttablaðið - 19.08.2013, Side 52

Fréttablaðið - 19.08.2013, Side 52
19. ágúst 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 24 Frumkvöðullinn og eigandi net- verslunarinnar Nasty Gal, Sophia Amoruso, er stödd í New York þessa dagana þar sem hún kynn- ir nýjustu „Ready to Wear“-línu Nasty Gal. Tískuveldið Nasty Gal hefur heldur betur slegið í gegn en verslunin leggur áherslu á klæðnað og fylgihluti fyrir konur á aldrinum 15-35 ára. Amoruso sagði nýlegu frá því í viðtali við Style.com að velgengni fyrirtæk- isins væri meðal annars vegna þess hversu mikla áherslu hún leggur á ljósmyndirnar. Mikil vinna fer í að mynda fötin á síðunni og hver flík er mynduð í bak og fyrir. Hún segir að myndirnar séu unnar af mik- illi ást og nákvæmni, sem er lykilatriði ef þú ætlar að vera með fataverslun á netinu. Amor- uso hélt því einnig fram að það skipti miklu máli að vera með föt sem standa upp úr og eru öðru- vísi þar sem þeim er frekar veitt eftirtekt. Árið 2012 var mjög gott hjá tískuveldinu, en það halaði inn hvorki meira né minna en 20 milljarða íslenskra króna fyrir sölu á fatnaði og fylgihlutum. Tískuveldið Nasty Gal seldi fyrir tuttugu milljarða á síðasta ári Eigandinn Sophia Amoruso segir góðar ljósmyndir vera lykilatriði. GENGUR VEL Sophia Amoruso opnaði Nasty Gal árið 2006. Söngkonan Lady Gaga er brjál- uð út í slúðurkónginn Perez Hilton ef marka má skilaboð hennar á samfélagsmiðlinum Twitter. Gaga heldur því fram að Hilton áreiti sig og er hún viss um að Hilton hafi leigt íbúð í sömu blokk og hún býr í, eingöngu til þess að njósna um sig. Gaga á að hafa brjálast yfir atvikinu og segir hún á Twitter- síðu sinni að hún vilji fá að vera látin í friði og að hegðun Hiltons sé komin út í öfgar. Það er ekki svo langt síðan Gaga og Hilton voru miklir vinir, en það vina- samband virðist ekki hafa enst lengi eins og svo mörg önnur hjá fræga fólkinu. Lady Gaga æf út í Hilton Ungstirnið og meðlimur hljóm- sveitarinnar Jonas Brothers, Nick Jonas glímir við sykursýki 1. Hann segir baráttuna oft erfiða og hann reynir að taka einn dag einu. Jonas greindist með sykur- sýki 1 fyrir átta árum og er enn að læra inn á sjúkdóminn. Í við- tali við The Huffington Post sagði hann að það hjálpaði sér mikið að stunda líkamsrækt og borða holl- an mat. „Sykursýkina þarf ég að sætta mig við, en með heilbrigð- um lífsstíl get ég lifað ágætu lífi,“ segir hinn ungi Jonas. Hann segir jafnframt að hann þurfi að fara mjög varlega í ræktinni, því það hafi áhrif á blóðsykurinn ef hann æfi of mikið, hinn gullni meðal- vegur er það sem gildir sagði hann. Jonas Brothers ferðast nú um Bandaríkin og kynnir efni á nýútkominni plötu sem nefnist einfaldlega V. Glímir við sykursýki Forsetafrú Bandaríkjanna, Mic- helle Obama, vinnur nú að gerð nýrrar rappplötu sem ber heitið „Healthier America“. Platan á að stuðla að heilbrigðara líferni og hefur frú Obama barist fyrir því að Bandaríkjamenn borði holl- ari mat og hreyfi sig meira. Á plötunni má heyra lög á borð við „Veggie Luv“, „Let´s Move“ og „U R What You Eat“. Margir frægir standa að gerð plötunnar og má þar nefna söngkonuna Ashanti, Jordin Sparks og rapparann DMC sem gerði garðinn frægan með hljómsveit sinni Run-D.M.C. Frú Obama mun því miður ekki syngja sjálf inn á plötuna, en hún mun koma fram í tónlistarmynd- böndum sem verða gerð við öll lög plötunnar. Plötunni verður dreift fyrst í New York en síðar um öll Bandaríkin. Forsetafrú ger- ir rappplötu MEÐ SYKURSÝKI 1 Nick Jonas til vinstri ásamt bræðrum sýnum í hljómsveitinin Jonas Brothers. NORDICPHOTOS/GETTY Í RAPPIÐ Michelle Obama berst fyrir heilbrigðu lífi meðal íbúa Banda- ríkjanna. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.