Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 6
28. september 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 SAMFÉLAGSMÁL Litríkir plankar sem umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar festi niður á gangbraut við Laugardalshöll í gær voru fljótlega í kjölfarið fjar- lægðir af lögreglu. Dagur B. Eggertsson borgar- fulltrúi segir ástæðuna hafa verið samskiptaleysi Reykjavíkurborgar og lögreglu. Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, sagðist ekki hafa fengið betri upplýsingar frá borg- inni en svo að plankarnir voru fjar- lægðir. - nej Misskilningur í Reykjavík: Litríkir plankar fjarlægðir í gær LITAPLANKAR Borgin setti upp planka sem lögreglan fjarlægði. MYND/DANÍEL Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI IÐNAÐUR Reykjavík Geo- thermal hefur samið við ríkisstjórn Eþíópíu um byggingu og rekstur allt að 1.000 megavatta jarð- varmaorkuvers á háhita- svæði Corbetti-öskjunnar í Suður-Eþíópíu. Gert er ráð fyrir að virkjað verði í tveimur 500 megavatta áföngum. Fram kemur í tilkynningu Reykjavík Geothermal að áætl- uð fjárfesting verkefnisins sé um 500 milljarðar íslenskra króna. Fyrirtækið, sem er íslensk-banda- rískt og starfar á sviði jarðvarma- nýtingar, er sagt hafa unnið síðast- liðin tvö ár að orkusölusamningi við Landsvirkjun Eþíópíu (EEPCO) og ýmis þarlend ráðuneyti. „Corbetti er virk eldstöð með svipaða öskju og víða finnst á Íslandi. Íslenskir og eþíópískir jarðvísindamenn sem hafa rann- sakað svæðið ítarlega telja Corb- etti vera eitt besta jarðhitasvæði heims til framleiðslu raforku,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu 10 megavött raforkuvinnslunnar verða framleidd árið 2015 og 100 megavött ári síðar. Áætlað er að 500 megavatta jarðorkuver verði komið í fullan rekstur árið 2018. Í sameigin legri frét ta - tilkynningu EEPCO og Reykjavík Geothermal segir dr. Michael Debrets- ion, aðstoðarforsætis- ráðherra og stjórnar- formaður EEPCO, mjög ánægjulegt að tilkynna „þetta sögulega samkomu- lag“ við Reykjavík Geo- thermal. „Þetta er mikilvægt skref fyrir EEPCO í átt að þeirri framtíðarsýn fyrirtækisins að verða leiðandi í orkuöflun og orku- útflutningi í Austur-Afríku,“ segir hann. „Við teljum Eþíópíu hafa yfir að ráða 10.000 megavöttum af óbeisluðum jarðvarma, sem veitir stöðugt grunnafl og fellur vel að yfir 50.000 megavöttum af virkj- anlegu vatnsafli landsins.“ Þá er haft eftir Guðmundi Þór- oddssyni, forstjóra Reykjavík Geothermal, að með Corbetti- jarðorkuverkefninu verði Eþíópía leiðtogi í uppbyggingu jarðvarma í heiminum. „Eþíópía hefur nokkur af bestu háhitasvæðum heims. Corbetti- jarðvarmavirkjunin verður ein sú hagkvæmasta og háþróaðasta í heiminum. Markmið okkar til langs tíma er að flytja íslenska jarðhitaþekkingu og -reynslu til Eþíópíu.“ olikr@frettabladid.is GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON VIRKT ELDFJALL Askja Corbetti-eldstöðvarinnar í Suður-Eþíópíu er sögð svipuð og víða þekkist á Íslandi. Íslenskir og eþíópískir jarðvísindamenn telja svæðið eitt það besta í heimi til framleiðslu á raforku. MYND/RG Reykjavík Geothermal landar 500 milljarða verki í Eþíópíu Ríkisstjórn Eþíópíu hefur samið við Reykjavík Geothermal um 1.000 megavatta orkukaup frá jarðvarma. Áætluð fjárfesting er um 500 milljarðar króna. Virkjað verður á svæði Corbetti-eldstöðvarinnar. Sambandsríkið Eþíópía er á svæði í norðausturhluta Afríku sem almennt er þekkt sem horn Afríku. Staðsetning landsins gagnvart Mið-Austur- löndum og Evrópu, ásamt greiðum aðgangi að helstu höfnum, ýtir undir alþjóðaviðskipti þess. Að Eþíópíu liggur Súdan í vestri, Sómalía og Djíbútí í austri, Erítrea í norðri og Kenía í suðri. Landið, sem nær yfir 1.100.000 ferkílómetra, er sambandslýðveldi níu þjóðríkja og er næstfjölmennasta ríki Afríku með yfir 94 milljónir íbúa. JARÐHITAGEYMIRINN Svona sér Reykjavík Geothermal fyrir sér að virkja jarð- varma í jarðhitageymi öskjunnar á Corbetti-svæðinu í Eþíópíu. MYND/RG Eþíópía og Corbetti-jarðhitasvæðið DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur sýknaði Vátrygginga- félag Íslands í gær en karl maður stefndi tryggingafélaginu til þess að fá óskertar bætur úr frí- tímaslysatryggingu F-plús 3 fjöl- skyldutryggingu. Maðurinn lenti í hryllilegu slysi í sumarbústað í nóvember árið 2009. Maðurinn var að vinna í sumar bústað í Árnessýslu ásamt fjölskyldu. Um nóttina féll hann ofan á grunnplötu byggingar sem tengdi sumarhúsið við ný- byggingu sem þar var verið að reisa. Upp úr grunnplötu tengi- byggingarinnar stóðu óvarin steypustyrktarjárn sem maður- inn féll á úr rúmlega þriggja metra hæð og stungust járntein- arnir víða í gegnum líkama hans. Alls gengu átta járn í gegnum manninn og þurfti að skera sjö þeirra í sundur með slípirokki, áður en unnt var að flytja hann með þyrlu af slysstað. Maðurinn er lamaður fyrir neðan brjóst af völdum slyssins og hlaut hann að auki margvíslega aðra áverka. Fátt er vitað um ástæður þess að hann féll, en sjálfur telur hann að hann hafi gengið í svefni. Í niður- stöðu dómsins segir að hann hafi drukkið áfengi um nóttina og að ölvun hans hafi haft áhrif á að slysið var. Þá var einnig litið til þess að svo maðurinn gæti fall- ið út um dyraopið þurfti hann að fara að dyrunum, taka golfpokana sem fyrir henni voru frá og opna dyrnar. Var því tryggingafélagið sýknað. - vg Maður sem féll ofan á járnteina, sem stungust í gegnum hann, tapaði fyrir héraðsdómi: Tryggingafélag sýknað vegna ölvunar HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Maðurinn tapaði vegna þess að hann var ölvaður. FÓLK Gunnar Birgisson, fyrrver- andi bæjarstjóri Kópavogs, sem gekkst undir aðgerð á Landspítal- anum eftir að hafa fengið hjarta- vírus segist í samtali við Kópa- vogsfréttir vera orðinn eldhress. „Ef læknavísindin væru ekki eins og þau eru orðin í dag þá væri ég sjálfsagt steindauður,“ segir Gunnar, sem í var settur svokall- aður bjargráður. „Hjartað í mér slær eins og Rolls Royce Turbo. Andstæðingar mínir í pólitík mega fara að vara sig.“ - hva Með bjargráð eftir aðgerð: Andstæðingar mega vara sig EFNAHAGSMÁL Framleiðsluverð lækkar um 2,8 prósent milli mán- aða. Í ágúst var vísitala fram- leiðsluverðs 197,5 stig að því er greinir á vef Hagstofunnar. Vísi- tala fyrir stóriðju lækkaði um 5,1 prósent og var í ágúst 197,3 stig. Miðað við ágúst 2012 hefur vísi- tala framleiðsluverðs lækkað um 3 prósent. - nej Tæplega 3 prósenta lækkun: Framleiðsluverð lægra í ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.