Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 18
28. september 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18
Skoðun visir.is
Samtök atvinnulífsins,
Alþýðusamband Íslands
og Viðskiptaráð Íslands
sendu forsætisráðherra
bréf í vikunni þar sem
óskað var eftir samstarfi
um úttekt á aðildarvið-
ræðum við Evrópusam-
bandið, þróun ESB og
valkostum Íslendinga í
efnahagsmálum fram á
veginn. Eins og kunnugt
er hefur ríkisstjórnin
ákveðið að ráðast í slíka
úttekt.
Fyrstu viðbrögð forsætisráð-
herra við þessari beiðni valda
vonbrigðum. Kannski ekki síst í
ljósi þess að vonir stóðu til að ný
ríkisstjórn myndi láta af þeirri
átakahefð sem einkennt hefur
stjórnmálin á undanförnum árum
og taka upp ný vinnubrögð. Vænt-
ingar í þá átt eru ekki að ástæðu-
lausu enda sagði m.a. í annarri
málsgrein stefnuyfirlýsingar
nýrrar ríkisstjórnar:
„Ríkisstjórnin mun leitast við
að virkja samtakamátt þjóðar-
innar og vinna gegn því sundur-
lyndi og tortryggni sem einkennt
hefur íslensk stjórnmál og
umræðu í samfélaginu um
nokkurt skeið. Framfarir
og bætt lífskjör á Íslandi
hafa byggst á samvinnu
og samheldni og til fram-
tíðar munu Íslendingar
halda áfram að leysa sam-
eiginlega af hendi helstu
verkefni þjóðfélagsins.“
Þessi yfirlýsing gaf því
skýr fyrirheit um betri
samskipti við aðila vinnu-
markaðarins en fyrri
ríkis stjórn iðkaði og mikilvægt
að sú verði raunin. Vissulega
getur aðila greint á í veigamikl-
um atriðum. Ekki þarf heldur að
taka fram að það er meirihluti
Alþingis sem ræður för. Vönduð
og opin umræða, þar sem mis-
munandi sjónarmið eru skoð-
uð vandlega, leiðir hins vegar
undan tekningalaust til betri og
trúverðugri niðurstöðu.
Samtök atvinnulífsins ganga
til slíkrar vinnu án fyrirfram-
gefinna niðurstaðna. Úttektin
sem SA, ASÍ og VÍ vilja gera með
stjórnvöldum snýr ekki eingöngu
að aðildarviðræðum við ESB og
hvaða kostir þar eru í boði, held-
ur ekki síður að því að skýra aðra
valkosti sem Íslendingum standa
til boða í peningamálum. Niður-
staða í þeim efnum er mikilvæg-
ur þáttur í gerð komandi kjara-
samninga og raunar hornsteinn
nýrrar þjóðarsáttar um betri lífs-
kjör. Þá er tómt mál að tala um
afnám gjaldeyrishafta ef skýr
peningastefna er ekki til staðar.
Verkefnin fram undan eru
viðamikil og mikilvæg og leggja
Samtök atvinnulífsins áherslu á
að eiga gott samstarf við stjórn-
völd við úrlausn þeirra. Samtökin
treysta því að það sé gagnkvæmt.
Ósk um samstarf
Svartnætti … sálarkval-
ir … vonleysi … örvænt-
ing … uppgjöf … sálar-
dauði. Þessi orð lýsa vel
líðan manneskju sem horf-
in er ofan í svarthol neyslu
ávanabindandi lyfja og
áfengis. Svo djúpt er hægt
að sökkva að einstakling-
ur missi sjónar á tilgangi
lífsins og hjálpar er þörf.
Vogur rétti fyrst út hönd
sína til hjálpar árið 1984 og
á þeim tæpu þrjátíu árum sem liðin
eru hefur mörgum verið bjargað úr
lífshættu með aðstoð lækna, hjúkr-
unarfólks og annars fagfólks á Vogi
sem býr yfir mikilli sérfræðiþekk-
ingu á þessum sjúkdómi.
Síðan Vogur hóf starfsemi sína
hefur sjúklingafjöldinn aukist
jafnt og þétt og biðlistar lengst.
Sjúklingahópurinn er fjölbreytt-
ur, bæði varðandi aldur og kyn og
neyslu sem hjálpar er leitað við. Nú
stendur Vogur, þrjátíu árum síðar,
frammi fyrir því að sjúklinga-
hópurinn hefur breyst mikið og
sífellt bætast ný ávanabindandi
efni við. Því þarf að sníða með-
ferð að þörfum ólíkra aldurshópa,
að kynjunum og með hlið-
sjón af neyslumunstri. Til
að sinna þessu hlutverki
og hjálpa þeim sívaxandi
fjölda fólks sem leitar ásjár
SÁÁ þarf meira fjármagn.
SÁÁ vill geta sinnt hverj-
um sjúklingahópi þannig að bestur
árangur náist.
Áhrifaríkasta leiðin til að vinna
gegn alvarlegum afleiðingum
alkóhólisma er opin og fordóma-
laus umræða sem auðveldar þeim
sem þjást af þessum sjúkdómi að
stíga út úr óttanum og leita hjálp-
ar án hræðslu við fordæmingu og
brennimerkingu. Með öflugu átaki
landsmanna, til að styrkja og bæta
stöðu þeirra sem þjást af alkóhól-
isma, sýnum við þeim skilning
okkar í verki. Ég þakka þá hjálp
sem SÁÁ hefur veitt mér og minni
fjölskyldu í gegnum tíðina og gerir
enn og hvet landsmenn til að leggja
fjáröflun SÁÁ lið.
Upp úr svartholinu
Skipholti 37
Sími 568 8388
Opið laugardaga frá 11-16
170.000 kr.
Verð áður 244.000 kr.
Twiggy
Til að rýma fyrir nýjum og glæsilegum
vörum bjóðum við úrval ljósa og fylgihluta
á frábæru verði í nokkra daga.
ALLT AÐ
LJÓSASALA Í LUMEX
➜ Ég þakka þá hjálp
sem SÁÁ hefur veitt
mér og minni fjöl-
skyldu.
➜ Fyrstu viðbrögð forsætis-
ráðherra við þessari beiðni
valda vonbrigðum. Kannski
ekki síst í ljósi þess að vonir
stóðu til að ný ríkisstjórn
myndi láta af þeirri átaka-
hefð sem einkennt hefur
stjórnmálin á undanförnum
árum og taka upp ný vinnu-
brögð.
SÁÁ
Svala Ísfeld
Ólafsdóttir
dósent við HR
EVRÓPUMÁL
Þorsteinn
Víglundsson
framkvæmdastjóri
SA
2.508
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER
Eigum við að leggja niður Land-
spítalann?
Lilja Guðlaug Bolladóttir hjúkrunarfræðingur.
843
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER
Vöndum okkur í umræðunni um
einelti
Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og
frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
767
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER
Stúdentar: Afætur eða framtíð
Íslands?
Sigrún Edda Sigurjónsdóttir námsmaður.
614
MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER
Út með ruslið
Haukur Viðar Alfreðsson pistlahöfundur.
„Kirkjan hefur
tekið skýra afstöðu
með samkyn-
hneigðum, rétt-
indabaráttu þeirra,
fjölskyldum og
hjónabandi.“
Agnes M. Sigurðardóttir biskup uppfræddi bandaríska
predikarann Franklin Graham um afstöðu kirkjunnar
til samkynhneigðra. Graham kom með fylgdarliði sínu
við á biskupsstofu.
UMMÆLI VIKUNNAR
15.09.2012 ➜ 27.09.2012
„Það að ráðherra skuli
með þessu móti kippa
löggjöfinni í heild úr
sambandi held ég að sé
fordæmalaust.“
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður
Vinstri grænna og fyrrverandi um-
hverfi sráðherra, segir áform Sigurðar
Inga Jóhannssonar umhverfi sráðherra
um að aft urkalla lög um náttúruvernd
svik við samkomulag sem gert var á
síðasta kjörtímabili.
„Þetta barn á ekki neina
aðra fjölskyldu en okkur
og hefur aldrei átt.“
Guðmundur Valur Stefánsson, ís-
lenskur stjúpfaðir lítillar telpu frá
Mósambík, furðar sig á því að barnið
megi ekki koma hingað til lands eins
og aðrir í fj ölskyldunni.