Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 80
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 20136
Sjálfsagt tengja flestir lands-menn Grindavík við sjávar-útveg og öf lugt íþróttalíf.
Ferðaþjónusta er þó ein helsta und-
irstaða bæjarfélagsins enda leggur
Grindavíkurbær
mikla áherslu á
að byggja upp
og styrkja öf l-
uga ferðaþjón-
ustu. Umhverfi
Grindavíkur er
æ g i f a g u r t o g
býr yfir mörgum
náttúruperlum auk þess sem margt
er að skoða í bænum sjálfum. Þor-
steinn Gunnarsson, upplýsinga-
fulltrúi Grindavíkurbæjar, segir
allar forsendur vera til staðar svo
ferðaþjónusta í Grindavík, og raun-
ar á Reykjanesi, geti blómstrað.
„Grindavík og umhverfi bæjarins er
afar vanmetinn ferðamannastað-
ur á meðal Íslendinga eins og raun-
ar Reykjanesskaginn. Í nágrenni
Grindavíkur eru ýmsar perlur eins
og Hópsnesið með öllum sínum
skipsflökum sem kraftur úthafs-
ins hefur þeytt upp á þurrt land.
Hópsneshringurinn er gönguleið
kringum nesið sem enginn ætti að
láta fram hjá sér fara. Þar má meðal
annars sjá húsarústir frá fyrstu ára-
tugum síðustu aldar.“ Náttúran
kringum Grindavík er stórbrotin
að sögn Þorsteins. „Hér höfum við
þessi miklu háhitasvæði með til-
heyrandi hverum, gufustrókum og
Paradís á Reykjanesi
Ferðaþjónusta er ein helsta undirstaða Grindavíkur. Mikil náttúrufegurð umlykur bæinn og úrval afþreyingar er í boði. Meðal
einkenna svæðisins eru hraunbreiður, háhitasvæði og falleg fjöll. Svo er stutt í vinsælasta ferðamannastað landsins, Bláa lónið.
Þorsteinn
Gunnarsson
Brimketill, skipsflökin á Hópsnesi, Svartsengi og Bláa lónið eru meðal fjölmargra viðkomustaða í nágrenni náttúru- og útivistarparadísarinnar Grindavík. MYND/LJÓSMYNDASAFN GRINDAVÍKUR
hraunbreiðum. Héðan er líka stutt
í heimsþekkt fuglabjörg sem dýra-
lífsunnendur mega alls ekki láta
fram hjá sér fara. Einnig má nefna
hina vinsælu staði Gunnuhver og
Reykjanesvita.“
Mikil útivistarparadís
Grindavík og nágrenni er líka sann-
kölluð útivistarparadís að sögn Þor-
steins. „Það er búið að leggja mikla
vinnu í gerð göngu- og hjólastíga.
Hér eru margar skemmtilegar
gönguleiðir, til dæmis fornar þjóð-
leiðir. Búið er að leggja malbikað-
an göngu- og hjólreiðastíg milli
Grindavíkur og Bláa lónsins. Á
miðri leið stendur fjallið Þorbjörn
sem er mjög vinsæll áfangastaður
útivistarfólks enda hæfilega hátt
fyrir flesta. Sífellt fleiri leggja leið
sína hingað til þess að fara á brim-
bretti og þá er Festarfjall vinsæll
staður fyrir svifvængjaflug. Einnig
mætti nefna fjórhjólaferðir en þær
njóta stigvaxandi vinsælda hér. Svo
er auðvitað stutt í vinsælasta ferða-
mannastað landsins, Bláa lónið.“
Tjaldstæði bæjarins hefur einnig
vakið mikla athygli enda ekkert til
sparað til að gera það eitt glæsileg-
asta tjaldsvæði landsins.
Það verkefni sem Þorsteini finnst
þó mest spennandi á Reykjanesi um
þessar mundir er nýstofnaður Jarð-
vangur, Reykjanes Geopark, sem er
sjálfseignarstofnun sem sveitar-
félögin á Suðurnesjum stofnuðu.
„Hugmyndin á bak við samtökin
er að koma á tengslum milli ólíkra
svæða með áhugaverðar jarðminj-
ar, miðla upplýsingum og reynslu,
leysa sameiginleg vandamál og
koma svæðunum á framfæri.“
M
Y
N
D
/G
VA
Ef hægt er að komast ódýrt flugleiðis héðan frá Íslandi til Lond-
on er möguleiki á ódýru fríi hvar sem er í heiminum. Easyjet er
til dæmis með hausttilboð um þessar mundir til Alicante, Mall-
orca og Faro frá Gatwick-flugvelli, Luton og Stansted. Þeir segja að
verðið sé frá 40 pundum, sem gerir tæpar átta þúsund krónur hvor
leið. Hins vegar veltur allt á því að ódýrustu sætin séu enn til svo
betra er að vera tímanlega að panta.
Bókunarvélar á netinu gera fólki sem vill ferðast á eigin vegum
auðvelt að fara um allan heim á hagstæðustu kjörum. Alltaf er þó
best að skipuleggja ferðalagið með mjög góðum fyrirvara, þann-
ig fást ódýrustu fargjöldin og hótelgisting. Fólk ætti því helst að
bóka sumarfríið í janúar. Hótel í Evrópu eru til dæmis mun ódýr-
ari í júní en ágúst og oft eru tilboð á bókunarvefjum þegar bókað
er snemma.
Bæði Icelandair og Wow bjóða tilboð til London af og til sem
upplagt er að nýta sér til að komast í ódýrt í sumarfrí. Mörg erlend
flugfélög fljúga einnig til Íslands, sérstaklega yfir sumarmánuði,
en hægt er að bóka ferðir langt fram í tímann. Það gildir sem sagt
alltaf að vera vel skipulagður til að fá hagstæðasta verðið.
Skipuleggðu fríið með
góðum fyrirvara
Hægt er að ferðast á ódýran hátt um heiminn sé maður skipulagður.
App sem
þú þarft
Nýtt í spjaldtölvuna og snjallsímann
Nú er komið app fyrir Fréttablaðið:
Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjall-
símann með nýja Fréttablaðsappinu. Nú er hægt að
nálgast Fréttablaðið hvar sem er, á hverjum morgni.
Sláðu inn Fréttablaðið á Google Play, Windows
store eða í App store og náðu í appið.