Fréttablaðið - 15.10.2013, Side 12

Fréttablaðið - 15.10.2013, Side 12
15. október 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Á komandi vetri er hætta á ófriði í skól- um landsins. Kjarasamningar grunn- og framhaldsskólakennara verða lausir. Báðir hópar kennara hafa að undan- förnu lýst yfir óánægju með kjör sín. Fram hefur komið að verkföll kennara komi til greina. Á sama tíma er ekki að sjá að viðræður grunnskólakennara við sveitar félögin eða framhaldsskóla- kennara við ríkið séu markvissar. Það heyrist í raun afar lítið af þeim. Full ástæða er fyrir nemendur og skólaforeldra að hafa áhyggjur af verk- fallsógninni. Ætla má að við verkfall á báðum skólastigum fari nám rúmlega fjörutíu þúsund grunnskólanema og sextán þúsund framhaldsskólanema úr skorðum. Slíkt rask á vinnuumhverfi nemenda getur haft varanleg áhrif á framtíð þeirra auk neikvæðra áhrifa sem verkföll hafa á fjölskyldur og heimili. Margir foreldrar upplifðu síendurtekin kennaraverkföll í sínu námi og vilja helst að þau heyri fortíðinni til. Heimili og skóli – landssamtök for- eldra fara þess á leit við samningsaðila að þeir hafi velferð nemenda að leiðar- ljósi í viðræðum sínum og geri allt sem þeir geta til að tryggja vinnufrið í skól- um. Það er einfaldlega ekki ásættan- legt að samningaviðræður séu dregnar á langinn í einhvers konar störukeppni sem endar með verkfalli. Báðir deilu- aðilar bera mikla ábyrgð gagnvart þeim sem ekki fá sæti við borðið en geta orðið fyrir miklum skaða, börnum og ung- mennum. Foreldrar fara fram á að samn- ingsviðræðurnar verði markvissar: að kraftur verði settur í þær nú þegar, að deilumálin verði sett fram með skýr- um hætti, að uppbyggilegum aðferðum byggðum á gagnkvæmum skilningi og sveigjanleika verði beitt og að samnings- viðræðurnar fái þann forgang hjá deilu- aðilum sem þarf. Er til of mikils mælst? Að því spyrja foreldrar. Vinnufriður í skólum KJARAMÁL Ketill B. Magnússon formaður Heimilis og skóla– landssam- taka foreldra ➜ Heimili og skóli – landssam- tök foreldra fara þess á leit við samningsaðila að þeir hafi velferð nemenda að leiðarljósi í viðræðum sínum og geri allt sem þeir geti til að tryggja vinnufrið í skólum. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt ef samningaviðræður eru dregnar á langinn í einhvers konar störu- keppni sem endar með verkfalli. Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku var deilt um fjárhagsaðstoð borgarinnar við þá sem ekki geta framfleytt sér og sínum hjálparlaust. Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins lögðu þar fram tölur sem birtust í Fréttablaðinu um helgina; um að kostnaður útsvarsgreiðenda í Reykjavík við að hjálpa þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir hefur vaxið gríðarlega. Árið 2008 fóru um 52 þúsund krónur af útsvarsgreiðslum hverrar fjölskyldu í Reykjavík til fjárhagsaðstoðar en nú er sú tala komin í um 130 þúsund, á föstu verðlagi. Meirihluti Samfylkingar- innar og Bezta flokksins réttlætir þennan gífurlega kostnað með atvinnuástandinu og verðbólgu- skotinu sem kom í kjölfar hruns krónunnar. Fleiri eru án atvinnu og nauðsynjar hafa hækkað í verði. Sjálfstæðismenn benda hins vegar á að í upphafi kjörtímabils- ins hafi verið ákveðið að hækka grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar- innar mjög ríflega, eða um nærri 20 prósent. Það hafi verið mistök, vegna þess að ráðstöfunartekjur þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð séu nú svo nálægt því sem gerist hjá þeim sem vinna láglaunastörf að fólk sjái sér hreinlega ekki hag í að vinna. „Maður sér hvert stefnir. Sjötíu prósent þeirra sem fá fjárhagsað- stoð eru undir fertugu,“ sagði Áslaug María Friðriksdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Fréttablaðinu á laugardaginn. „Það er ákveðin linkind gagnvart þessu kerfi því fólk þarf ekki að inna af hendi neinar skyldur eða láta eitthvað á móti til samfélagsins til að fá fjárhagsaðstoð.“ Þótt allir eigi að geta verið sammála um að skattgreiðendur eigi að hlaupa undir bagga með þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir, má kerfið ekki verða of örlátt. Ef það er hagstæðara að þiggja fjár- hagsaðstoð, atvinnuleysisbætur eða örorkubætur en að vinna erum við augljóslega á rangri leið. Hættan er sú að jafnvel ungt fólk festist í fátæktargildru; sjái ekki tilganginn með því að leita sér að vinnu og sé dæmt til að lifa á kostnað samborgaranna. Í Ríkisútvarpinu var um helgina rætt við Vilborgu Oddsdóttur, umsjónarmann innanlandsaðstoðar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Hún benti á að þangað leituðu bótaþegar sem gjarnan væru afkom- endur öryrkja og annarra bótaþega. „Við erum að horfa á hópa sem eru af þessari þriðju kynslóð á örorkubótum eða framfærslu félags- þjónustunnar og eru fastir í því horfi. Fólk fer kannski á örorkubætur 24 ára með tvö börn og er bara þar alla sína ævi, það er enginn sem er að virkja þig, það er enginn sem sýnir áhuga á að þú breytir þínu lífi, það finnst mér ógnvænlegt,“ segir Vilborg. Þetta er rétt athugað. Það á ekki að láta það óáreitt að margar kyn- slóðir festist í þessu sama fari. Lykilorðið hér er að virkja fólk. Ýmis- legt hefur verið gert til þess en má enn gera betur. Ungt fólk þarf að sjálfsögðu að skilja að það er ekki sjálfsagt að þiggja fjárhagsaðstoð; samfélagið á að ætlast til að eitthvað komi á móti og markmiðið á að vera að allir séu í vinnu sem geta unnið. Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, er með sérkennilegustu afstöðuna í þessu máli. Hann sagði í Fréttablaðinu í gær að væri fjárhagsaðstoðin lægri en raun ber vitni myndu „óprúttnir kapítalistar“ ná að „borga þeim verst settu enn lægri laun“. Samkvæmt þessu væri leiðin til að hækka laun á vinnumarkaði væntanlega að hafa fjárhagsaðstoðina enn ríflegri. Vonandi taka fáir mark á þeirri hagfræði. Fólk má ekki festast á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga: Of örlátt kerfi Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Froða Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær fór fram sérstök umræða um „Bætt lífskjör“. Þar var Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra til svara en Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, spurði. Páll Valur vildi vita hvort Ragnheiður Elín Árnadóttir væri sammála forsvarsmönnum atvinnu- og viðskiptalífsins um mikilvægi þess að samstaða ríkti um það markmið að lífskjör á Íslandi væru sem best. Jú, Ragnheiður Elín hélt það nú. „Við þurfum að leggjast saman á árarnar,“ sagði hún, „við að greina það sem betur mætti fara og fara í að lagfæra það“. Yfir þessu gladdist Páll Valur. „Það er bara gott ef við stöndum öll saman um þetta,“ sagði hann. Þetta var sem sagt mjög pródúktíft samtal hjá þeim kollegum. Opinber þjónusta Ragnheiður Elín sagði líka þetta: „Opinber þjónusta heitir opinber þjónusta vegna þess að það er þjónusta sem hið opinbera veitir borgurunum.“ Skyldi einhver hafa velkst í vafa. Hreinlegra að hætta Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður, hnýtir á bloggsíðu sinni í framsóknarmenn úr Norðvestur- kjördæmi, sem hafi í stjórn- málaályktun sinni lagst gegn ýmsu því sem sitjandi ríkisstjórn stefnir að, svo sem lækkun skatta, niðurskurði til menntakerfisins, einkavæðingu vegaframkvæmda og virkjanaframkvæmda sem ganga á náttúruna. „Það hefði líklega verið hreinlegra og sársaukaminna fyrir framsóknarmenn í NV-kjördæmi að segja skilið við Framsóknarflokkinn en tæta stefnu hans svona niður,“ segir Björn Valur, sem veit vel hvað hann er að tala um, enda var hann sjálfur í stjórnar- flokknum Vinstri grænum á síðasta kjörtímabili. Í þeim flokki voru meðal annars tveir þingmenn úr Norðvesturkjördæmi sem rákust þar illa– Jón Bjarnason og Ásmundur Einar Daðason. Þeir sögðu báðir skilið við Björn Val og félaga. stigur@frettabladid.is ÞÚ ÁTT ÞAÐ SKILIÐ – NJÓTTU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.