Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 104
28. september 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 60
Opnanir
13.00 Gallerí Fabúla er með formlega
opnun í dag til klukkan 17. Fabúla er lista-
mannarekið gallerí með keramikmuni,
textíl, myndverk og skarthönnun. Gallerí
Fabúla er til húsa á Geirsgötu 7, Gamal
Höfnin í Reykjavík.
14.00 Breski landslagsmálarinn Simon
Rivett opnar myndlistarsýningu í Populus
tremula. Simon, sem kemur frá New-
castle, dvelur í gestavinnustofu Gilfélags-
ins um þessar mundir. Sjá nánar á www.
simonrivett.co.uk.
15.00 Tvær sýningar opna í Listasafni
Árnesinga í dag. Sýningarnar nefnast
Hliðstæður og andstæður.
15.00 Einkasýning Valgerðar Guðlaugs-
dóttur opnar í Listasal Mosfellsbæjar,
Þverholti 2, undir heitinu Framlenging.
Kveikjan að sýningunni er smásagan Saga
handa börnum eftir Svövu Jakobsdóttur.
Upplestur
14.00 Síðasta laugardag hvers mánaðar
flytur Café Lingua sig upp í Gerðubergs-
safn. Rithöfundarnir Mazen Maarouf, sem
er frá Palestínu, og Juan Roman, sem
kemur frá Kólumbíu, spjalla um 1001
nótt.
Málþing
11.00 Málþing Reykjavíkur Akademíunnar
fer fram í dag frá klukkan 11 til 15 í sal
Reykjavíkur Akademíunnar í JL-Húsinu
Hringbraut 121. Njörður Sigurjónsson,
Viðar Halldórsson, Margrét Elísabet Ólafs-
dóttir og Þorgerður Þorvaldsdóttir munu
kynna rannsóknir sínar, ræða kenninga-
legar undistöður og aðferðafræðilega
nálgun.
Tónlist
16.00 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
mezzósópran og gítarleikarinn Francisco
Javier Jáuregui halda útgáfutónleika í dag
í tilefni útgáfu geislaplötunnar English
and Scottish Romantic Songs for Voice
and Guitar.
22.00 KK og Maggi Eiríks leika og
syngja á Café Rosenberg í kvöld.
Aðgangseyrir er 2000 krónur.
Fyrirlestrar
11.00 Málþing Reykjavíkur Akademí-
unnar fer fram í dag á milli 11 og 15 í sal
Reykjavíkur Akademíunnar í JL-Húsinu
Hringbraut 121. Almennt skráningargjald
krónur 2.500. Skráningargjald fyrir félaga
í RA krónur 1.500.
LAUGARDAGUR
28. SEPTEMBER
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
SUNNUDAGUR
29. SEPTEMBER
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
Félagsvist
14.00 Spilað verður félagsvist í Breiðfirð-
ingabúð Faxafeni 14. Allir velkomnir.
Kvikmyndir
15.00 Ljóshærð og ástfangin, Lásky jedné
plavovlásky, tékknesk kvikmynd frá árinu
1965 er sýnd í MÍR salnum, Hverfisgötu
105. Leikstjóri Milos Forman. Enskur
texti. Aðgangur ókeypis.
Dansleikir
20.00 Dansað verður í félagsheimili eldri
borgara í Stangarhyl 4 í kvöld. Dans-
hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi.
Aðgangseyrir er 1500 krónur fyrir félags-
menn en 1.800 fyrir gesti. Allir velkomnir.
Tónlist
19.30 Sigrún Eðvaldsdóttir og félagar
leika strengjakvartetta eftir Beethoven,
Arriaga og Brahms í Norðurljósasal
Hörpu á vegum Kammermúsíkklúbbsins.
Nánar á kammer.is
Leiðsögn
15.00 Guðrún Atladóttir, sýningar-
stjóri, leiðir gesti um sýninguna Kona
málar konur Jóhanna Kristín Yngva-
dóttir Hraunfjörð í Listasafni Kópavogs,
Gerðarsafni.
Samkoma
19.00 Spilað verður bridge í Breiðfirð-
ingabúð Faxafeni 14. Allir velkomnir.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
„Við komum í nótt en töskurnar
okkar komu ekki og maðurinn minn
er að kaupa sér föt fyrir myndatök-
urnar en ég að máta föt af mömmu.
Vona bara að kjóllinn minn komi í
tæka tíð! Við erum þó með gítarinn
með okkur og nóturnar og ég með
mínar í hausnum,“ segir Guðrún
Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran
glaðlega. Hún heldur tónleika í Saln-
um í dag ásamt eiginmanni sínum,
gítarleikaranum Francisco Javier
Jáuregui. Tilefnið er nýútkominn
geisladiskur, English and Scottish
Romantic Songs for Voice and Guit-
ar, sem EMEC Discos á Spáni gefur
út og Naxos dreifir á heimsvísu.
„Á tónleikunum veljum við lög af
disknum þannig að úr verði ljóða-
flokkur,“ segir Guðrún Jóhanna.
„Við segjum sögu ungra elskenda
með sönglögum sem 19. aldar Lund-
únabúar voru gagnteknir af og síðan
skosk þjóðlög við ljóð eins og Oh, my
love is like a red, red rose og Auld
lang syne.“ Hún segir mörg ensku
laganna fyrst hafa verið flutt með
hljómsveit, en fljótlega verið gefin
út líka með gítarútsendingum og
lifað lengur meðal almennings fyrir
bragðið.
Javier leikur á óvenjulegan átta
strengja hörpugítar í Vínarstíl sem
smíðaður var fyrir hann nýlega,
eftir fyrirmynd J. G. Stauffer frá
árinu 1829. gun@frettabladid.is
Saga ungra elskenda
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og
gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui halda
tónleika í Salnum í dag klukkan fj ögur.
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
ar
a
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
s
rð
i
fe
rð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
lele
il
le
ið
ré
t
iði
tin
ga
sl
á
s
lík
u.
ík
A
th
. a
ð
ve
að
að
ge
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
re
ys
re
ys
n
f
á
n
fy
rir
v
y
ar
a.
ar
a
ar
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
55
92
4
M
55
kr. 39.950
Ljubljana - Kraká
Kraká
3. okt. – 4 nætur
Verð kr. 39.950
Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð.
Verð áður 79.900
Verðdæmi fyrir gistingu:
Kr. 24.800 í tvíbýli á hótel City í 4 nætur.
Verð fyrir einbýli kr. 34.600
Ljubljana
17. okt. – 4 nætur
Verð kr. 39.950
Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð.
Verð áður 79.900
Verðdæmi fyrir gistingu:
Kr. 24.900 í tvíbýli á hótel Park í 4 nætur.
Verð fyrir einbýli kr. 39.800
2 1FYRIR
Allra síðustu sætin. Einstakt tækifæri.
Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000
Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
TÓNLISTARPARIÐ Francisco Javier
Jáuregui gítarleikari og Guðrún Jóhanna
mezzósópran.