Fréttablaðið - 19.11.2013, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.11.2013, Blaðsíða 21
● Fallegur ● Vélbúnaður ● Fjöðrun ● Aðgengi um afturdyr ● Erfitt að ná uppgefinni eyðslu KEMUR Á ÓVART ● Þýð og vel stillt fjöðrun ● Nákvæmt stýri og góð beinskipting ● Mikill staðalbúnaður metra. Lengst hefur á milli öxla um 6 sentimetra og hefur það aukið á aksturshæfni bílsins. Þrátt fyrir að bíllinn hafi styst hefur aftursætisrými aukist og er með því allra mesta í bílum í þessum flokki. Því fer vel um þá sem ekki ná ekki mikið lengra upp í skýin en 180 sentimetra, en þó verður að segja að einn af stærstu ókostum bílsins sé sá að erfitt er fyrir alla fullorðna að koma sér inn um aftursætis- dyrnar og í sætin. Þar klikk- aði Mazda aðeins en þetta er þó einn af fáum ókostum þessa bíls. Mazda3 er skemmtilega grimm- ur í útliti og framendanum svipar mjög til ennþá grimm- ari framenda hins gullfallega Mazda6-bíls. Heildarhönnunin er afar vel heppnuð og þarna fer því einn fallegasti, ef ekki fríð- asti bíllinn í þessum flokki. Bíll- inn er þrátt fyrir sínar sterku línur mjög straumlínulagaður og með lágan loftmótsstuðul. Góðar vélar Þegar kemur að hjarta bílsins, vélinni, kemur fátt annað upp í hugann en hrós. Hún er ekkert sérdeilis snörp en dugar bíln- um og vel það. Beinskipting- in sem er tengd við hana er með allra bestu beinskiptingum sem greinarritari hefur prófað. Það á reyndar við allar beinskipt- ingar Mazda. Það er þægilega stutt á milli gíra og gírstöngin beinlínis leikur í höndum öku- manns og honum finnst hann vera um borð í góðum sport- bíl. Það er varla of mikið upp í sig tekið, því bíllinn í heild er dálítið eins og sportbíll, með frábæra fjöðrun, sem er svo góð að leitun er að öðru eins. Bíll- inn fer fyrir vikið svo vel með ökumann að unaður er að keyra hann. Ekki þurfti að aka þess- um bíl nema einn kílómetra eða svo til að stórt bros færðist yfir andlitið og ánægjan jókst bara upp frá því. Stýringin er ná- kvæm og tilfinning fyrir vegi góð. Vélin í reynsluakstursbíln- um var 2,0 lítra bensínvél, en hann fæst einnig með 2,2 lítra mjög öflugri dísilvél. Uppgef- in eyðsla 2,0 lítra bensínvélar- innar er 5,1 lítri í blönduðum akstri. Eins og með marga aðra bíla sem greinarritari hefur reynt er svo til ógerningur að ná þessari tölu og það verður að segjast að langur vegur var frá því að sú tala næðist. Hafa verður þó í huga að þegar bíll er prófaður er sparakstur ekki efst í huga. Það er þó til efs að þessi tala myndi nást við hóf- legan akstur. Mazda minnkar ekki sprengirýmið Tilhneiging flestra bílaframleið- enda er sú að minnka sprengi- rými bíla sinna þessa dagana, en Mazda fetar ekki þá braut. Það kemur mikið á óvart að ekki stærri bíll en þetta skuli vera með vél með sprengirými upp á 2,2 lítra, en Mazda vildi greini- lega ekki bjóða kaupendum sínum upp á vélarvana bíl, heldur skemmtilegan og öflugan bíl sem valkost í þessum flokki og er það vel. Flestir bílar í þessum flokki eru með 1,6 lítra sprengirými. Með SkyActive-vélartækninni kemur stærð vélanna ekki niður á eyðslunni, þvert á móti. Bensín- vélin er 120 hestöfl, sem hljómar kannski ekki svo mikið en bíllinn er engu að síður mjög aflmikill og millihröðunin er frábær með þessari vél. Dísilvélin er hins vegar 150 hestöfl og með henni hlýtur þessi bíll að vera alger spyrnukerra, en það er seinni tíma mál að prófa hann með henni. Einn vélarkosturinn enn er 1,5 lítra og 100 hestafla bens- ínvél og má sérpanta bílinn þann- ig og spara sér 300.000 krónur. Á fínu verði Mazda3 má bæði fá í 4 og 5 dyra útfærslum. Þeir eru á sama verði. Með 2,0 lítra bensínvél- inni kostar hann 3.490.000, en með 2,2 lítra dísilvélinni 4.090.000 krónur. Með 1,5 lítra bensínvélinni er hann á 3.190.000 krónur. Þetta verð bílsins er mjög samkeppnis- hæft. Ford Focus kostar í sinni ódýrustu gerð sama og 2,0 lítra bensínbíllinn, eða 3.490.000 krónur. Volkswagen Golf kost- ar í ódýrustu útfærslu með 122 hestafla bensínvél 3.540.000 krónur. Innréttingin í Mazda3 er lagleg en slær þó ekkert út innréttingar í samkeppnisbíl- unum, sérstaklega ekki Volks- wagen Golf. Staðalbúnaður er einnig svipaður. Eftir akst- ur þessa bíls er hreinlega erf- itt að gera upp á milli þriggja bestu bílanna í þessum flokki, Mazda3, Volkswagen Golf og Ford Focus, allir góðir aksturs- bílar með svipaðan búnað og á ámóta verði. Innrétting bílsins er lagleg en slær ekki endilega út samkeppnina. Staðalbúnaður bílsins er mikill. Beinskiptingin er frábær. BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 319. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR ÖRY GGI ALLA N HRIN GINN „Grænu skrefin mín í borginni eru harðskeljadekk“ Toyo harðskeljadekk tryggja minni mengun og meira öryggi Upplýsingar í síma 590 2045 eða á www.benni.is Söluaðilar um land allt María Lovísa Árnadóttir - Markþjálfi og hönnuður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.