Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 18
28. september 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Skoðun visir.is Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð Íslands sendu forsætisráðherra bréf í vikunni þar sem óskað var eftir samstarfi um úttekt á aðildarvið- ræðum við Evrópusam- bandið, þróun ESB og valkostum Íslendinga í efnahagsmálum fram á veginn. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin ákveðið að ráðast í slíka úttekt. Fyrstu viðbrögð forsætisráð- herra við þessari beiðni valda vonbrigðum. Kannski ekki síst í ljósi þess að vonir stóðu til að ný ríkisstjórn myndi láta af þeirri átakahefð sem einkennt hefur stjórnmálin á undanförnum árum og taka upp ný vinnubrögð. Vænt- ingar í þá átt eru ekki að ástæðu- lausu enda sagði m.a. í annarri málsgrein stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar: „Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðar- innar og vinna gegn því sundur- lyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til fram- tíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sam- eiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.“ Þessi yfirlýsing gaf því skýr fyrirheit um betri samskipti við aðila vinnu- markaðarins en fyrri ríkis stjórn iðkaði og mikilvægt að sú verði raunin. Vissulega getur aðila greint á í veigamikl- um atriðum. Ekki þarf heldur að taka fram að það er meirihluti Alþingis sem ræður för. Vönduð og opin umræða, þar sem mis- munandi sjónarmið eru skoð- uð vandlega, leiðir hins vegar undan tekningalaust til betri og trúverðugri niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins ganga til slíkrar vinnu án fyrirfram- gefinna niðurstaðna. Úttektin sem SA, ASÍ og VÍ vilja gera með stjórnvöldum snýr ekki eingöngu að aðildarviðræðum við ESB og hvaða kostir þar eru í boði, held- ur ekki síður að því að skýra aðra valkosti sem Íslendingum standa til boða í peningamálum. Niður- staða í þeim efnum er mikilvæg- ur þáttur í gerð komandi kjara- samninga og raunar hornsteinn nýrrar þjóðarsáttar um betri lífs- kjör. Þá er tómt mál að tala um afnám gjaldeyrishafta ef skýr peningastefna er ekki til staðar. Verkefnin fram undan eru viðamikil og mikilvæg og leggja Samtök atvinnulífsins áherslu á að eiga gott samstarf við stjórn- völd við úrlausn þeirra. Samtökin treysta því að það sé gagnkvæmt. Ósk um samstarf Svartnætti … sálarkval- ir … vonleysi … örvænt- ing … uppgjöf … sálar- dauði. Þessi orð lýsa vel líðan manneskju sem horf- in er ofan í svarthol neyslu ávanabindandi lyfja og áfengis. Svo djúpt er hægt að sökkva að einstakling- ur missi sjónar á tilgangi lífsins og hjálpar er þörf. Vogur rétti fyrst út hönd sína til hjálpar árið 1984 og á þeim tæpu þrjátíu árum sem liðin eru hefur mörgum verið bjargað úr lífshættu með aðstoð lækna, hjúkr- unarfólks og annars fagfólks á Vogi sem býr yfir mikilli sérfræðiþekk- ingu á þessum sjúkdómi. Síðan Vogur hóf starfsemi sína hefur sjúklingafjöldinn aukist jafnt og þétt og biðlistar lengst. Sjúklingahópurinn er fjölbreytt- ur, bæði varðandi aldur og kyn og neyslu sem hjálpar er leitað við. Nú stendur Vogur, þrjátíu árum síðar, frammi fyrir því að sjúklinga- hópurinn hefur breyst mikið og sífellt bætast ný ávanabindandi efni við. Því þarf að sníða með- ferð að þörfum ólíkra aldurshópa, að kynjunum og með hlið- sjón af neyslumunstri. Til að sinna þessu hlutverki og hjálpa þeim sívaxandi fjölda fólks sem leitar ásjár SÁÁ þarf meira fjármagn. SÁÁ vill geta sinnt hverj- um sjúklingahópi þannig að bestur árangur náist. Áhrifaríkasta leiðin til að vinna gegn alvarlegum afleiðingum alkóhólisma er opin og fordóma- laus umræða sem auðveldar þeim sem þjást af þessum sjúkdómi að stíga út úr óttanum og leita hjálp- ar án hræðslu við fordæmingu og brennimerkingu. Með öflugu átaki landsmanna, til að styrkja og bæta stöðu þeirra sem þjást af alkóhól- isma, sýnum við þeim skilning okkar í verki. Ég þakka þá hjálp sem SÁÁ hefur veitt mér og minni fjölskyldu í gegnum tíðina og gerir enn og hvet landsmenn til að leggja fjáröflun SÁÁ lið. Upp úr svartholinu Skipholti 37 Sími 568 8388 Opið laugardaga frá 11-16 170.000 kr. Verð áður 244.000 kr. Twiggy Til að rýma fyrir nýjum og glæsilegum vörum bjóðum við úrval ljósa og fylgihluta á frábæru verði í nokkra daga. ALLT AÐ LJÓSASALA Í LUMEX ➜ Ég þakka þá hjálp sem SÁÁ hefur veitt mér og minni fjöl- skyldu. ➜ Fyrstu viðbrögð forsætis- ráðherra við þessari beiðni valda vonbrigðum. Kannski ekki síst í ljósi þess að vonir stóðu til að ný ríkisstjórn myndi láta af þeirri átaka- hefð sem einkennt hefur stjórnmálin á undanförnum árum og taka upp ný vinnu- brögð. SÁÁ Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent við HR EVRÓPUMÁL Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA 2.508 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER Eigum við að leggja niður Land- spítalann? Lilja Guðlaug Bolladóttir hjúkrunarfræðingur. 843 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER Vöndum okkur í umræðunni um einelti Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 767 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER Stúdentar: Afætur eða framtíð Íslands? Sigrún Edda Sigurjónsdóttir námsmaður. 614 MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER Út með ruslið Haukur Viðar Alfreðsson pistlahöfundur. „Kirkjan hefur tekið skýra afstöðu með samkyn- hneigðum, rétt- indabaráttu þeirra, fjölskyldum og hjónabandi.“ Agnes M. Sigurðardóttir biskup uppfræddi bandaríska predikarann Franklin Graham um afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðra. Graham kom með fylgdarliði sínu við á biskupsstofu. UMMÆLI VIKUNNAR 15.09.2012 ➜ 27.09.2012 „Það að ráðherra skuli með þessu móti kippa löggjöfinni í heild úr sambandi held ég að sé fordæmalaust.“ Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi um- hverfi sráðherra, segir áform Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfi sráðherra um að aft urkalla lög um náttúruvernd svik við samkomulag sem gert var á síðasta kjörtímabili. „Þetta barn á ekki neina aðra fjölskyldu en okkur og hefur aldrei átt.“ Guðmundur Valur Stefánsson, ís- lenskur stjúpfaðir lítillar telpu frá Mósambík, furðar sig á því að barnið megi ekki koma hingað til lands eins og aðrir í fj ölskyldunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.