Fréttablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 10
15. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 HEILBRIGÐISMÁL „Sjúkdómarnir og hræðilega afleiðingar þeirra gleymast náttúrulega þegar búið er að bólusetja almennilega á land- inu,“ segir Margrét Guðnadóttir, veirufræðingur og fyrrverandi prófessor í sýklafræði, sem hefur unnið alla sína starfstíð við bólu- setningar og val á bóluefnum í sam- starfi við Landlæknisembættið. „Hér áður fyrr þekkti fólk til þessara alvarlegu sjúkdóma og var þakklátt fyrir bólusetningu enda man ég ekki eftir því að einhverjir hafi hafnað henni.“ Margrét hefur miklar áhyggjur af þeirri þróun að fleiri foreldrar virðast hafna bólusetningu sam- kvæmt nýrri skýrslu sóttvarna- læknis og segir það stórmál. „Við Íslendingar eigum gott með að verja okkur. Þeir sem mæta ekki með börnin í bólusetningu bera ábyrgð á því ef hér breiðast út sjúkdómar.“ Margrét segir mögulega ástæðu þess að foreldrar hafni bólusetn- ingum að þeir skilji ekki um hve alvarlega sjúkdóma er að ræða enda hefur þeim verið haldið niðri árum saman með bólusetningum. En á meðan sjúkdómarnir eru enn til í heiminum geti þeir borist til landsins. Margrét segir vandamálið vera skort á fræðslu. „Fólk vill gera það besta fyrir börnin sín og því tel ég að ónæg fræðsla sé vandamálið.“ Samkvæmt nýrri skýrslu sótt- varnalæknis er minnst þátttaka í tólf mánaða og fjögurra ára bólu- setningum árið 2012. Að mestu leyti er verið að bólusetja gegn sömu sjúkdómum í þessum tveimur bólusetningum. Í meðfylgjandi töflu er tilgreint hvaða sjúkdómar þetta eru og hvaða afleiðingar þeir geta haft í för með sér. erlabjorg@365.is Þeir sem ekki bólusetja bera ábyrgð á útbreiðslu sjúkdóma Veirufræðingur segir foreldra skorta fræðslu um skaðsemi sjúkdóma sem bólusett er gegn og því hafni þeir bólusetningum. Á meðan sjúkdómarnir eru enn til í heiminum geta þeir borist til Íslands. Flestir sjúkdómanna eru lífshættulegir og bráðsmitandi. Ný skýrsla frá sóttvarnalækni sýnir hátt hlutfall vanbólusettra barna. FJARSKIPTI Byggðaráð Bláskóga- byggðar segir að enginn af þétt- býlisstöðunum þremur í sveitar- félaginu séu tilgreindir í fréttum frá Símanum um þá þéttbýlisstaði landsins sem fyrirtækið ætlar að ljósnetvæða á þessu ári. Byggða- ráð beinir þeim tilmælum til Sím- ans að Laugarvatn, Reykholt og Laugarás verði ljósnetvædd eins fljótt og auðið sé. „Fullur skilningur er á því að slík vinna tekur alltaf einhvern tíma en ekki er samt hægt að una lengi við slíka mismunun á þjón- ustu við almenning í landinu að sumir fái ljósnetsþjónustu en aðrir ekki þegar um svipaðar aðstæður er að ræða,“ segir byggðaráðið. - gar Byggðaráð skorar á Símann: Vilja ljósnet í Bláskógabyggð OKTÓBER- SPRENGJA af öllum vörum 30-50 % EFNAHAGSMÁL Már Guðmundsson seðlabankastjóri sat um helgina ársfund og fund fjárhagsnefndar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. „Auk þess átti seðlabankastjóri fundi með öðrum seðlabönkum, alþjóðlegum fjármálastofn- unum, mats- fyrirtækjum og stjórnendum og starfsfólki AGS,“ segir í til- kynningu Seðlabankans. „Þá sótti seðlabankastjóri fund stýrinefnd- ar sem hann á sæti í um alþjóðleg- ar reglur um fjármagnshreyfingar og skipulagt skuldauppgjör.“ - óká Fundað í Bandaríkjunum: Var á ársfundi AGS um helgina 12% STÍFKRAMPI: Alvarleg sýking sem orsakast af bakteríu. Samkvæmt nýjustu tölum Unicef dóu 58 þúsund unga- börn úr stífk rampa árið 2010. Dánartíðni: 6,7 af hverjum 200 KÍGHÓSTI: Alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum og hefur útbreiðsla farið vaxandi síðustu tuttugu árin. 20- 40 milljónir tilfella koma upp árlega í heiminum. Dánartíðni: 1 af hverjum 200 BARNAVEIKI: Mjög alvarlegur sjúkdómur en bólusetningar hafa náð að halda honum niðri á Íslandi síðustu sextíu ár. Dánartíðni: 10 af hverjum 200 MÆNUSÓTT: Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem lagst getur á taugakerfi líkamans. 233 lömuðust af völdum mænusóttar í fyrra. Dánartíðni: 10 af hverjum 200 HAEMOPHILUS INFLUENZAE: Algengasta orsök heilahimnubólgu. Áður en byrjað var að bólusetja gegn Hib greindust um tíu íslensk börn á ári með heilahimnubólgu. Dánartíðni: 2 af hverjum 200 LÍFSHÆTTULEGIR SJÚKDÓMAR Ný skýrsla sóttvarnalæknis greinir frá því að tólf prósent tólf mánaða gamalla íslenskra barna séu ekki bólusett fyrir eft irfarandi sjúkdómum: HEIMILD: Vefur Landlæknisembættisins og Unicef. MARGRÉT GUÐNADÓTTIR Veirufræðingur segir foreldra þurfa aukna fræðslu um skaðsemi sjúkdóma sem bólusett er gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUNNARSSON Hér áður fyrr þekkti fólk til þessara alvarlegu sjúkdóma og var þakklátt fyrir bólusetningu MÁR GUÐMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.