Fréttablaðið - 19.11.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.11.2013, Blaðsíða 12
19. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS ➜ Neytendur eiga rétt á að vita hvað- an varan sem þeir kaupa kemur. Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem fjallar um að rýmka lög um notkun á þjóð- fána Íslands. Ef slík lög verða samþykkt heimila þau notkun fánans við markaðs- setningu á íslenskum vörum. Hugmyndin er að vörur, sem eru íslenskar að uppruna, verði þá vel merktar með íslenska fánanum. Þetta mál hefur lengi verið til umfjöllunar og farið fyrir nokkur þing á ýmsu formi. Hvað er íslenskur uppruni? Neytendur eiga rétt á að vita hvaðan varan sem þeir kaupa kemur; hvort sem það er mat- eða hönnunarvara. Mér finnst ekki rétt að selja fólki vörur í þeirri trú að varan sé íslensk, en þegar betur er að gáð þá er hrá- efnið erlent, framleiðslan fer fram erlendis en umbúðirnar eru á íslensku og vörumerkið íslenskt. En þegar rýnt er í smáa letrið kemur í ljós að varan er erlend að uppruna. Ég tek dæmi um kjötvörur sem eru stundum mark- aðssettar með þessum hætti. Svona vinnu- brögð eru til þess fallin að blekkja neytend- ur. Annað dæmi er lopapeysuframleiðsla en lopapeysur eru mjög vinsæl vara hjá erlend- um ferðamönnum og þeir telja sig vera að kaupa séríslenska vöru, merkta „Made in Ice- land“. En það hefur gerst að lopinn, sem not- aður er í peysurnar, er erlendur, framleiðslan fer fram erlendis og því ekkert íslenskt nema vörumerkið. Er þetta þá íslensk vara? Hönnun og hefðir Matar- og menningarferðamennska nýtur vaxandi vinsælda og því væri það ekki síður gagnlegt fyrir erlenda ferðamenn, sem áhuga hafa á innlendri matargerð og matar- minjagripum, sem og íslenska neytendur, að vörur af íslenskum uppruna séu merktar með íslenska fánanum. Þær myndu klárlega vekja meiri athygli og um leið tryggja ákveð- in gæði. Flækjustigið sem ég rak mig á við endur- skoðun þessa frumvarps var skilgreiningin varðandi hönnunarvörur og hið sama gildir um hefðbundnar íslenskar matvörur, sem þó eru úr erlendu hráefni. Þannig að lausnin er að hönnunarvara sé hönnuð og framleidd hér á landi þó að hráefnið sé erlent, t.d. húsgögn og fatnaður. Hið sama gildir um vörur fram- leiddar skv. íslenskri hefð, eins og t.d. Nóa- konfekt, kleinur og slíkt, en þær yrðu einnig skilgreindar sem vörur af íslenskum upp- runa. Rétt er að geta þess að grundvöllur þess- ara skilgreininga og lagabreytingar er að fánanum sé ekki óvirðing gerð. Nú er þetta mál til umfjöllunar hjá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og verður vonandi afgreitt á Alþingi síðar í vetur. Íslenskt, já takk! Þolinmæðin og þrautirnar Stjórnmálaaflið Hreyfingin var formlega lagt niður á landsfundi um helgina. Í tilkynningu sem Þór Saari sendi frá sér í gær er vitnað í sam- þykkt Hreyfingarinnar: „Þegar markmiðum Hreyfingarinnar er náð eða augljóst er að þeim verði ekki náð mun Hreyfingin hætta starfsemi og hún lögð niður.“ Þannig að eftir fjögurra ára baráttu, lengst af með fulltrúa á þingi, hefur hið skelegga Hreyfingarfólk lagt árar í bát, án þess þó að skýra nákvæmlega hvaða markmið muni augljóslega ekki nást. Eftir síðustu kosningar þykir Hreyfingunni að vísu ljóst að fjórflokkurinn „hafi hér enn öll völd“, en þar er alveg litið fram hjá því að tvö ný framboð náðu samtals níu mönnum inn á þing (þar af einni fyrrverandi Hreyfingarkonu) og glás af öðrum framboðum náði samtals um tólf prósentum atkvæða. Svartsýnin Hreyfingin var hluti af framboði sem fékk 3,1% atkvæða, og vinnur að bar- áttumáli (nýrri stjórnarskrá) sem mörgum er hugleikið. En fjögur ár þykja greinilega í það lengsta til að ná í gegn algjörri byltingu á rótgrónu stjórnmálakerfi og stjórnskipun þjóðarinnar. Konur komu vel út Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands, er aldeilis ekki á því að konur hafi komið illa út úr próf- kjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hún fór vítt og breitt yfir úrslitin í morgunþætti Rásar tvö í gær- morgun. Hún fjallaði meðal annars um fullyrðinguna „konur koma alltaf illa út úr prófkjörum sjálfstæðis- flokksins“. „Það á bara ekki við núna, konur koma bara mjög vel út,“ sagði Stefanía án þess að hiksta, benti svo á að þær hefðu að vísu ekki náð neinu af þremur efstu sætunum. Þá er það á hreinu röðin skiptir ekki máli heldur að það séu álíka margir karlar og konur á hverjum lista. thorgils@frettabladid.is, johanna@frettabladid.is VIÐSKIPTI Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður L eikurinn er í kvöld. Þessi fótboltaleikur sem að því er best verður séð mun skipta sköpum í Íslandssögunni. Helst er á fjölmiðlum að skilja að héðan af muni tíma- talið miðað við fyrir og eftir Leikinn. Ef við vinnum er það stærsta stund íslenskrar íþróttasögu, ótrúlegur árangur, eitthvað sem kemur þjóðinni á kort fjölmiðla um alla Evrópu. Og fólk stendur á öndinni af æsingi og spenningi. Vissulega væri ánægjulegt ef karlalandsliðinu í fótbolta tækist að komast á HM í Brasilíu að ári, en að það muni skipta sköpum í íþróttasögunni er ansi hæpin kenning. Hvað um silfurdrengina okkar, stelp- urnar okkar, verðlaunahafa í ýmsum íþróttagreinum á Ólympíuleikum? Endurskrifuðu þau ekki íþróttasöguna? Er fótboltinn svo miklu merkilegri en aðrar íþróttagreinar að ástæða sé til alls þessa havarís? Fótbolti er í eðli sínu bardagaíþrótt, enda fundinn upp af Grikkjum í árdaga siðmenningarinnar til að efla baráttuanda í herdeildum, og honum fylgja alls kyns ógeðfelldar hliðarverk- anir. Þjóðremban er þar efst á blaði og þótt ýmsum þyki eflaust ekki veita af því að hrista þjóðina saman í eitt allsherjar- bandalag fylgir rembunni þeirri ofmat á eigin getu og árásir á „óvinina“ sem minna helst á múgæsingar sem notaðar hafa verið til að réttlæta styrjaldir í gegnum tíðina. Allra leiða er leitað til að koma höggi á andstæðinginn, gera lítið úr honum og getu hans. Við erum mest og best mentalítetið blómstrar sem aldrei fyrr og kynþáttahatur og fyrirlitning á öðrum menn- ingarkimum kraumar undir yfirborðinu. Verst er þó hversu hverful þessi dýrkun á fulltrúum okkar á fótboltavellinum er. Ef þeir vinna eru þeir hafnir til skýjanna, strákarnir, hetjurnar OKKAR. Við tap snýst almenningsálitið á örskotsstundu og skyndilega breytast strákarnir okkar í óttalega aumingja sem engum hafði nokkru sinni dottið í hug að gætu unnið. Eða þá að dómaranum er kennt um. Hann er oftar en ekki ásakaður um að ganga erinda „óvinarins“, vera tólfti maðurinn í liði andstæðinganna. Skyndilega er röksemdin um hversu stórkostlegt sé að þessi litla þjóð eigi íþróttamenn sem komist hafi svona langt ekki gild lengur vegna þess að þeir komust ekki enn lengra. Tap virðist gjörsamlega þurrka út öll stóru orðin um frábæran árangur strákanna og að hitt liðið sé einfaldlega betra er ekki inni í umræðunni. Það er eins og að fylgjast með geðhvarfasjúklingi í niðursveiflu að hlusta á umræðuna eftir tapleik. Auðvitað óskum við þess öll að strákarnir vinni í kvöld og fái að taka þátt í HM í Brasilíu. En takist það ekki er engin ástæða til að láta eins og heimurinn hjari ekki til páska. Fótbolti er ekki og getur ekki verið það sem skilgreinir gildi þjóðarinnar, ekki einu sinni í einn dag. Að því sögðu er sjálfsagt að óska liðinu góðs gengis í Leiknum, vona það besta og taka því versta með stillingu. Getur leikur skipt sköpum fyrir ímynd þjóðar? Þegar lífið er fótbolti eitt kvöld Rauðir dagar 18.-22. nóvember Hvert af þessu er hluti af þjónustu Íslandsbanka? Opinn fræðslufundur um Netbankann, Meniga, Íslandsbanka Appið og markmiðasetningu. Boðið upp á kaffiveitingar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þriðjudagur 19.11. kl. 16.30-17.30 Íslandsbanki Suðurlandsbraut Netbankinn Íslandsbanka Appið Meniga Allt ofangreint Við bjóðum góða þjónustu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.