Fréttablaðið - 19.11.2013, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 19.11.2013, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 19. nóvember 2013 | MENNING | 25 KLÁR Í BAKSTURINN • með Dualit • F A S TU S _F _3 6. 11 .1 3 Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 - 2.hæð. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn Dualit vörurnar eru margverðlaunaðar og hafa fengið m.a. stimpilinn frá Good Housekeeping Institute. Hraðsuðuketill • 1.7l - ryðfrítt stál • Ketillinn er snúrulaus Kr. 18.648,- Handþeytari • 5 hraða stilling • Auðvelt að þrífa Kr. 16.900,- Rauðir dagar 18.-22. nóvember Geta allir lært á Netbankann? Íslandsbanki Garðabæ kl. 10.00 Íslandsbanki Hafnarfirði kl. 15.00 Kynning og kennsla á Netbankann fyrir eldri borgara. Þriðjudagur 19.11. Við bjóðum góða þjónustu Nei, aðeins unglingar Nei, aðeins Austfirðingar Nei, aðeins viðskiptafræðingar Já, það geta allir PI PA R\ TB W A · S ÍA · 1 33 21 3 Leikritið Jóreykur er annað verk höfundarins og uppistandar- ans Bergs Ebba Benediktssonar. „Verkið fjallar um hestamanninn Hallgrím Björn Þórðarson sem er fyrsti íslenski gullverðlauna- hafinn á Ólympíuleikum, en við heimkomu hans til Íslands fer af stað atburðarás sem setur íslenska þjóðarvitund í nýtt en kunnuglegt samhengi,“ segir Bergur Ebbi. Í verkinu leika Halldór Halldórs- son, Svandís Dóra Einarsdóttir, Þorbjörg Helga Dýrfjörð og Stein- þór Hróar Steinþórsson. „Við höfum enn ekki fengið nægilegt fjármagn til að tryggja uppfærslu, en vildum endilega vekja athygli á verkinu,“ útskýrir Bergur Ebbi sem setur upp leik- lestur á verkinu á miðvikudaginn klukkan átta í Tjarnarbíói. „Við viljum veita fólki tækifæri til að sjá verkið á meðan það er enn í vinnslu. Það er góð stemning í hópnum. Svandís Dóra og Þor- björg Helga eru þaulvanar leik- konur en Dóri DNA og Steindi Jr. eru þekktari úr skemmtibransan- um en með dramaspil uppi í erm- inni,“ bætir Bergur við. Aðspurður segist hann ekki vita hvort verkið sé gaman- eða harm- leikur. „Fyrst tók ég þetta svo alvarlega að ég vildi hafa það hádramatískt, en núna er mér alveg sama þó fólk telji þetta gamanleik. Líklega er það bara hvort tveggja, eins og flest í lífinu,“ segir Bergur. - ósk Dramaspil uppi í erminni Bergur Ebbi úr Mið-Íslandi setur upp verkið Jóreyk. STEINDI JR. ÁSAMT HESTINUM FELDI Steindi, Dóri DNA, Svandís Dóra Einars- dóttir og Þorbjörg Helga Dýrfjörð leika aðalhlutverkin í sýningunni. Þorsteinn Bachmann leikstýrir. MYND/BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON BERGUR EBBI BENEDIKTSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.