Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 80
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 20136 Sjálfsagt tengja flestir lands-menn Grindavík við sjávar-útveg og öf lugt íþróttalíf. Ferðaþjónusta er þó ein helsta und- irstaða bæjarfélagsins enda leggur Grindavíkurbær mikla áherslu á að byggja upp og styrkja öf l- uga ferðaþjón- ustu. Umhverfi Grindavíkur er æ g i f a g u r t o g býr yfir mörgum náttúruperlum auk þess sem margt er að skoða í bænum sjálfum. Þor- steinn Gunnarsson, upplýsinga- fulltrúi Grindavíkurbæjar, segir allar forsendur vera til staðar svo ferðaþjónusta í Grindavík, og raun- ar á Reykjanesi, geti blómstrað. „Grindavík og umhverfi bæjarins er afar vanmetinn ferðamannastað- ur á meðal Íslendinga eins og raun- ar Reykjanesskaginn. Í nágrenni Grindavíkur eru ýmsar perlur eins og Hópsnesið með öllum sínum skipsflökum sem kraftur úthafs- ins hefur þeytt upp á þurrt land. Hópsneshringurinn er gönguleið kringum nesið sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Þar má meðal annars sjá húsarústir frá fyrstu ára- tugum síðustu aldar.“ Náttúran kringum Grindavík er stórbrotin að sögn Þorsteins. „Hér höfum við þessi miklu háhitasvæði með til- heyrandi hverum, gufustrókum og Paradís á Reykjanesi Ferðaþjónusta er ein helsta undirstaða Grindavíkur. Mikil náttúrufegurð umlykur bæinn og úrval afþreyingar er í boði. Meðal einkenna svæðisins eru hraunbreiður, háhitasvæði og falleg fjöll. Svo er stutt í vinsælasta ferðamannastað landsins, Bláa lónið. Þorsteinn Gunnarsson Brimketill, skipsflökin á Hópsnesi, Svartsengi og Bláa lónið eru meðal fjölmargra viðkomustaða í nágrenni náttúru- og útivistarparadísarinnar Grindavík. MYND/LJÓSMYNDASAFN GRINDAVÍKUR hraunbreiðum. Héðan er líka stutt í heimsþekkt fuglabjörg sem dýra- lífsunnendur mega alls ekki láta fram hjá sér fara. Einnig má nefna hina vinsælu staði Gunnuhver og Reykjanesvita.“ Mikil útivistarparadís Grindavík og nágrenni er líka sann- kölluð útivistarparadís að sögn Þor- steins. „Það er búið að leggja mikla vinnu í gerð göngu- og hjólastíga. Hér eru margar skemmtilegar gönguleiðir, til dæmis fornar þjóð- leiðir. Búið er að leggja malbikað- an göngu- og hjólreiðastíg milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Á miðri leið stendur fjallið Þorbjörn sem er mjög vinsæll áfangastaður útivistarfólks enda hæfilega hátt fyrir flesta. Sífellt fleiri leggja leið sína hingað til þess að fara á brim- bretti og þá er Festarfjall vinsæll staður fyrir svifvængjaflug. Einnig mætti nefna fjórhjólaferðir en þær njóta stigvaxandi vinsælda hér. Svo er auðvitað stutt í vinsælasta ferða- mannastað landsins, Bláa lónið.“ Tjaldstæði bæjarins hefur einnig vakið mikla athygli enda ekkert til sparað til að gera það eitt glæsileg- asta tjaldsvæði landsins. Það verkefni sem Þorsteini finnst þó mest spennandi á Reykjanesi um þessar mundir er nýstofnaður Jarð- vangur, Reykjanes Geopark, sem er sjálfseignarstofnun sem sveitar- félögin á Suðurnesjum stofnuðu. „Hugmyndin á bak við samtökin er að koma á tengslum milli ólíkra svæða með áhugaverðar jarðminj- ar, miðla upplýsingum og reynslu, leysa sameiginleg vandamál og koma svæðunum á framfæri.“ M Y N D /G VA Ef hægt er að komast ódýrt flugleiðis héðan frá Íslandi til Lond- on er möguleiki á ódýru fríi hvar sem er í heiminum. Easyjet er til dæmis með hausttilboð um þessar mundir til Alicante, Mall- orca og Faro frá Gatwick-flugvelli, Luton og Stansted. Þeir segja að verðið sé frá 40 pundum, sem gerir tæpar átta þúsund krónur hvor leið. Hins vegar veltur allt á því að ódýrustu sætin séu enn til svo betra er að vera tímanlega að panta. Bókunarvélar á netinu gera fólki sem vill ferðast á eigin vegum auðvelt að fara um allan heim á hagstæðustu kjörum. Alltaf er þó best að skipuleggja ferðalagið með mjög góðum fyrirvara, þann- ig fást ódýrustu fargjöldin og hótelgisting. Fólk ætti því helst að bóka sumarfríið í janúar. Hótel í Evrópu eru til dæmis mun ódýr- ari í júní en ágúst og oft eru tilboð á bókunarvefjum þegar bókað er snemma. Bæði Icelandair og Wow bjóða tilboð til London af og til sem upplagt er að nýta sér til að komast í ódýrt í sumarfrí. Mörg erlend flugfélög fljúga einnig til Íslands, sérstaklega yfir sumarmánuði, en hægt er að bóka ferðir langt fram í tímann. Það gildir sem sagt alltaf að vera vel skipulagður til að fá hagstæðasta verðið. Skipuleggðu fríið með góðum fyrirvara Hægt er að ferðast á ódýran hátt um heiminn sé maður skipulagður. App sem þú þarft Nýtt í spjaldtölvuna og snjallsímann Nú er komið app fyrir Fréttablaðið: Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjall- símann með nýja Fréttablaðsappinu. Nú er hægt að nálgast Fréttablaðið hvar sem er, á hverjum morgni. Sláðu inn Fréttablaðið á Google Play, Windows store eða í App store og náðu í appið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.