Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 72
Í Reykjavik Spa er svo sannarlega hægt að slaka á, fara í nudd og nýta sér fjölbreytilegt úrval af heilsu- og snyrtimeðferðum. Meðal annars Reykjavik Spa nudd sem er græðandi heildræn nuddmeðferð með áhrif frá Hawaii. Reykjavík Spa er glæsileg heilsulind á Grand Hótel Reykjavík. „Við bjóðum upp á alla almenna snyrtingu, nudd og dásam- lega spa-aðstöðu. Við leggjum ríka áherslu á afslappað andrúmsloft og viljum þjónusta gesti okkar af kostgæfni,“ segir Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir, Allý, rekstrarstjóri Reykja- vík Spa sem er í eigu hótelsins og töluvert nýtt af gestum þess. „Skiptingin milli Íslendinga og útlendinga er nokkuð jöfn,“ segir Allý og áréttir að snyrti- og nuddstofan ásamt spa-inu séu fyrir alla, ekki eingöngu hótelgesti. Líkams- ræktarstöðin á staðnum sé hinsvegar ætluð hótel- og ráðstefnugestum. VINSÆLT FYRIR HÓPA Í Reykjavík Spa er hægt að slaka á, fara í nudd og nýta sér fjölbreytilegt úrval af heilsu- og snyrtimeðferðum. „Við erum með tvo heita potta, saunu (blautgufu) og infrarauðan sauna- klefa. Á snyrtistofunni eru sex rúmgóð herbergi þar sem starfsfólk okkar kappkostar að veita viðskiptavinum bestu þjónustu hverju sinni. Þá erum við einnig með yndislega fallegt og róandi hvíldarsvæði með kertaljósum og arineldi,“ lýsir Allý brosandi. Spa-ið er afar vinsælt meðal hópa. „Við fáum til okkar vinahópa, saumaklúbba, pör og ekki síst hópa sem eru að steggja og gæsa,“ segir Allý. Gjafabréfin frá Reykjavík Spa eru einnig vinsæl. „Enda eru þau snilldargjöf við hvaða tækifæri sem er. Dekur er eitthvað sem margir þurfa á að halda í öllu áreiti nútímans. Með því getur fólk horfið stutta stund frá skarkalanum og notið rólegheita, yls og afslöppunar,“ segir hún og bendir SLAKAÐ Á Í FALLEGU UMHVERFI jafnframt á að dekrið sé eftirsótt hjá brúðhjónum og jafnvel þeim sem eru á leið á árshátíð og vilja gera vel við sig á undan. ÁHRIF FRÁ HAWAII Nýjasta viðbótin á Reykjavik spa er nudd sem við tengjum við nuddmenningu Hawaii-búa. Þessar tvær eyjar eiga margt sameiginlegt og tilvalið að innleiða áhrif frá þeirra nudd- menningu yfir til okkar. Þetta nudd er græðandi heildræn nuddmeðferð sem byggir á fjölbreyttum aðferðum. Nudd- arar nota lófana, framhandleggina, fingur, hnúa og jafnvel olnboga til að nudda, hnoða, þrýsta en einnig vinnum við með bæði hið innra og ytra. Hawaii-búar, eins og fleiri menningarhópar, trúa að al- heimurinn sé fullur af orku. Þessi orka er kölluð MANA. Þeir telja einnig að allir og allt sé tengt hvað við annað í gegnum þessa orku,” segir Allý og bætir við að lokum: „Reykjavik Spa nuddið er allt í senn; mjúkt, flæðandi, kröftugt, ánægjulegt og tilfinningaríkt.” og er blanda af því besta sem við bjóðum upp á í nuddmeðferðum. Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavikspa.is, á Facebook og í síma 514-8090. SÍTRUS MARINERAÐUR LAX MEÐ KRABBA- OG PIPARRÓTARRJÓMA 1 flak af lax (roðflett og beinhreinsað) Börkur af 1 appelsínu (fínn rifinn) Börkur af ½ sítrónu (fínn rifinn) Börkur af ½ lime (fínn rifinn) Börkur af ¼ greip (fínn rifinn) 85 gr góðu sjávarsalti t.d. fleur de sel eða Maldon salt 2 msk sykur 1 msk sítrónupipar Snyrtið flakið og takið mest af fitunni af (brúni hlutinn) Fyrir marineringu Blandið öllu saman í skál og brjótið upp alla kekk i. Setið plastfilmu í bakka sem laxaflakið passa r í og stráið helmingnum af salt blöndunni á filmuna. Leggið laxinn ofan á saltið og stráið afganginum af saltblöndunni á flakið. Pakkið laxinu í plastfilmu og þrístið létt á. Kælt í rúma þrjá tíma. Gott er að bera fram með þessu pipar- rótarsósu, blandað salat með kryddjurtum, t.d. dilli, kerfilli og nýbökuðu brauði. HINDBERJA FRAUÐ 250 gr. hindberjamauk úr ferskum eða frosnum berjum 4 blöð matarlím 40 ml hindberjasafi 2 stk. eggjahvítur 90 gr sykur 150 ml léttþeyttur rjómi Matarlímið er leyst upp í hindberjasafanum og sett út í hindberjamaukið. Blandan er látin taka sig aðeins. Eggjahvítu og sykri er þeytt saman og blandað út í hindberjablönduna í tveimur skömmtum. Léttþeyttum rjóma er svo bætt sama n við í lokin. SKYR FRAUÐ 500 gr skyr 75 gr sykur 85 gr aðalbláber 2 dl rjómi þeyttur ½ rjómi heitur 4 stk matarlím Skyr, aðalbláber og sykur er sett í matvinnsluvél. Matarlímsblöð leyst upp í heita rjómanum og svo öllu blandað saman. Þeytta rjómanum er blandað saman við skyrblönduna. Það er gott að bera fram með þessu blönduð fersk ber og þeyttan rjóma. Glænýr veitingastaður opnaði nýlega á Grand Hótel Reykjavík. Þar er boðið upp á evrópska matargerð úr íslensku hráefni. „Við opnuðum glænýjan veitingastað nýverið, Restaurant Grand. Aðaláherslan er á evrópskt eldhús með íslensku hrá- efni,” útskýrir Haukur Gröndal, matreiðslumeistari. Haukur lofar dýrindis veitingum á nýja staðnum. „Við verðum með spennandi samsuðu af alls konar réttum og leggjum okkur fram um að nota íslenskt hráefni. Evrópskt eldhús gengur út á góðan og fallega framsettan, alvöru mat en við munum skipta út matseðlum tvisvar til fjórum sinnum á ári, í takt við árstíðirnar. Þannig verður alltaf það ferskasta í boði og það besta sem fáanlegt er.” Restaurant Grand tekur milli 70 og 80 manns í sæti. Staðurinn er opinn í hádeginu þar sem boðið er upp á létt og heilsusamlegt hlaðborð, alla virka daga en á kvöldin verður a la carte matseðill. „Við stílum inn á heilsusamlega rétti í hádegishlað- borðinu, kjöt og fisk, heitan grænmetisrétt og sjö til átta forrétti, sem samanstanda af ýmsum salötum og fleiru. Einfaldlega þægilegur og góður hádegismatur. Á kvöldin tekur við önnur stemming með a la carte þjónustu og þá verðum við einnig með samsetta matseðla með 3 til 6 rétti. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi hjá okkur.” Matreiðslumeistararnir á Grand Hótel Reykjavík. RESTAURANT GRAND Uppskriftir frá Hauki Gröndal matreiðslumeistara á Grand Hótel Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.