Fréttablaðið - 19.11.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.11.2013, Blaðsíða 38
19. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30 „Bókin mín Hlýjar hendur er í fyrsta sæti á lista yfir tóm- stundabækur hjá Tanum sem er ein stærsta bókaverslanakeðjan í Noregi. Bókin kom út 26. október og er búin að vera í tvær vikur í fyrsta sæti þannig að hún fór nán- ast beint á toppinn,“ segir mark- aðsstjórinn Ágústa Jónsdóttir. Hlýjar hendur naut líka mikilla vinsælda á Íslandi þegar hún kom út árið 2009. Ágústa ákvað því að fara með hana út fyrir landstein- ana. „Það er tilviljun að bókin var gefin út í Noregi. Ég átti erindi í Ósló og fór sjálf og hitti for- lög. Ég gerði samning við forlag- ið Vigmostad og Björke í vor og staðfærði bókina fyrir norskan markað. Ég bjó í Noregi í þrjú ár fyrir nokkrum árum, tala norsku og þykir mjög vænt um landið,“ segir Ágústa. Hún er í skýjunum með viðtökurnar. „Ég er glimrandi ánægð og þetta er rosalega skemmtilegt. Mér skilst að bókin sé búin að seljast í hátt í tvö þúsund eintök- um í Noregi og það lítur út fyrir að fyrsta upplag, sem er þrjú þús- und bækur, seljist upp.“ Ágústa er einnig búin að gefa út bókina Hlýir fætur hér á landi en óvíst er á þessu stigi hvort hún verður líka gefin út í Noregi. Hún stefnir á að nema fleiri lönd með Hlýjar hendur að vopni. „Mig langar að koma henni út á þýsku og jafnvel ensku. Ég er ekki byrjuð að gera neitt í því en það er markmiðið.“ liljakatrin@frettabladid.is Íslensk prjónabók á toppnum Ágústa Jónsdóttir nýtur velgengni í Noregi með bók sína Hlýjar hendur. ALGJÖR TILVILJUN Ágústa heimsótti sjálf forlög í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég er mest fyrir kaffi, te og vatn. Það er erfitt að gera upp á milli.“ Viktor Orri Valgarðsson, stjórnmálafræðingur og áhugamaður um ljót orð. DRYKKURINN „Þetta var mjög gaman og mikið ævin- týri að taka þátt í þessu,“ segir Andrea Ösp Karlsdóttir leikkona sem tók þátt í brúðusýningunni Saga, sem lauk nýverið með Noregstúr. Saga er brúðusýning unnin af leikhópnum Wakka Wakka Pro- ductions sem stofnaður var af Gwendo- lyn Warnock og Gabrielle Brechner frá Bandaríkjunum og Kirjan Waage frá Noregi en leikhópurinn var stofnaður árið 2001. „Saga er nútíma víkingasaga og fjallar um fjölskyldu sem lendir illa í því í efnahagshruninu á Íslandi 2008. Maður einn selur kvótann sinn og flytur út á land með fjölskyldunni til að opna gistihús og veitingastað, hann kaupir sér nýjan jeppa og tekur nokkur lán til að opna þetta frábæra gistiheimili. Í hruninu missa þau allt út úr höndunum og úr verður mikið ævintýri,“ útskýrir Andrea. Ásamt henni tekur annar Íslendingur þátt í sýningunni, hljóð- og tónasmiður- inn Þórður Gunnar Þorvaldsson, en hann sér um alla hljóð- og tónlistarvinnu í sýningunni. „Ég fór í prufur í New York, svo fór ég líka í prufu þegar þau komu til Íslands. Prufan var í júní í fyrra og byrjaði ég strax að vinna með þeim í heimildarvinnu en við unnum sýninguna í New York og í leikhúsi í Noregi,“ segir Andrea. Sýningin, sem fer fram á ensku, er mjög sjónræn og brúðunum er gefið mikið líf sem áhorfendur tengjast. Um er að ræða yfir þrjátíu brúður af öllum stærðum, en minnsta brúðan er um tíu sentímetrar á hæð og sú stærsta hátt í þrír metrar á hæð. „Við frumsýndum í Noregi í desember í fyrra en þaðan fórum við til New York og sýndum sex sinnum á viku í sex vikur „off-Broadway“ og fengum frábæra gagnrýni, meðal annars frá The New York Times, The Village Voice og fleiri virtum miðlum. Í lok ferlisins unnum við síðan sérstök Drama Desk-verðlaun fyrir sýninguna,“ bætir Andrea Ösp við. SAGA verður sýnt á Íslandi í júní í Þjóðleikhúsinu í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. gunnarleo@frettabladid.is Brúður túlka hrunið Erlenda brúðusýningin Saga fj allar um Ísland og afl eiðingar efnahagshrunsins. Sýningin hefur ferðast til Noregs og Bandaríkjanna og fengið frábæra gagnrýni í virtum miðlum. Saga verður sýnd í Þjóðleikhúsinu á Íslandi næsta sumar. Leikhópurinn Wakka Wakka Productions var stofnaður af Gwendo- lyn Warnock og Gabrielle Brechner frá Bandaríkjunum og Kirjan Waage frá Noregi. Hópurinn hefur verið starfandi frá 2001 og á þeim tíma hefur hann sett upp átta sýningar sem ferðast hafa víða um heiminn. Hópurinn hefur hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga fyrir verk sín, þar má meðal annars nefna The Obie Awards og The Drama Desk Awards sem bæði eru mjög þekkt og virt í Bandaríkjunum. Leikhópurinn hefur ferðast víða með sýningar sínar sem eru allar sýndar „off Broadway“ í New York og í Noregi, en einnig hefur hann ferðast mikið um öll Bandaríkin og til Kína, Kúbu, Bretlands, Danmerkur og fjölda annarra landa. Um Wakka Wakka ÍSLENDINGARNIR Í HÓPNUM Andrea Ösp Karlsdóttir leikkona og Þórður Gunnar Þorvaldsson, tóna- og hljóðsmiður, nýkomin úr ævintýraferð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BÚSÁHALDABYLTINGIN Mótmælin frægu koma fyrir í sýningunni. Sýningin er byggð á sannsögulegum atburð- um úr lífi margra og lásum við fjölda blaðagreina, tókum viðtöl við Íslendinga, horfðum á allar heim- ildarmyndir sem við komumst yfir auk þess sem allir þurftu að lesa Egils sögu þegar við unnum að uppbyggingu sýningarinnar. Andrea Ösp Karlsdóttir Rauðir dagar 18.-22. nóvember Hvenær er rétti tíminn til að huga að fjármálum heimilisins? Það eru Rauðir dagar í útibúinu þínu. Komdu og fáðu svör við spurningum um sparnað og ávöxtunarleiðirnar sem henta þínum aðstæðum. Við bjóðum góða þjónustu Eftir áramót Einhvern tímann seinna Fyrsta sunnudag í aðventu Núna CC Flax Frábært fyrir konur á öllum aldri stuðlar að hormónaójafnvægi og þyngdartapi Mulin lignans hörfræ - sérræktuð Trönuberjafræ Haf-kalkþörungar Omega 3 Frábær árangur við tilfinningasveiflum, pirringi, hita- og svitakófi, svefnvanda og húðþurrk. Til að grennast og halda kjörþyngd. Vinnur fljótt á bjúg og vökvasöfnun, styrking gegn þvagfærasýkingu.* Ríkt af Omega-3 - ALA og trefjum. Rannsóknir sýna 8,5 kg minni fitumassa Rannsóknir hafa sýnt að konur sem hafa mikið lignans í blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið lignans.** Rannsóknir sýna að asíukonur hafa yfirleitt mikið lignans í blóðinu, gott hormónatengt heilbrigði og offita þekkist vart. * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Fæst í apótekum, heilsubúðum og helstu stórmörkuðum. www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.