Fréttablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 42
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 42
Ritstjórar, fréttastjórar og
fréttamenn geta auðveld-
lega lagað kynjaskekkj-
una í fréttum fjölmiðla.
Þetta er aðeins spurning
um áhuga og nennu. Rann-
sóknir eru fyrir hendi og
aðferðir liggja fyrir. Þetta
er fremur einfalt og auð-
velt verkefni en ef til vill
gæti verið ágætt að skil-
greina ábyrgðina og ráða
verkefnisstjóra svo það
dagi ekki uppi. Hér er ekki um að
ræða að snúa olíuskipi heldur líkj-
ast fjölmiðlar fremur hraðbátum
sem auðvelt er að snúa.
Fréttamiðlar virðast oft óbæri-
lega fastir í viðjum efnisflokk-
anna. En áhrifaríkasta leiðin til
að breyta hlutfalli viðmælenda í
fréttum úr 70% karlar, 30% konur
í 50% á hvort kyn er að breyta ein-
faldlega vægi þeirra efnisflokka
sem fréttir eru skrifaðar upp úr
og að bæta við efnisflokkum.
Algengir efnisflokkar sem frétt-
ir eru skrifaðar upp úr eru stríð,
stjórnmál, glæpir, viðskipti, valda-
barátta, gjaldþrot, hryðjuverk,
réttarkerfi, stórslys, samgöngur,
orkumál, eignarréttur, skattkerfi,
ársfundir, persónulegir harmleik-
ir og náttúruhamfarir. Almenna
reglan er einnig að segja frá því
versta sem gerist í hverjum þess-
ara efnisflokka fyrir sig. Fréttirn-
ar eru því oftast slæmar og um leið
karllægar.
Stundum gerist það marga
daga í röð að eingöngu eru fluttar
slæmar fréttir úr fáum flokkum
og snúast þær þá helst um ófarir
í stjórnmálum, peninga-, saka- og
gjaldþrotamálum, ásamt
úlfúð hér og þar og dauðs-
föllum. Auðvelt er að finna
heila fréttatíma í sjón-
varpi og fréttaþætti í blöð-
um þar sem eingöngu eru
sagðar og skrifaðar fréttir
af stjórnmálum, efnahag,
samgöngum, sakamálum,
viðskiptum og eignarrétti.
Karllægir efnisflokkar
Karlar verða óhjákvæmi-
lega ráðandi í fréttum þar sem
þessir efnisflokkar ráða ríkj-
um. Karlar fremja fleiri glæpi
en konur, ofbeldi karla er meira
áberandi en ofbeldi kvenna. Karl-
ar standa á bak við fleiri stríð en
konur, fleiri gjaldþrot, hryðju-
verk, skattsvik. Þeir valda marg-
falt meiri usla en konur og af ein-
hverjum ástæðum hafa fjölmiðlar
margfalt meiri áhuga á óskunda og
ólátum og einræðisherrum heldur
en viðleitni heiðarlegra borgara
til að bæta samfélagið. Fjölmiðlar
elta byssukúlurnar og það eru oft-
ast karlar sem taka í gikkinn.
Karlar eru oftar í fréttum vegna
þess að þeir fylla hina karllægu
efnisflokka og falla vel að mæli-
kvörðum fjölmiðla um fréttir.
Hörðu fréttirnar í hefðbundnum
huga fréttamanna eru peningar og
völd og einmitt þar getur allt farið
úrskeiðis. Fjölmiðlar eiga og verða
að veita hér aðhald en það er fleira
fréttnæmt en vont þykir.
Fréttir átakamenningar
Fjölmiðlar virðast fastir í átaka-
menningu, núningi, tvískipt-
ingu og að skipa hlutum og fólki
í kvíarnar með eða á móti. Venj-
an í fréttamiðlum hvílir á því að
etja saman andstæðingum, segja
frá grimmdarverkum og ofbeldis-
fullum svörum við þeim. Þetta er
kölluð hlutlaus fréttamennska og
hún er kennd við átök. Hlutlaus
fréttamennska er sögð byggð á
staðreyndum. En í raun eru stað-
reyndirnar svo margar að einungis
er hægt að velja úr tilteknar stað-
reyndir og það er gert út frá við-
miðum átakanna. Sá sem segir að
staðreyndirnar tali í fréttum á í
raun aðeins við að útvaldar og sér-
valdar staðreyndir tali.
Konur þurfa alls ekki að breyta
sér til að komast í fréttir og lausn-
in felst ekki heldur í því að frétta-
menn muni eftir konum þegar
viðmælendur eru valdir. Lausnin
felst í fleiri efnisflokkum frétta og
nýrri virðingarröð þeirra. Lausnin
felst einnig í því að þoka sér frá
átakamenningu yfir í fjölbreytt
sjónarhorn. Hlutföllin 70/30 breyt-
ast umsvifalaust ef þetta yrði gert.
Ekkert gerist nema fjölmiðla-
fólk hlusti og breyti vinnubrögð-
um sínum. Frumkvæðið og valdið
til að breyta er hjá fjölmiðlum. Þau
ykkar sem skrifið og flytjið dag-
lega fréttir, þið getið breytt mál-
unum því til eru aðrir efnisflokk-
ar frétta mótaðir af báðum kynjum
og þar eru margar ósagðar fréttir,
bæði góðar og slæmar.
Kæri Illugi.
Takk fyrir fundinn í
Flensborgarskóla þriðju-
daginn 3. desember en
ég sat með þér á fundi
varðandi málefni fram-
haldsskólanna í Hafnar-
firði, stöðu þeirra í dag.
Einhvern veginn fjallaði
fundurinn þó meira um
niðurstöður PISA-könn-
unarinnar og hvernig efla
þurfi grunnskóla lands-
ins. Einnig spurðir þú
sjálfan þig og aðra fundarmenn
hvernig stæði á því að íslenskir
nemar þurfi 14 ár í námsundir-
búning fyrir háskólanám á meðan
nágrannalönd okkar þurfi bara
12-13 ár. Þú hefur nokkuð skýra
framtíðarsýn hvað þetta varðar,
þ.e. styttri skólagöngu og erum
við nú þegar á þeirri leið.
Framtíðarsýn ungmenna
Ég spyr hins vegar hvað um fram-
tíðarsýn ungmenna dagsins í dag.
Ertu tilbúinn að fórna þeim fyrir
hallalausan ríkissjóð? Þar sem þú
ert mjög upptekinn af niðurstöð-
um PISA þá er eðlilegt að horfa
til Finna en þeir hafa staðið sig
mjög vel á þessum vettvangi síð-
ustu ár. Það sem hefur verið að
virka í þeirra menntakerfi er m.a.
áhersla á fjölbreytni í skólastarf-
inu, góð tenging við vinnumarkað-
inn, kennarastétt sem er stolt og
virðing er borin fyrir.
Finnst þér þú vera að skapa
menntakerfinu þetta umhverfi
með fjármagni sem þú segir
sjálfur að dugi ekki fyrir rekstri
framhaldsskólanna? Það er flott
að þú viljir styðja og efla grunn-
skólana með það að markmiði að
koma betur út úr PISA-könnunum
framtíðarinnar en hvað ætlarðu
að gera núna fyrir ungmennin
sem eru að byrja sitt framhalds-
skólanám? Ætlarðu að fórna þess-
um 30% sem ekki geta lesið sér
til gagns? Hversu langt ertu til-
búinn að ganga fyrir hallalausan
ríkissjóð?
Lítið val
Sveltir framhaldsskólar hafa lítið
val, þeir neyðast til að skera burt
dýru fögin sem eru oftast verklegu
fögin, takmarka fjölbreytni og þar
með gerast lögbrjótar. „Hlutverk
framhaldsskóla er að stuðla að
alhliða þroska allra nemenda og
virkri þátttöku þeirra í lýðræðis-
þjóðfélagi með því að bjóða hverj-
um nemanda nám við hæfi. Fram-
haldsskólar búa nemendur undir
þátttöku í atvinnulífinu og frekara
nám.“ (Lög um framhaldsskóla I.
kafli, 2. gr.)
Ég skora á þig, Illugi, að skoða
hug þinn varðandi núverandi
aðgerðir en haltu endilega í skýra
framtíðarsýn um eflingu skóla-
kerfisins og kennarastéttarinn-
ar. Ég hef trú á því að þú viljir
styrkja og efla ungmenni dags-
ins og virkja þeirra sterku hliðar.
Fórnum ekki nútímanum fyrir
framtíðina.
➜ Hvað ætlarðu að
gera núna fyrir ung-
mennin sem eru að
byrja sitt framhalds-
skólanám? Ætlarðu
að fórna þessum 30%
sem ekki geta lesið
sér til gagns? Hversu
langt ertu tilbúinn
að ganga fyrir halla-
lausan ríkissjóð?
➜ Konur þurfa ekkert að
breyta sér til að komast í
fréttir og lausnin felst ekki
heldur í því að fréttamenn
muni eftir konum …
Auðvelt er að jafna hlutfall
kynjanna í fjölmiðlum
Opið bréf til Illuga
Sú mynd sem margir hafa
af störfum Alþingis er
hálftómur þingsalur eða
þingsalur þar sem menn
skiptast á að vera með
skæting og jafnvel rífast.
Fyrirsagnir í blöðum und-
irstrika oft þetta ósætti og
togstreitu sem á sér stað á
Alþingi. Þó er það langt frá
raunveruleikanum.
Lýðræðisleg vinnubrögð
Sannleikurinn er hins
vegar sá að starfið á
Alþingi er yfirleitt unnið
með sátt. Þingmenn tala saman
og reyna að finna sameiginleg-
ar lausnir á málum sem tekin eru
fyrir í nefndum. Samvinnan er
góð. Þetta virkar þannig að mál
eru kynnt til sögunnar í þing-
sal og stundum er skipst á skoð-
unum. Því næst tekur nefnd við
málinu þar sem allir flokkar eiga
fulltrúa. Nefndir boða síðan á
sinn fund hagsmunaaðila og sér-
fræðinga sem tengjast máli og fá
þannig heildstæða mynd. Nefndir
skila yfirleitt einni niðurstöðu en
stundum næst ekki full sátt í hópn-
um og þá skila nefndarmenn sér-
áliti. Þaðan fer málið í þingsal, svo
aftur í nefndina ef einhver óskar
eftir því. Að lokinni þriðju umræðu
í þingsal er kosið um þau. Ótal aðil-
ar koma að vinnslunni og almenn-
ingur er einnig hvattur til að skila
inn áliti. Þannig að raunveruleg
vinnsla mála fer fram í nefndum
þingsins en umræða meðal allra
þingmanna um þau fer fram í þing-
sal. Vinnubrögð og ferli mála eru
því eins fagleg og lýðræðisleg og á
verður kosið.
Nauðsynlegur undirbúningur
Þingfundir og nefndarfundir
eru aldrei á sama tíma. En hvers
vegna eru þingmenn þá ekki allt-
af allir í þingsal? Eru þeir ekki að
vinna vinnuna sína? Jú, þeir eru í
flestum tilfellum að gera
það. Vinnan fer nefni-
lega ekki öll fram í þing-
sal, og eiginlega að mestu
leyti utan hans. Þingmenn
þurfa að lesa heilmikið um
mál sem eru til umfjöllun-
ar í þeim nefndum sem þeir sitja
í. Þess fyrir utan þurfa þingmenn
að reyna að vera í góðu sambandi
við sína flokksmenn og kjósendur,
það er algert grundvallaratriði.
Menn þurfa að mæta á ýmsa við-
burði sem tengjast kjördæminu og
málum sem þeir vinna að, skrifa
greinar og fylgjast vel með fréttum
af þjóðfélagsmálum. Meðan þing-
menn undirbúa nefndarvinnunna
fylgjast þeir oft með umræðum í
þinginu rétt eins og almenningur
af sjónvarpsskjáum hvort sem það
er í þingflokksherbergjum eða á
skrifstofunum. Dagurinn endar því
þannig eins og við upplifum flest,
að þessar 24 stundir duga skammt.
Maður vill yfirleitt komast yfir
meira en mögulegt er.
Gerum gott samfélag betra
Þingmenn vinna mikið saman
þvert á flokka. Þannig að þessi
margumtalaða flokkapólitík er
ekki jafnöflug og af er látið. Fólk
sameinast um ýmis þingmál óháð
flokki, spjallar saman á kaffistof-
unni í mesta bróðerni, eins og á
öðrum góðum vinnustöðum. Þing-
menn eru bara venjulegt fólk. Fólk
sem á sér alls konar bakgrunn og
líf en á það þó sameiginlegt að vilja
breyta samfélaginu til hins betra.
(Þessi grein er framhald greinar:
„Hvað gerir þú á daginn?“)
Tómur þingsalur –
hvar eru allir?
Ég hrökk í kút yfir hádegis-
fréttum 24. nóvember sl.
þegar RÚV flutti athuga-
semdalaust fregnir af boð-
skap forsætisráðherra
í heilbrigðismálum. Að
allur okkar vandi stafi frá
fyrri ríkisstjórn kom ekki
á óvart, heldur hin snauða
umfjöllun. Að hans mati
stafar vandi heilbrigðis-
kerfisins af gegndarlausum
blóðugum niðurskurði fyrri
ríkisstjórnar. Nú sé brugðist við
og útgjöld aukin. Hvað svo?
Hinn kerfislægi vandi sem heil-
brigðisþjónustan á við að etja á sér
mun lengri aðdraganda en sl. fjög-
ur ár. Árið 1994 reyndi þáverandi
ríkisstjórn að taka á sjálfvirkri og
stjórnlausri útgjaldaukningu rík-
issjóðs vegna lyfjakaupa og sér-
fræðiþjónustu sem bitnaði m.a. á
sjúkrahúsum og heilsugæslu. Til-
raunin rann út í sandinn.
Nýr heilbrigðisráðherra ákvað
þá að rugga ekki bátnum, gera
ekkert og hinn kerfislægi vandi
hélt áfram að hlaða upp á sig og
bólgna.
Næsta tilraun til að taka á vand-
anum var í tíð þar síðustu ríkis-
stjórnar. Sú stjórn hafði ekki náð
viðhlítandi árangri þegar hún
hvarf frá völdum vegna hruns-
ins 2008. Þó hafði henni tekist að
setja Sjúkratyggingar Íslands á
laggirnar. Það var skref í áttina.
Síðasta ríkisstjórn tók svo við
uppsöfnuðum vanda, afleiðing-
um langvarandi skeytingarleys-
is, en réði hvorki við ástandið né
gat haldið því þokkalega í horfinu.
Það sem sú ríkisstjórn gerði þó af
viti var að hefja áform um bygg-
inu nýs Landspítala.
Þrír meginþættir
Opinber heilbrigðisþjónusta bygg-
ir á þrem meginþáttum; a) þeim
sem þurfa á þjónustunni að halda,
b) þeim sem veita þjónustuna,
heilbrigðisstarfsfólki
og c) þeim sem greiða
fyrir hana, ríkið, við
öll. Í slíku kerfi þarf að
tryggja notendum nokk-
uð jafnan aðgang að
þjónustu, að teknu til-
liti til gæða, kostnaðar
og hagkvæmni. Liður í
því er m.a. sá að ríkið
fái keypta þjónustu á
sem hagkvæmasta verði
og hafi um það að segja
hvar og hvernig hún er veitt. Í því
sambandi mætti bjóða tiltekna
heilbrigðisþjónustu út á sam-
keppnismarkaði, án þess að í því
felist einkavæðing. Ríkið nýtir sér
hagkvæmni einkarekstrar til að
lækka kostnað. Þetta á t.d. við um
lyfjakaup og sérfræðiþjónustu á
læknastofum, á heilsugæslustöðv-
um og jafnvel í útlöndum.
Grunnurinn að slíku kerfi, svo
tekið sé mið af reynslu t.d. Hol-
lendinga og Svía, byggist á skil-
virku kostnaðarmati, öflugri
grunn- og nærþjónustu þar sem
haldið er utan um persónuleg-
ar þarfir hvers sjúklings/not-
anda, eftirfylgni meðferðar og
tilvísunarkerfi til aðhalds. Öfl-
ugt hátæknisjúkrahús, Landspít-
ali háskólasjúkrahús, er að sjálf-
sögðu máttarstoð þjónustunnar og
bakhjarl.
Skortur á heildarsýn
Vandi heilbrigðisþjónustunnar
í dag er ekki, eins og forsætis-
ráðherra lýsir honum, gegndar-
laus blóðugur niðurskurður fyrri
ríkisstjórnar, heldur langvarandi
skortur á heildarsýn. Hefja verð-
ur úrbætur miðað við aðstæður
eins og þær eru og skapa framtíð-
arsýn. Landspítalinn er í dag rek-
inn í yfir hundrað ólíkum bygg-
ingum. Sumar eru þjáðar af fúkka
og raka eða eru skúrar til bráða-
birgða.
Nýr spítali er talinn spara millj-
arða í rekstrarkostnaði, fjármuni
sem eru jafnvel meiri en kostn-
aður vegna afskrifta og vaxta af
fjárfestingu hans. Ákvörðun um
nýtt sjúkrahús mun stöðva yfir-
vofandi atgervisflótta frá spítal-
anum. Það er fyrsta skrefið.
Styrkja þarf Sjúkratryggingar
Íslands og hlutverk ríkisins sem
kaupanda og kostnaðargreinanda
á skilvirkri heilbrigðisþjónustu.
Efla þarf grunn- og nærþjón-
ustu, lýðheilsu, heimilislækning-
ar og heilsugæslustöðvar, hvort
heldur er á höfuðborgarsvæðinu
eða á landsbyggðinni. Taka þarf
ákvörðun um kjarnasjúkrahús í
landshlutum og ákvarða tengsl
þeirra við Landspítala, óháð sér-
hagsmunum einstakra heilbrigð-
isstétta eða svæða. Tryggja þarf
gæði, hagkvæmni og skilvirkni.
Það felur í sér kerfisbreytingu
sem verður að ræða málefnalega.
Hvað viljum við, hvert stefnum
við, hvernig viljum við haga þjón-
ustunni þannig að allir búi við
ásættanlegt öryggi? Hver er for-
gangsröðunin? Að þeirri umræðu
þurfa heilbrigðisstéttirnar að
koma, fulltrúar stjórnvalda, sveit-
arfélaga, notenda og þeirra sem
besta þekkja málaflokkinn. Móta
verður framtíðarsýn og leggja
vörður að þeirri sýn. Þannig má
ná sátt um þessa mikilvægu stoð
velferðarkerfisins sem enginn vill
vera án.
Vandi heilbrigðiskerfi sins
og skortur á heildarsýn
MENNTUN
O. Lilja
Birgisdóttir
foreldri þriggja ung-
menna í Hafnarfi rði
STJÓRNMÁL
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
2. varaforseti
Alþingis og þing-
maður Framsóknar-
fl okksins
➜ Þingmenn vinna
mikið saman þvert
á fl okka. Þannig að
þessi margumtalaða
fl okkapólítik er ekki
jafnöfl ug og af er látið.
➜ Vandi heilbrigðisþjón-
ustunnar í dag er ekki, eins
og forsætisráðherra lýsir
honum, gegndarlaus blóðug-
ur niðurskurður fyrri ríkis-
stjórnar, heldur langvarandi
skortur á heildarsýn. Hefja
verður úrbætur miðað við
aðstæður eins og þær eru og
skapa framtíðarsýn.
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Skúli Thoroddsen
lögfræðingur
FJÖLMIÐLAR
Gunnar
Hersveinn
rithöfundur