Fréttablaðið - 15.10.2013, Síða 22
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 20134
KLASSÍSKUR JÓLABÚÐINGUR
680 g rúsínur
220 g kúrennur
220 g blandað þurrkað ávaxtahýði
340 g brauðrasp
340 g mör
8 þeytt egg
1 vínglas koníak
Blandið öllu saman og
þrýstið blöndunni í smurt
mót. Vefjið hveitidrifnu
viskustykki um mótið
og bindið vel fyrir.
Sjóðið í fimm til sex
tíma. Geymið fram
að þeim tíma sem á
að borða búðinginn,
sumum þykir betra að
geyma hann í margar
vikur til að auka bragðið. Þá
er hann settur ofan í sjóðandi
vatn og soðinn í tvo tíma. Áður en
búðingurinn er borinn fram er koníaki hellt yfir hann og kveikt í.
Þættirnir Downton Abbey gefa góða innsýn inn í líf hefðarfólks og þjóna þess á fyrri hluta tutt-
ugustu aldar. Framleiðendur þáttanna
reyna að líkja sem mest eftir raunveru-
leikanum bæði í umhverfi, klæðnaði og
ekki síst þeim mat sem borinn er fram,
hvort sem er hvunndags eða á hátíðis-
dögum.
Hefðarsetrið Downton Abbey er
glæsilegt um jólatímann þökk sé
bandarískum áhrifum lafði Coru. Risa-
stórt jólatré prýðir aðalsalinn, skreytt
frá toppi til táar. Mistilteinninn hang-
ir á áberandi stað og kristþyrni er víða
að sjá. Sokkar hanga á arinhillunni og
eldurinn snarkar í arninum.
Kokkurinn, fröken Patmore, eldar
veislumáltíð úr hráefnum sem fást í
nærumhverfinu, mjólkurvörum, græn-
meti og kjöti frá bændum og villibráð
úr skógum. Allt er heimagert af Pat-
more og Daisy, allt frá súru gúrkunum
að koníakssmjörinu. Allir fá sama mat-
inn á jóladag, bæði þjónar og fyrir fólk.
Raunar borðar starfsfólkið í hádeginu
svo það geti þjónað til borðs um kvöld-
ið.
Líklegt er að lafði Mary hlakki mest
til reykta laxins á brauði í forrétt en
bæði Carson og Lord Grantham eru
meira fyrir nautasteikina sem borin
er fram með söltuðu og smjörsteiktu
grænmeti. Kalkúnn verður einnig á
boðstólum, auk kaldrar svínaskinku og
kjúklings. Jólabúðingurinn er ómiss-
andi en hér að finna uppskrift að slík-
um.
Raunverulegar glæsimáltíðir
Allur matur sem leikarar leggja sér til
munns í Downton Abbey er raunveru-
legur. Sú sem stendur að baki matn-
um sem sést á skjánum er matarstílist-
inn Lisa Heathcote. Í nýlegri bók eftir
Emmu Rowley, sem kallast „Behind the
Scenes at Downton Abbey“, lýsir Heath-
cote hve langt er gengið til að töfra fram
glæsilegar máltíðir.
Heathcote styðst við uppskrift-
ir úr klassískri matreiðslubók sem
heitir „Mrs Beeton‘s Book Of House-
hold Management“ við matreiðslu
fyrir þættina. Hún leggur mikið upp úr
að framsetning réttanna sé lík þeirri
sem tíðkaðist á fyrri tímum. Þannig
eru fætur alltaf á fiðurfé sem borið er
á borð og ávaxtabúðingar eru líkastir
ætu listaverki.
Þar sem langan tíma tekur að taka
upp hverja senu þarf að elda mun meira
af mat en hver leikari getur torgað. Hit-
inn frá ljósunum gerir það að verkum
að maturinn verður heldur ókræsileg-
ur og því þarf að skipta honum út reglu-
lega. Eitt sinn útbjó Heathcote til níutíu
litla hlauprétti fyrir einn kvöldverð og
ef Crawley-fjölskyldan fær
lambakótilettur í kvöld-
mat eru eldaðar áttatíu
slíkar.
Með sanni má segja
að á hor fendu r séu
heillaðir af matargerð-
inni í Downton og fjöl-
mörgum bloggsíðum
er haldið úti um við-
fangsefnið. Ein þeirra
er www.downtonab-
beycooks.com sem
Pamela Foster, kan-
adískur matarsagn-
f ræði ng u r, held-
ur úti en þar birtir
hún uppskriftir sem
eru klassískar fyrir
þetta tímabil. Þá
hefur Emily Ansara
Baines gefið út mat-
reiðslubókina „The
Unofficial Downton
Abbey Cookbook“
þar sem er að finna
f jölmargar upp-
skriftir.
Jól á ensku hefðarsetri
Jólin eru annasamur tími fyrir fröken Patmore og aðstoðarfólk hennar í eldhúsinu á hefðarsetrinu Downton Abbey. Þó ekki síður
fyrir alvöru kokkana sem útbúa matinn sem leikararnir gæða sér á í tökum á þessum vinsælu þáttum.
Fröken Patmore og starfsfólkið í eldhúsi Downton Abbey hefur í nógu að snúast um jólin.
Á ÖÐRU HVERJU HLAÐBORÐI
Kryddsíld er algengur jólaforréttur á
norðurslóðum, sem er kannski ekki að
undra enda norsk-íslenski síldarstofn-
inn stærsti síldarstofn sem um getur
og því aðgengilegur kostur. Síldin er
sett í lög og getur hann verið marg-
víslegur. Jólalegar útgáfur innihalda
gjarnan appelsínur, negulnagla,
sítrónu og kanil. Lögurinn er ýmist
úr majonesgrunni eða tær. Hér fylgir
klassísk uppskrift.
Tómatsíld
6 flök saltsíld
2 dl edik
1 dl sykur
1 dl tómatþykkni
6 negulnaglar
6 piparkorn
3 lárviðarlauf
1½ sýrð gúrka
1 lítill laukur
Leggið saltsíldarflökin í mjólk og
látið standa í kæli í sólarhring. Skolið
flökin, þerrið og skerið í bita. Setjið
edik, sykur, tómatþykkni, sýrða gúrku
og lauk í matvinnsluvél og maukið.
Bætið negulnöglum, piparkornum, síld
og lárviðarlaufi út í maukið. Geymið
í lokuðu íláti
í tvo til þrjá
daga áður en
borið er fram.