Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2013, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 15.10.2013, Qupperneq 38
15. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 18 LEIKLIST ★★ ★★★ Sek eftir Hrafnhildi Hagalín hjá Leikfélagi Akureyrar LEIKSTJÓRI: INGIBJÖRG HULD HAR- ALDSDÓTTIR. LEIKARAR: AÐALBJÖRG ÁRNADÓTTIR, HANNES ÓLI ÁGÚSTSSON, HILMIR JENSSON, ÞRÁINN KARLSSON, EMBLA BJÖRK JÓNSDÓTTIR OG SÆRÚN ELMA JAKOBS- DÓTTIR. LEIKMYND OG BÚNINGAR: STELLA ÖNNUDÓTTIR SIGURGEIRS- DÓTTIR. LÝSING: JÓHANN BJARNI PÁLMASON. TÓNLIST: ÞORVALDUR ÖRN DAVÍÐSSON. Loftið í sal Samkomuhússins á Akureyri er mettað leikhúsreyk þegar áhorfendur ganga til sætis, en á sviði grillir í fáeinar kyrr- stæðar mannverur í rökkrinu. Brátt taka þær til máls og fara að rifja upp sögu sína. Líkast til er þó fullmikið sagt að þær rifji hana upp; það sem þær bera á borð fyrir okkur eru slitur eða brot sem smám saman raðast upp í stærri mynd, aldrei þó verulega skýra. Það birt- ir heldur aldrei til neinna muna á sviðinu, þokunni léttir aldrei, en í baksýn sér í formlaust hrófatild- ur, veggmynd sem er stundum lýst fagurlega, og mun eiga að tákna þau hrörlegu híbýli sem fólk þetta hafðist við í á meðan það lifði hér í táradalnum, nöturlegt hlutskipti þess við fátæktarbasl og lánleysi. Sagan er tekin úr heimildum; hún gerðist norður á Sléttu, á fyrri hluta nítjándu aldar, og snýst um fjölskylduharmleik: hórdómsbrot, nauðgun, réttarhöld, upplausn fjöl- skyldu, Brimarhólmsdóm. Sjarmer- andi en æði varasamur vinnumað- ur kemur á bæinn, lítið heiðarbýli svona eins og þau sem Jón Trausti gerði ódauðleg í bókmenntunum. Maðurinn er hreinasti graðnagli, gæddur dýrslegu aðdráttarafli, og vart að sökum að spyrja hvernig fer: hann dregur húsmóðurina á tálar, nauðgar síðan barnungri dóttur hjónanna, þegar færi gefst. Yfirvöld eru kölluð til, réttur sett- ur og að lokum er fólkinu tvístrað, lífi þess rústað. Þó kemst það aldrei hvert frá öðru, burt úr sögunni, heldur sveimar áfram í þokunni sem nú er eins víst að sé af öðrum heimi, þoka hugans eða jafnvel astral planið sjálft. Kannski hefur því hægt eitthvað við að rekja raun- ir sínar í listrænum búningi Hrafn- hildar Hagalín á sviði Leikfélags Akureyrar. Aðalgallinn við þetta verk Hrafn- hildar er sá að það skortir mark- vissa byggingu, eitthvert innra burðarvirki sem heldur því saman – og heldur okkur áhorfendunum við efnið. Þó að tilvist persónanna sé stefnulaus og myndin af harm- leik þeirra máð og slitin, merkir það ekki að höfundur geti leyft sér að endurskapa það stefnuleysi ein- faldlega á sviðinu. Öðru nær: kjósi hann ekki að styðjast við „línu- lega“ frásögn – sem mér skilst að sumt leikhúsfólk hér á landi álíti mjög gamaldags – verður hann að finna aðra listræna leið, rétt eins og leikskáld á borð við Samuel Beckett eða Jon Fosse hafa gert á sínum leikvöllum, sem manni varð hér stundum hugsað til. Það dugir ekki að leggja persónum til skáld- legt orðfæri, ljóðrænt og á köfl- um kjarnyrt gamalt sveitamál, og láta þær síðan tala eða öllu heldur kallast á, án nokkurrar tilbreyt- ingar, út í tómið; meira þarf til að fá okkur til að una heila klukku- stund í félagsskap þeirra í leikhúsi. Nokkrir dagar geta verið langur tími í pólitík, er stundum sagt; á sama hátt getur einn klukkutími orðið óhemju langur í leikhúsinu. Og þessi klukkutími var óneitan- lega orðinn býsna langur, um það er lauk. Leikendur og leikstjóri eru ekki öfundsverðir af því að eiga að blása einhvers konar lífi í þennan ein- kennilega texta, enda varð þeim lítt ágengt við það. Textameðferð- in varð hástemmd og eintóna, eink- um hjá þeim Aðalbjörgu Árnadótt- ur og Hannesi Óla Sigurðssyni sem hvað mest mæðir á í hlutverkum hjónanna; það var helst að Þráni Karlssyni tækist af margreyndri kunnáttu að ljá orðum sínum lif- andi blæ. Hjá Aðalbjörgu gætti greinilegrar raddþreytu strax í upphafi, sem er út af fyrir sig skilj- anlegt eftir að hafa þurft að nánast hrópa þetta út í loftið vikum saman; Hannes Óli átti hins vegar til að höggva setningarnar mjög undar- lega í sundur, svo að um kæk virt- ist orðið að ræða hjá honum, heldur óskemmtilegan. Við hvoru tveggja hefði leikstjóri þurft að bregðast með einhverjum hætti. Aðalbjörg þyrfti þó trúlega að leita til radd- þjálfa með sitt vandamál. Með ásjálegri ljósahönnun í sam- spili við myndræna litun og teikn- ingu, baksvið og stöður leikfólks- ins, tókst hér vissulega að seiða fram fallegan dularblæ á sviðinu. Mér kæmi þó mjög á óvart hafi ég verið einn áhorfenda um að freist- ast til að leggja saman loðin tvö, þegar á leið, og reyna að einbeita mér að því að hlusta á textann. Á sviðinu var hvort eð er ekkert að gerast sem maður þurfti að fylgj- ast með; þetta hefði eins getað verið útvarpsleikrit. Eða miðilsfundur – með slitróttu sambandi. Að lokum ein spurning: er ekki svolítið skrýtið að vera með báru- járn í baksviðsmyndinni? Bárujárn kom hér ekki til sögunnar fyrr en á ofanverðri nítjándu öld, löngu eftir að þessi saga gerðist. En sjálfsagt er smásmygli að vera að fara fram á slíka nákvæmni við leikmynda- teiknarann. Jón Viðar Jónsson NIÐURSTAÐA: Doðalegur leikur um ástir og örlög í íslenskum sveitabæ á nítjándu öld sem nær aldrei að hrífa eða vekja áhuga. Drungi á astralplaninu SEK „Aðal-gallinn við þetta verk Hrafnhildar er sá að það skortir markvissa byggingu, eitthvert innra burðar- virki sem heldur því saman,“ segir Jón Viðar. Láttu hjartað ráða „Himneskir lífrænir gosdrykkir úr fyrsta okks hráefni og allir í fjölskyldunni nna eitthvað við sitt hæ.“ MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.