Fréttablaðið - 19.11.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.11.2013, Blaðsíða 20
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 2 19. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR 2,0 L BENSÍNVÉL, 120 HESTÖFL Fjórhjóladrif Eyðsla 5,1 l/100 km í bl. akstri Mengun 119 g/km CO2 Hröðun 8,8 sek. Hámarkshraði 198 km/klst. Verð 3.490.000 kr. Umboð Brimborg MAZDA3 MAZDA3 Finnur Thorlacius reynsluekur M azda dúndrar frá sér hverjum snilldarbílnum á fætur öðrum og hafa viðtökur Mazda6 og jepp- lingsins CX-5 verið frábærar. Sá allra nýj- asti er svo Mazda3, smár fólks- bíll, sem er bara ein snilldin enn. Stóran þátt í velgengni bíla Mazda um þessar mundir á hin svonefnda SkyActive-tækni bílanna. Hún stuðlar að lítilli eyðslu þeirra og eru vélar allra þessara nýju bíla bæði mjög skemmtilegar og sparneytnar sökum óvenjulegs þjöppuhlut- falls. Allir þessi bílar hafa einn- ig lést verulega frá fyrri gerð- um og eykur það bæði á akst- ursgetu þeirra og stuðlar að lítilli eldsneytiseyðslu. Allir þessir bílar eiga það einnig sameiginlegt að vera mjög fal- lega hannaðir og keppast bíla- blaðamenn við að mæra þá fyrir fegurð og gæði. Undirrit- aður er einn þeirra og hrein- lega furðar sig á þeim jákvæðu umskiptum sem orðið hafa á Mazda-fyrirtækinu og afurð- um þess. Mazda var fyrir kynn- ingu á þessum þremur bílum lítið spennandi bílaframleið- andi, en hefur á einkar stuttum tíma breyst í eitt mest spenn- andi bílafyrirtæki heims. Það er ekki að spyrja að japanskri bílasmíði. Margir bílarýnend- ur hafa sett Mazda3 skörinni hærra en annan mærðan ástar- pung þeirra, Ford Focus og er þá mikið sagt. Ferlega fallegur Ólíkt mörgum öðrum nýjum bílum hefur Mazda3 styst um tæpa 5 sentimetra, en hann hefur breikkað um 4 sentimetra og lækkað um tæpa 2 senti- ENN EITT GÆÐA- ÚTSPIL MAZDA Mazda hefur nú á skömmum tíma kynnt þrjá gullfallega og vel heppnaða bíla sem alls staðar hafa fengið fína dóma. Það vefst ekki fyrir 375 kaupendum McLaren að reiða fram 141 milljón króna fyrir nýjasta bíl McLaren, P1. Framleiðandinn ætlar bara að framleiða 375 eintök af bílnum og nú er orðið of seint að tryggja sér eintak, þeir eru uppseldir. Kaupendurnir hafa þegar reitt fram fyrir- framgreiðslu fyrir bíla sína svo McLaren ætti ekki að vera  árvana við að smíða þessi eintök. Langur biðlisti hefur reyndar myndast, ef ske kynni að einhver kaupendanna hrykki úr skaftinu. McLaren er aðeins búið að fullklára 12 eintök af bílnum og suma af þeim er þegar búið að afhenda og eru allir kaupendur þeirra í Evrópu. McLaren hafði það markmið að selja alla bílana fyrir árslok og það hefur því tekist aðeins á undan áætlun. Þeir sem ekki náðu að tryggja sér eintak geta fullt eins tryggt sér eintak af ofursportbíl með tvinntækni í formi Porsche 918 Spyder-bílsins sem líklega er enn betri akstursbíll og sneggri en McLaren P1. Hann kostar líka talsvert minna, eða 104 milljónir króna. Einn ofurtvinnbíllinn enn er á boðstólum, eða Ferrari LaFerrari, svo enginn þarf að fara á límingunum þótt McLaren P1 sé uppseldur. McLaren P1 uppseldur Mazda3 er sérdeilis fríður bíll og enn einn í röð fallegra bíla sem Mazda sendir frá sér þessa dagana. McLaren P1 er enginn smá kaggi enda kostar hann 141 milljón króna. www.visir.is/bilar BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbirgir@365.is Sími 5125432 Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÖRUGGT START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir bifreiða. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 18 58 Exide rafgeymarnir fást hjá:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.