Fréttablaðið - 19.11.2013, Blaðsíða 2
19. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
VÍSINDI Þrír af hverjum fjórum
vilja heldur fá slæmar fréttir
fyrst og svo góðar fréttir, sam-
kvæmt rannsókn sem vitnað er til
á vef National Geographic.
Þeir sem vita að þeir munu fá
bæði góðar og slæmar fréttir
vilja því heldur fá þær slæmu
fyrst og enda á góðu fréttunum.
Þessu er öfugt farið með þá
sem segja fréttirnar. Nærri sjö af
hverjum tíu kjósa heldur að segja
góðu fréttirnar fyrst, samkvæmt
rannsókninni. - bj
Góðar fréttir og slæmar:
Vilja fá slæmu
fréttirnar fyrst
MENNING „Það ættu allir að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi,“
segir Gauti Jóhannesson, sveit-
arstjóri á Djúpavogi, þar sem
fólki gefst nú kostur á að eignast
bækur og tímarit frá bókasafni
bæjarins.
„Við eigum tvö eintök af sumu
og annað er úr sér gengið og
hefur ekki hreyfst lengi. Við
tökum þann kostinn vegna pláss-
leysis að bjóða fólki að renna í
gegn um safnið og það má eiga
það sem því líst á,“ segir Gauti.
Bókunum og blöðunum var
komið fyrir í löndunarhúsinu 7.
nóvember. Markaðinum lýkur á
föstudaginn. Gauti segir að fram-
takinu hafa verið tekið mjög vel.
„Þarna er margt mjög for-
vitnilegt og margir hafa komið
og haft gaman af að renna í gegn
um úrvalið. Þarna eru til dæmis
gamlir árgangar af hinum og
þessum tímaritum,“ segir Gauti
sem sjálfur náði sér einmitt í
innbundinn árgang af tímaritinu
Skírni. „Ég hafði mjög gaman af
því. Ég held að hann sé frá því rétt
fyrir nítján hundruð.“
Aðspurður kveðst Gauti ekki ótt-
ast að bærinn sé að gefa frá sér ein-
hverjar gersemar. „Nei, starfsfólk
bókasafnsins er náttúrlega búið að
fara í gegn um þetta. Það sem menn
litu á sem gersemar hér í eina tíð
er bara orðið fyrir núna,“ segir
sveitarstjórinn sem kveður bóka-
safnið hreinlega hafa verið búið að
sprengja utan af sér húsnæðið.
Gauti segist ekki vita hversu
mikið af bókum og blöðum hafi
verið í boði í löndunarhúsinu. „En
þetta fyllti nokkur fiskikör,“ segir
hann til að gefa hugmynd um
magnið.
Það sem ekki verður gengið út
á föstudaginn á ekki afturkvæmt
í bókasafnið. „Það er synd að
þurfa að farga þessu. En ef fólk
vill ekki þiggja þetta að gjöf þá
er eftirspurnin bara ekki meiri
en raun ber vitni,“ segir Gauti
sem á von á að afganginum verði
pakkað og hann sendur í endur-
vinnslu.
„En ef einhver lesandi vill eiga
safnið, þá er mönnum það frjálst
og sársaukalaust fyrir okkur að
senda þetta eitthvert – ef menn
borga undir það.“
gar@frettabladid.is
Gefa Djúpavogsbúum
úr yfirfullu bókasafni
Djúpavogsbúar geta nú eignast bækur og blöð frá bókasafni bæjarins sem er löngu
sprungið. Afganginum af því sem var grisjað frá verður fargað – nema einhver vilji
láta senda sér það, segir sveitarstjórinn sem sjálfur nældi í innbundinn Skírni.
GAUTI JÓHANNESSON Sveitarstjórinn á Djúpavogi er ánægður með innbundinn
árgang af tímaritinu Skírni frá nítjándu öld sem hann fann á bóka- og blaðamark-
aðnum í löndunarhúsinu. MYND/ÓLAFUR BJÖRNSSON
LÖGREGLAN Frá árinu 2002 hafa
alls 302 kærur verið lagðar fram
vegna starfa lögreglunnar en ein-
göngu sextán ákærur gefnar út.
Samtals 274 málum hefur verið
vísað frá, rannsókn máls hætt,
mál fellt niður að lokinni rann-
sókn eða fallið frá saksókn. Tólf
mál eru óafgreidd. Flest málin
tengjast handtökum en einn-
ig öðrum atvikum svo sem leit,
umferðarlagabrotum og fjár-
drætti.
Þetta kom fram í svari Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur innanríkis-
ráðherra við fyrirspurn Svandís-
ar Svavarsdóttur um kvartanir
og athugasemdir við störf lög-
reglunnar.
Svandís spurði einnig um leið-
ir sem fólk geti farið til að leita
réttar síns telji það lögreglu hafa
brotið á sér eða öðrum með störf-
um sínum. Það er ríkissaksóknari
sem rannsakar kærur á hendur
lögreglu. Einstaklingur sem vill
leggja fram kvörtun, gera athuga-
semdir eða leita réttar síns getur
á næstu lögreglustöð látið taka af
sér skýrslu sem lögreglan skráir.
- ebg
Flestar kærur vegna starfa lögreglunnar tengjast handtökum:
Fáar kærur verða að dómsmáli
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
BÆKUR Glæpasagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir
hefur gert samning við sænsku umboðsskrifstofuna
Salomonsson. Um fjörutíu rithöfundar frá Skandi-
navíu eru á mála hjá skrifstofunni, þar á meðal glæpa-
sagnahöfundarnir Liza Marklund, Jo Nesbø og Jens
Lapidus.
„Þau hringdu í mig og sögðust telja að ég gæti selt
meira erlendis,“ segir Yrsa, spurð út í samninginn.
Hljótt hefur verið um samninginn, sem var undirrit-
aður síðasta vor. „Mér finnst svakalega fínt að vinna
með þeim. Þau eru að gera mjög góða samninga. Þetta
er stór umboðsskrifstofa með lögfræðinga. Þetta er
harður bransi í útlöndum og maður getur ekki gert
þetta sjálfur.“ Forlagið Veröld gefur enn út bækur
Yrsu hérlendis en Salomonsson hefur núna yfirum-
sjón með öllum samningum sem Yrsa gerir við erlend
bókaforlög. Þær bækur hennar sem um ræðir eru síð-
asta bók hennar, Kuldi, og næstu bækur hennar, þar á
meðal Lygi sem kemur út í lok vikunnar.
Salomonsson hefur einnig mjög sterk tengsl inn í
Hollywood og hefur verið duglegt við að koma skandi-
navískum glæpasagnahöfundum á framfæri í kvik-
myndaborginni.
Fram undan hjá Yrsu er þátttaka í glæpasagna-
ráðstefnunni Iceland Noir sem verður haldin um
næstu helgi. Að henni lokinni tekur við kynning á
Lygi, þar sem Þóra lögmaður verður fjarri góðu
gamni. - fb
Glæpasagnahöfundur gerði samning við þekkta sænska umboðsskrifstofu:
Yrsa samdi við Salomonsson
YRSA SIGURÐARDÓTTIR Glæpasagnahöfundurinn hefur gert
samning við sænsku umboðsskrifstofuna Salomonsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HANNA BIRNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
Það sem menn litu á
sem gersemar hér í eina tíð
er bara orðið fyrir núna.
VEÐUR Sannkallað vetrarveður hefur sett svip sinn á höfuðborgar-
svæðið að undanförnu en töluverð snjókoma hefur gert vart við sig.
Umferð hefur gengið nokkuð þægilega fyrir sig en mikil hálka er á
götum.
Gera má ráð fyrir að hitastigið verði í kringum frostmark næstu
daga en ætti að hlýna örlítið á fimmtudeginum og jafnvel fram á
föstudag. Nokkurt hvassviðri verður á norðurströndinni í lok vikunn-
ar og frystir víðast hvar um landið. Gera má ráð fyrir töluverðu frosti
um land allt næstu helgi. Léttskýjað verður og lítil úrkoma. - sáp
Vetur konungur er mættur á höfuðborgarsvæðið:
Frosthörkur á leiðinni
GAMAN Í SNJÓNUM Þessir guttar í Keflavík voru greinilega hæstánægðir með snjó-
inn þar í bæ. Engu að síður voru björgunarsveitir kallaðar þar út í gærmorgun vegna
slæmrar færðar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FRAKKLAND Lögreglan í París
leitaði í gær að manni sem hafði
gert skotárásir á tveimur stöðum í
borginni fyrr um daginn og tekið
mann í gíslingu.
Lögregla staðfesti að sami
maður væri alls staðar að verki, en
hann réðst einnig vopnaður inn á
skrifstofur fjölmiðils á föstudag-
inn var. Ekki var vitað hver mað-
urinn er eða hvert tilefni árásanna
var. Hann réðst í gærmorgun inn á
skrifstofur dagblaðsins Liberation
og særði þar alvarlega aðstoðar-
mann ljósmyndara. Um tveimur
stundum síðar hleypti hann af
skotum fyrir utan höfuðstöðvar
bankans Societé Generale. - gb
Skotárás á tveimur stöðum:
Byssumanns
leitað í París
STJÓRNMÁL Þorbjörg Helga Vig-
fúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, er ekki búin að
ákveða hvort hún taki sæti á lista
flokksins fyrir komandi borgar-
stjórnarkosningar.
Hún sóttist eftir fyrsta sæti á
lista sjálfstæðismanna en hafn-
aði í því fjórða. Þorbjörg sagðist
í gær ekki vera búin að ákveða
hvort hún tæki sæti á lista flokks-
ins. Það myndi skýrast á næstu
dögum.
Formaður Landssambands
sjálfstæðiskvenna hefur lýst
yfir vonbrigðum með niðurstöð-
una, enda skipa karlar þrjú efstu
sætin. - hks
Listi ekki ákveðinn enn:
Þorbjörg hefur
ekki ákveðið sig
SPURNING DAGSINS
SKREYTINGAKVÖLD
BLÓMAVALS SKÚTUVOGI
20. og 21. nóvember
Miðvikudagurinn 20.nóvember / kl. 20:00-22:00
Skreytingameistarar: Díana Allansdóttir og Elísabet Halldórsdóttir
Gestaskreytarar: Hjördís Reykdal Jónsdóttir og Steinar Björgvinsson
Kynnar kvöldsins: Ásdís Ragnarsdóttir og Kristinn Einarsson
Fimmtudagurinn 21.nóvember / kl. 20:00-22:00
Skreytingameistarar: Díana, Valgerður Guðjónsd. og Jón Þröstur Ólafss.
Gestaskreytir: Vigdís Hauksdóttir
Kynnir kvöldsins: Ásdís Ragnarsdóttir og Kristinn Einarsson
Aðgangur er ókeypis - takmarkað sætaframboð.
Skráðu þig með því að senda tölvupóst á
namskeid@blomaval.is eða í síma: 525 3000.
SKRÁNING
ER HAFIN
Arnór, snerirðu lífi þínu á
haus?
„Nei, ég var frekar á hvolfi áður en
er kominn í rétta jógastöðu núna.“
Arnór Sveinsson venti sínu í kvæði kross er
hann hætti sjómennsku og lagði stund á
hugleiðslu í Taílandi og Indlandi.