Fréttablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 16
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir LEIÐRÉTTING Í greininni „Mikilvægt að tengja rétt“ í sérblaðinu „Rafgeymar og vatns- kassar“ sem fylgdi Fréttablaðinu 12. október var leiðinleg villa. Í síðasta liðnum á að standa: Þegar kaplarnir eru aftengdir er það gert í öfugri röð miðað við hvernig þeir voru tengdir. Fyrst skal aftengja klemmuna á mínusskauti tóma rafgeymisins, síðan mínus á fulla raf- geyminum, þá plús á fulla rafgeyminum og að lokum plús á tóma raf- geyminum. Yfirleitt er von á inflúensunni upp úr áramótum en þó getur hún komið hvenær sem er og allt eins í nóvem- ber eða desember,“ segir Þórólfur Guðna- son, yfirlæknir sóttvarna hjá Embætti land- læknis. Þórólfur segir bóluefni gegn árlegri inflú- ensu vera komið til landsins og almenna bólusetningu vera í höndum heilsugæsl- unnar, auk þess sem bólusett er á sjúkra- stofnunum og í ýmsum fyrirtækjum. „Bóluefnið inniheldur vörn gegn svína- inflúensunni sem gekk hér 2009/2010 og að auki vörn gegn inflúensu af stofni H3N2 og inflúensu B. Bólusetning veitir allt að 60 til 70 prósenta vörn gegn sjúkdómnum og jafnvel þótt bólusettur einstaklingur fái inflúensu eru allar líkur á að sjúkdómurinn verði vægari en ef hann væri óbólusettur,“ segir Þórólfur um inflúensuna, sem getur reynst áhættuhópum og eldri einstakling- um alvarleg og jafnvel lífshættuleg. „Inflúensan er oftast nær verri en veiru- sýkingar sem valda umgangspestum. Hún er líka óútreiknanlegri og fólk fær hana mun hastarlegar, ekki síst eldra fólk og ein- staklingar sem tilheyra áhættuhópum,“ útskýrir Þórólfur. Áhættuhópar njóta forgangs við bólu- setningu og þeir sem orðnir eru sextíu ára og eldri eru hvattir til að láta bólusetja sig. Vakin er athygli á að eftirtaldir áhættuhóp- ar eiga rétt á bóluefninu sér að kostnaðar- lausu. „Við mælumst til að eftirtaldir áhættu- hópar njóti forgangs við inflúensubólusetn- ingar: allir einstaklingar 60 ára og eldri, öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóm- um, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Einnig þungaðar konur og heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að framan,“ útskýrir Þórólfur. Hann segir inflúensuna mismunandi á milli ára. „Eins og undanfarin ár er ekki nákvæmlega vitað hvaða tegund inflúensu mun herja á landsmenn veturinn 2013 til 2014. Þá er ekki heldur vitað fyrir fram hversu öflugt bóluefnið er en á hverju ári er búið til nýtt bóluefni þar sem spáð er fyrir um hvernig það muni takast á við flensuna. Stundum passar það ágætlega og stundum ekki eins vel.“ Að sögn Þórólfs geta allar bólusetningar valdið óþægindum. „Inflúensubólusetning getur valdið roða, þrota, eymslum og jafnvel smá slappleika en þau einkenni eru ekkert í samanburði við það sem inflúensan veldur sjálf. Því má heldur ekki gleyma að nú er mikið um hvers kyns umgangspestir og því auðvelt að kenna bólusetningunni um. Hið rétta er að inflúensubólusetningin veldur hvorki alvarlegum veikindum né háum hita.“ INFLÚENSAN ER ÓÚTREIKNANLEG BÓLUSETNING Árleg inflúensa er ekki enn komin til landsins en gæti senn látið á sér kræla. Því er nú rétti tíminn til að fá bólusetningu við flensunni. FLENSUSPRAUTA Bólusetning gegn inflúensu veitir allt að 70 prósenta vörn gegn sjúkdómnum. Algengur misskilningur er að aukaverkanir hennar séu meðal annars alvarleg veikindi og hár hiti. ÞÓRÓLFUR GUÐNASON yfirlæknir sóttvarna hjá Embætti landlæknis. Félagasambönd víða um land eru öfl- ug hvað tækjakaup fyrir heilbrigðis- stofnanir bstðst. Á dögunum gaf Soroptimistaklúbbur Austurlands fæðingardeildinni á Heilbrigðisstofn- un Austurlands hjartasírita (moni- tor) að gjöf. Verðmæti gjafarinnar er 2,1 milljón króna. Tilefni þessarar rausnarlegu gjafar er tíu ára afmæli Soroptimistaklúbbsins. Tækið eyk- ur öryggi í þjónustu fæðingardeild- arinnar, enda var sá búnaður sem fæðingardeildin átti fyrir úreltur. Síritinn er notaður fyrir og í fæð- ingu til að fylgjast með hjartslætti barns og tíðni samdrátta hjá móð- ur. Þessi síriti mælir einnig hjart- slátt tvíbura og móður. Hann hefur einnig möguleika á þráðlausri stöð sem gerir konum kleift að hreyfa sig á meðan á fæðingu stendur og er því til stóraukinna þæginda fyrir konur. Fæðingardeild HSA í Neskaupstað er eina fæðingardeildin á Austur- landi en með gjöfinni vilja soroptim- istar bæta aðstöðu kvenna til fæð- inga á svæðinu. Soroptimistaklúbbur Austurlands var stofnaður í september árið 2003 af konum á Fljótsdalshéraði, Seyðis- firði og Borgarfirði eystra. Klúbb- urinn er hluti af alþjóðasamtökum soroptimista fyrir konur í stjórnum og öðrum sérhæfðum störfum. Átj- án klúbbar eru starfræktir víða um land. GÁFU HJARTASÍRITA GÓÐ GJÖF Lukka Gissurar- dóttir, ljós- móðir í Soropt- imistaklúbbi Austurlands, ásamt Oddnýju Bjarnadóttur og Jónínu Salnýju Guðmundsdóttur ljósmæðrum og Maríu Ósk Krist- mundsdóttur á fæðingardeild HSA við afhend- ingu tækisins. Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Heilsu Qigong 5 helstu ástæður þess að iðka qigong Qigong (borið fram “tsí-gong”) er yfir 5.000 ára gamalt æfingakerfi í heilsurækt þarsem saman fer qi, sem merkir “lífskraftur”, og gong, sem merkir “nákvæmar æfingar”. 1. Aukin vellíðan og lífsþróttur Minnkar blóðþrýsting, bætir hjarts- og æðastarfsemi, jafnar hjartsláttartíðni og minnkar kólesteról. 2. Dregur úr þrálátum sársauka Með hjálp sjónar og stjórn hugar og líkama getur þú dregið úr þrálátum sársauka frá liðagigt. 3. Betra blóðstreymi Með sérstökum öndunaræfingum getur þú aukið súrefnisflæði í líkamanum. 4. Dregur úr spennu Með því að minnka viðbrögð við spennuvekjandi álagi. Hjálpar gegn þráhyggu- og áráttuhegðun, þunglyndi og kvíða og persónuleikaeinkennum af A-gerð. 5. Byggir upp sjálfsvirðingu Með því að leyfa þér að líða vel og þægilega. Skráning í síma 553 8282 Hlaðið næringefnum og orku fyrir frumurnar Eykur blóðflæði og súrefnismettun í blóðinu um allan líkama og gefur vernd gegn ótímabærri öldrun í frumum. Brokkoli inniheldur Sulforahane og rauðrófur innihalda Nitric Oxide. Styrkir ónæmiskerfið, heilsubætandi og hreinsar frumurnar. Gefur mikla orku, eykur enduheimt, getu og úthald. Gefur langa blóðsykurjöfnun og vellíðan. INNIHALD ER 50%: BROKKOLI OG RAUÐRÓFUR + GULRÆTUR, SPÍNAT, KÁL, STEINSELJA Orkuskot náttúrunnar Inntaka 30 mín fyrir æfingar eða vinnu – mikill upptaka á næringaefnum. 40 daga skammtur. Fæst í helstu heilsubúðum, Lyfju, Hagkaup og Krónunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.