Fréttablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 87
FIMMTUDAGUR 12. desember 2013 | MENNING | 71 „Þetta er í 31. skiptið sem Jólahátíð fatlaðra er haldin en hún hefur aldrei verið stærri,“ segir gleðigjafinn André Bachmann sem stendur fyrir Jólahátíð fatlaðra á Hilton hótelinu í kvöld. Á hátíðinni koma fram margir af þekktustu lista- mönnum þjóðarinnar, meðal annars Páll Óskar, Eyþór Ingi, Magni, Laddi og Friðrik Dór. Hljóm- sveitin Hvar er Mjallhvít? sér um undirleik. „Fyrst var Jólahátíðin haldin í Kassagerð- inni en þá mættu kannski um áttatíu manns en nú erum við komin á Hilton hótelið og gerum ráð fyrir að um þrettán hundruð manns mæti,“ segir André. Fólk mætir ekki eingöngu af höfuð- borgarsvæðinu heldur kemur fólk frá Akranesi, Reykjanesbæ og Selfossi svo dæmi séu tekin. „Það hefur verið mikið álag á mér undan- farin ár við undirbúninginn en nú hef ég feng- ið aðstoðarmann, Bjarna Þór Sigurðsson, og það léttir rosalega, það er erfitt að vera einn í þessu.“ Í ár verður jólahátíðin tekin upp á hljóði og mynd í fyrsta skiptið og eru það nemar í Kvik- myndaskóla Íslands sem sjá um upptökur. „Það tekur meira og minna allt árið að skipu- leggja svona hátíð en það er alltaf jafn gaman og það eru margir aðilar sem leggja hönd á plóg. Ég hvet alla aðstandendur fatlaðra til að koma með á þessa skemmtilegu samkomu,“ bætir André við, en allir eru velkomnir á hátíðina sem hefst klukkan 20.00 í kvöld á Hilton hótelinu. - glp Þrettán hundruð manna jólahátíð fatlaðra fest á fi lmu André Bachmann stendur fyrir Jólahátíð fatlaðra sem verður í fyrsta sinn tekin upp. Hátíðin hefur stækkað jafnt og þétt síðustu ár. SKIPULEGGJENDUR HÁTÍÐARINNAR André Bachmann, Bjarni Þór Sigurðsson, Júlíus Geir Halldórsson, Jóhann Scotch Sveinsson og Elmar Snær Hannesson. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hljómsveitin Ojba Rasta verður með útgáfutónleika vegna nýju plötunnar sinnar á Harlem á föstu- daginn klukkan 22. Platan heitir Friður. „Við lögðum upp með að platan yrði ólík fyrri plötunni okkar,“ segir Arnljótur Sigurðs- son, söngvari og bassaleikari Ojba Rasta. „Ekki stæling á þeirri fyrri. Það er veglegra umslag á þessari en á fyrri plötunni. Platan er lengri og það eru fleiri orð á henni. Það má segja að það sé meira af öllu á henni. Á henni hljóma alls konar hljóðfæri. Það er meðal annars spilað á gorma. Svo er spilað á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju, en okkur tókst reyndar ekki að fá það lánað fyrir tónleikana á Harlem.“ Á plötunni eru áhrif frá tónlist Miðausturlanda. „Við stiklum á friðarboðskap og segja má að lögin fjalli um það að vera skyn- vera. Það má kannski segja að þetta sé líkt laginu Ég heyri svo vel (ég heyri grasið gróa) með Olgu Guðrúnu Árnadóttur – en í þulurokkbúningi.“ Þess má geta að í kjallaranum á Harlem eru veggmálverk eftir Ragnar Fjalar Lárusson. „Hann hannaði plötuumslagið okkar. Fólk getur skoðað það eftir eigin hentisemi á tónleikunum.“ Hljóm- sveitin ætlar að spila í gegnum alla plötuna á tónleikunum. Grísa- lappalísa kemur einnig fram. - ue Spilað á gorma MEIRA AF ÖLLU Arnljótur segir hljómsveitina ætla að flytja lög sem aldrei hafa verið spiluð opinber- lega áður, nema á Græna hattinum á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sveppi og Villi, Magni, Ingó, Jó- hannes Guðjónsson, Solla stirða og Íþróttaálfurinn úr Latabæ, Friðrik Dór, Eyþór Ingi, Laddi, Þór Breiðfjörð, Harold Burr, Vinir vors og blóma, Klaufar, Steindi Jr., Ásynjur, André Bachmann og Bjarni Þór og Páll Óskar ásamt dönsurum, hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? sér um undirleik. ➜ Þeir sem koma fram í kvöld · · · · · · · · · · · · · · · Pale Blue Dot, önnur plata tón- listarkonunnar Jöru, er komin út á vegum útgáfufyrirtækisins Angry Dancer Records. Platan hefur verið í vinnslu í nokkur ár, tekin upp víðsvegar á suðvesturhorninu af Jöru en klár- uð í Hljóðrita í Hafnarfirði í sam- starfi við Sigurð Guðmundsson. Jara spilar sjálf á flest hljóðfærin, útsetur, prógrammerar og syngur en naut þó einnig dyggrar aðstoð- ar nokkurra hljóðfæraleikara og Sigurðar Guðmundssonar við að koma plötunni í endanlegt horf. „Ég er núna að semja leikhús- tónlist við leikritið Fyrirgefðu eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Það verður frumsýnt í febrúar í Tjarnabíói.“ Jara stefnir á að halda útgáfu- tónleika í janúar. - glp Rokk, raft ónlist og rólegheit MYND/MARÍA GUÐRÚN RÚNARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.