Fréttablaðið - 20.09.2013, Page 28
KYNNING − AUGLÝSINGSúkkulaðidrykkir FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 20132
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Ívar Örn Hansen, ivarorn@365.is, s. 5125429 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
● Súkkulaði er unnið úr kakóbaunum sem vaxa í fræpokum á
kakótrénu, Theobroma cacao, en gríska orðið „theobroma“ má
útleggja sem fæði guðanna.
● Súkkulaði hefur verið til í þúsundir ára. Fornleifar benda til að
Majar hafi drukkið súkkulaði fyrir 2600 árum.
● Astekar tengdu súkkulaði við frjósemisgyðjuna Xochiquetzal. Í
nýja heiminum var drukkinn beiskur og kryddaður drykkur úr
súkkulaði sem nefndist xocoatl. Í þessum drykk var m.a. vanilla
og chilipipar.
● Súkkulaði var munaðarvara í Ameríku fyrir daga Kristófers
Kólumbusar og kakóbaunir voru oft notaðar sem gjaldmiðill.
● Kristófer Kólumbus færði Ferdinand og Isabellu á Spáni
nokkrar kakóbaunir á fimmtándu öld en það var svo Hernando
Cortes sem kynnti Evrópumönnum þessa nýju vöru.
● Fyrsta skráða sendingin af súkkulaði til gamla heimsins var
send með skipi frá Veracruz til Sevilla árið 1585. Á þeim tíma
var súkkulaði neytt sem drykkjar en Evrópumenn bættu við
sykri og mjólk, létu chilipiparinn eiga sig en bættu í vanillu í
staðinn.
● Á 17. öld var súkkulaðineysla munaður meðal aðalsmanna í
Evrópu.
● Það var ekki fyrr en um miðja nítjándu öld, þegar tókst að
vinna kakósmjör úr kakóbaunum, að farið var að framleiða
súkkulaði í föstu formi.
● Kakósmjör er eitt mikilvægasta innihaldsefnið í súkkulaði.
● Meðal eiginleika fitunnar í súkkulaði (sem kemur að miklu leyti
úr kakósmjöri) er að bræðslumark hennar liggur rétt undir
venjulegum líkamshita. Súkkulaði helst þess vegna í föstu
formi við stofuhita, en bráðnar í munni.
1. Súkkulaðisíróp:
1½ bolli vatn
1½ bolli sykur
1 bolli kakó
Smá salt
1 tsk. vanilludropar
Setjið allt í pott nema van-
illudropana. Stillið á vægan
hita og hrærið stöðugt í þar
til blandan fer að þykkna.
Takið þá af hitanum, bætið
vanilludropunum út í og
hrærið. Geymið í loftþéttu
íláti.
2. Súkkulaðihristingur
með hnetusmjöri
2 bollar súkkulaði- eða
vanilluís
1 bolli mjólk
2 msk. súkkulaðisíróp
1 msk. hnetusmjör
Látið ísinn bíða í nokkrar
mínútur svo hann linist að-
eins. Setjið svo í blandara
ásamt mjólkinni og súkku-
laðisírópinu og blandið þar
til hristingurinn verður silki-
mjúkur.
Hellið í glös. Spraut-
ið vel af þeyttum rjóma yfir
og skreytið með súkkulaði-
sírópinu.
3. Súkkulaðikaffifrappó
1 bolli mjólk
1 bolli ísmolar
¼ bolli espressokaffi
¾ bollar súkkulaðiís
2 msk. skyndikakóduft
2 msk. súkkulaðisíróp
Skellið öllu í blandarann og
blandið þar til hristingurinn
verður að mjúku krapi.
4. Piparmyntuhristingur
4 skóflur af vanilluís
¼ bolli mjólk
¼ bolli súkkulaðisíróp
½ tsk. piparmyntudrop-
ar
Allt fer í blandarann og
blandað þar til það verður
mjúkt. Toppað með þeyttum
rjóma að vild.
Súkkulaðisíróp í kalda drykki
Súkkulaðisíróp er einfalt að malla heima í potti og nota sem bragðefni í súkkulaðidrykki og út á ís. Það er ekkert sérstaklega hollt en
afskaplega gott að eiga til á laugardögum. Eftirfarandi uppskriftir eru allar af vefnum www.allrecipes.com.
Ævagamalt guðafæði
1 42 3
App sem
þú þarft
Nýtt í spjaldtölvuna og snjallsímann
Nú er komið app fyrir Fréttablaðið:
Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjall-
símann með nýja Fréttablaðsappinu. Nú er hægt að
nálgast Fréttablaðið hvar sem er, á hverjum morgni.
Sláðu inn Fréttablaðið á Google Play, Windows
store eða í App store og náðu í appið.