Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 20
28. september 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 Það er vissulega í ansi mörg horn að líta þessa dagana,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórn-andi Alþjóð legrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem hófst á fimmtudag og stendur yfir fram til 6. október næstkomandi. Þetta er í tíunda sinn sem RIFF- hátíðin er haldin og verða alls hátt í hundrað kvikmyndir frá yfir fjörutíu löndum á dagskrá hátíðarinnar. „Nú þegar hátíðin er farin af stað felst mitt hlutverk einna helst í því að taka á móti erlend- um gestum og sinna þeim, fara með þeim bíó, kynna fyrir fólki og þar fram eftir götunum. Á okkar vegum koma hátt í tvö hundruð gestir til landsins af þessi tilefni. Það eru leikstjórar og bransafólk, söludreifingar- aðilar og fleiri sem tengj- ast kvikmyndaiðnaðinum, að ógleymdum öllum blaðamönn- unum frá blöðum eins og Holly- wood Reporter, Le Monde, Dagbladet í Noregi og fleirum,“ segir Hrönn. Hrönn segir framgang hátíðar- innar hafa verið hraðari en vonir stóðu til þegar fyrstu RIFF- hátíðinni var hrundið af stað árið 2004. „Ef marka má umsagnir í viður kenndum erlendum fjöl- miðlum er RIFF komin á kortið sem ein af mörgum áhuga- verðum kvikmyndahátíðum í Evrópu. Þetta er ekki stór hátíð á alþjóð legan mælikvarða en dag- skráin þykir áhugaverð, fram- sækin og skemmtileg,“ segir stjórnandinn og bætir við að RIFF hafi ekki síst vakið athygli fyrir að vera fundvís á upprenn- andi stjörnur í kvikmyndaheim- inum. „Sigurmyndirnar á RIFF njóta oftar en ekki mikillar vel- gengni úti í heimi, eins og sýndi sig til að mynda með Beasts of the Southern Wild eftir Benh Zeitlin á síðasta ári. Þetta hefur okkur tekist með því að byggja upp góð tengsl við kvikmynda- iðnaðinn víða um heim.“ Eins og áður sagði hefur Hrönn tekið á móti ógrynni erlendra gesta í tengslum við RIFF-hátíðina. Aðspurð nefnir hún þrjá leikstjóra meðal þeirra eftirminnlegustu sem hún hefur átt samskipti við síðustu árin. „Aki Kaurismäki er með ein- dæmum skemmtilegur maður sem talaði ekki mikið en allt sem hann sagði var fyndið. Milos Forman sýndi mér að stærstu stjörnurnar láta oft minnst fyrir sér fara, því hann var ósköp hversdagslegur og vildi helst bara vera á Hressó að drekkja viskí og reykja vindla. Jim Jar- musch var líka mjög örlátur á sjálfan sig og duglegur að miðla af reynslu sinni við gesti og gangandi, sem okkur þykir mjög mikilvægt.“ HELGIN Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is Tónlist Tríó Aftanblik, sem skipað er Gerði Bolladóttur sópransöng- konu, Victoriu Tarevskaia sellóleikara og Katalin Lörincz píanóleikara, heldur tónleika í Tónbergi á Akranesi á morgun klukkan 16. Á tónleikunum munu meðal annars hljóma íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Árna Thorsteinsson og Karl Ó. Runólfsson, aríur úr óperettum eftir Franz Lehár, rússnesk þjóðlög og verk eftir rússnesku tónskáldin Rimski Korskakov og Dmitri Kabalevski. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og frítt fyrir yngri en 12 ára. Flytja íslensk sönglög Aft anblik í Tónbergi Myndlist Sýningin Fuglar og fífur verður opnuð í sal íslenskrar grafíkur við Tryggvagötu 17 í Reykjavík, í dag klukkan 16. Á sýningunni eru verk eftir myndlistarkonuna Ernu Guðmars- dóttur. Notar hún margs konar tækni, málar á silki, vatnslitamyndir og olíu á striga. Myndefni sækir hún í íslenska náttúru, fjölbreytileika árstíðanna og ljóssins. Sýningin er opin á fimmtudögum til sunnudaga milli klukkan 14 og 18 og stendur til 13. október. Sýningaropnun Fuglar og fífur „Við viljum styrkja Hagbarð því hann hefur ekkert getað unnið frá því konan hans lést skyndi- lega í sumar, ófrísk að fjórða barni þeirra. Barninu var bjargað með naumindum en það varð fyrir súr- efnisskorti og þarf sólarhrings- umönnun,“ segir Arnhildur Val- garðsdóttir, organisti Kirkjukórs Lágafellssóknar sem stendur fyrir tónleikunum Stjörnuljósum í Grafar vogskirkju í dag klukkan 16. Fram koma KK, Ragnheið- ur Gröndal, Jóhann Friðgeir Valdimars son, Hulda Björk Garðars dóttir, Björg Þórhalls dóttir, Karlakórinn Þrestir, Vox Populi og Hjörleifur Valsson fiðluleikari auk strengjasveitar. „Sem dæmi um skemmtileg atriði má nefna að KK syngur Vegbúann með Þröstunum og lokalagið Úr útsæ rísa Íslands fjöll verður flutt af öllum þremur kórunum og spil- að á trompeta og pákur,“ lýsir Arn- hildur. Súfistinn selur kaffi í hléinu til styrktar málefninu og myndlistar- maðurinn Kári Sigurðsson selur myndir í sama skyni. Styrktartónleikarnir Stjörnuljós Tónleikar til styrktar Hagbarði Valssyni og börnum hans í Noregi verða í Grafarvogskirkju í dag klukkan 16. Þykjum fundvís á stjörnur Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem hófst í tíunda sinn á fi mmtudag, segir hátíðina komna á kortið sem eina af mörgum áhugaverðum kvikmyndahátíðum í Evrópu. Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, háskólanemi og fjöllistakona Fagnar nýjum aldri Um helgina ætla ég að fagna nýjum aldri en ég átti afmæli síðasta fimmtudag. Á dag- skránni er meðal annars að skála á Sushisamba í góðum félagsskap, horfa á LA-þátt Hljómskálans og kíkja á RIFF. Pétur Jónsson tónlistarframleiðandi Með sjö í grillútvíkkun Yfirleitt þegar líður að helgi er ég kominn með svona sjö í grillútvíkkun og nú á ég einmitt grasfætt Galloway-nautakjöt úr Kjósinni sem bíður eftir að ég fórni því á altari græðginnar, grillinu mínu. Á milli þess að skutlast með börnin á milli afmæla og sundlauga mun ég reyna eftir fremsta megni að komast áfram í bókinni sem ég er að lesa, sem er Railsea eftir China Miéville. Katrín Jakobsdóttir alþingismaður Kjötsúpa og leikhús Í dag er fjölskyldusamvera yfir kjötsúpu hjá tengdafjölskyldu minni og ég ætla að hitta aðra vini mína bæði í kvöld og annað kvöld. Svo ætla ég með börnin í leikhús á morgun á Hættuför í Huliðsdal. Þetta er óvenju við- burðarík helgi hjá mér. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur Passar afabörnin Ég er að passa afabörnin þrjú alla helgina, ásamt konunni minni. Ég býst við að við verðum eitthvað úti við og svo ætlum við á Skilaboðaskjóðuna með Sinfóníunni í Hörpu. GERÐUR BOLLADÓTTIR BÖRNIN Róbert Hólm, Regína Rós og Rakel María bera mikla um hyggju fyrir Rósu Jónu, litlu systur. STJÓRNANDI Hrönn Marinós dóttir hefur tekið á móti mörgum erlendum gestum í tengslum við RIFF-hátíðina síðustu ár. Hún nefnir leikstjórana Aki Kauris- mäki, Milos Forman og Jim Jarmusch með þeim eftirminni- legri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Myndlist Valgerður Guðlaugsdóttir opnar sýninguna Framlenging í dag klukkan 15 í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2. Kveikjan er smásagan Saga handa börnum eftir Svövu Jakobsdóttur sem segir frá samskiptum móður við börn sín á súrrealískan hátt. Sýning í Kjarna Áhrif frá Svövu Jakobsdóttur 28. september 2013 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.