Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGSúkkulaðidrykkir FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Ívar Örn Hansen, ivarorn@365.is, s. 5125429 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. ● Súkkulaði er unnið úr kakóbaunum sem vaxa í fræpokum á kakótrénu, Theobroma cacao, en gríska orðið „theobroma“ má útleggja sem fæði guðanna. ● Súkkulaði hefur verið til í þúsundir ára. Fornleifar benda til að Majar hafi drukkið súkkulaði fyrir 2600 árum. ● Astekar tengdu súkkulaði við frjósemisgyðjuna Xochiquetzal. Í nýja heiminum var drukkinn beiskur og kryddaður drykkur úr súkkulaði sem nefndist xocoatl. Í þessum drykk var m.a. vanilla og chilipipar. ● Súkkulaði var munaðarvara í Ameríku fyrir daga Kristófers Kólumbusar og kakóbaunir voru oft notaðar sem gjaldmiðill. ● Kristófer Kólumbus færði Ferdinand og Isabellu á Spáni nokkrar kakóbaunir á fimmtándu öld en það var svo Hernando Cortes sem kynnti Evrópumönnum þessa nýju vöru. ● Fyrsta skráða sendingin af súkkulaði til gamla heimsins var send með skipi frá Veracruz til Sevilla árið 1585. Á þeim tíma var súkkulaði neytt sem drykkjar en Evrópumenn bættu við sykri og mjólk, létu chilipiparinn eiga sig en bættu í vanillu í staðinn. ● Á 17. öld var súkkulaðineysla munaður meðal aðalsmanna í Evrópu. ● Það var ekki fyrr en um miðja nítjándu öld, þegar tókst að vinna kakósmjör úr kakóbaunum, að farið var að framleiða súkkulaði í föstu formi. ● Kakósmjör er eitt mikilvægasta innihaldsefnið í súkkulaði. ● Meðal eiginleika fitunnar í súkkulaði (sem kemur að miklu leyti úr kakósmjöri) er að bræðslumark hennar liggur rétt undir venjulegum líkamshita. Súkkulaði helst þess vegna í föstu formi við stofuhita, en bráðnar í munni. 1. Súkkulaðisíróp: 1½ bolli vatn 1½ bolli sykur 1 bolli kakó Smá salt 1 tsk. vanilludropar Setjið allt í pott nema van- illudropana. Stillið á vægan hita og hrærið stöðugt í þar til blandan fer að þykkna. Takið þá af hitanum, bætið vanilludropunum út í og hrærið. Geymið í loftþéttu íláti. 2. Súkkulaðihristingur með hnetusmjöri 2 bollar súkkulaði- eða vanilluís 1 bolli mjólk 2 msk. súkkulaðisíróp 1 msk. hnetusmjör Látið ísinn bíða í nokkrar mínútur svo hann linist að- eins. Setjið svo í blandara ásamt mjólkinni og súkku- laðisírópinu og blandið þar til hristingurinn verður silki- mjúkur. Hellið í glös. Spraut- ið vel af þeyttum rjóma yfir og skreytið með súkkulaði- sírópinu. 3. Súkkulaðikaffifrappó 1 bolli mjólk 1 bolli ísmolar ¼ bolli espressokaffi ¾ bollar súkkulaðiís 2 msk. skyndikakóduft 2 msk. súkkulaðisíróp Skellið öllu í blandarann og blandið þar til hristingurinn verður að mjúku krapi. 4. Piparmyntuhristingur 4 skóflur af vanilluís ¼ bolli mjólk ¼ bolli súkkulaðisíróp ½ tsk. piparmyntudrop- ar Allt fer í blandarann og blandað þar til það verður mjúkt. Toppað með þeyttum rjóma að vild. Súkkulaðisíróp í kalda drykki Súkkulaðisíróp er einfalt að malla heima í potti og nota sem bragðefni í súkkulaðidrykki og út á ís. Það er ekkert sérstaklega hollt en afskaplega gott að eiga til á laugardögum. Eftirfarandi uppskriftir eru allar af vefnum www.allrecipes.com. Ævagamalt guðafæði 1 42 3 App sem þú þarft Nýtt í spjaldtölvuna og snjallsímann Nú er komið app fyrir Fréttablaðið: Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjall- símann með nýja Fréttablaðsappinu. Nú er hægt að nálgast Fréttablaðið hvar sem er, á hverjum morgni. Sláðu inn Fréttablaðið á Google Play, Windows store eða í App store og náðu í appið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.