Fréttablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 66
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 50TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
UNNUR JAKOBSDÓTTIR
áður að Digranesvegi 80,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð,
Kópavogi, þriðjudaginn 3. desember. Þeim
sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Útförin fer
fram frá Digraneskirkju föstudaginn 13. desember kl. 13.00.
Bent Bjarnason Helga Helgadóttir
Anna Þórdís Bjarnadóttir Stefán R. Jónsson
Jakob Unnar Bjarnason Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Hjartkær móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
VALGERÐUR BJARNADÓTTIR
frá Efri-Mýrum,
til heimilis að Hrafnistu í Hafnarfirði,
áður að Suðurgötu 26 í Keflavík,
andaðist á Landspítalanum aðfaranótt
föstudagsins 6. desember. Útför hennar fer fram
frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 16. desember. kl. 13.00.
Bjarni Frímann Karlsson og Ragnar Karlsson og fjölskyldur
Bróðir okkar,
BÖÐVAR JÓNSSON
bóndi í Norðurhjáleigu, Álftaveri,
lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum,
Kirkjubæjarklaustri, 1. desember. Útförin
fer fram frá Þykkvabæjarklausturskirkju
laugardaginn 14. desember klukkan 13.00.
Systkini og aðrir aðstandendur.
Hugheilar þakkir til allra sem sýnt hafa
okkur samúð og vináttu við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
F. 12.12. ‘19. D. 29.07. ‘13.
Mýrarvegi 111, Akureyri.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Reynihlíðar, heimahjúkrunar og
heimaþjónustunnar á Akureyri fyrir frábæra umönnun og hlýju.
Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðmundur, Unnur, Helga og Arinbjörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
OLGA ÞORBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR
frá Tungufelli,
sem lést 6. desember, verður jarðsungin frá Lundarkirkju
laugardaginn 14. desember klukkan 12.00.
Börn og fjölskyldur þeirra.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
MARINÓS FRIÐJÓNSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 13G,
Landspítalanum við Hringbraut, fyrir góða
umönnun og einstakan hlýhug.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Guðmunda S. Gunnlaugsdóttir
Olga S. Marinósdóttir
Friðjón A. Marinósson Ásdís Emilía Gunnlaugsdóttir
Gunnlaugur Marinósson Magnea G. Hjálmarsdóttir
Rúnar Örn Marinósson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
STEFANÍA ÞÓRÐARDÓTTIR
verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 14. desember kl. 14.00.
Eiríkur Runólfsson
Rúnar Eiríksson Auður Hjálmarsdóttir
Jón S. Eiríksson Þórdís Þórðardóttir
Emma G. Eiríksdóttir Hafþór Gestsson
Þórður Eiríksson Erla Karlsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Hún heitir fullu nafni Kjuregej Alex-
andra Argunova og hefur sett svip sinn
á íslenskt þjóðfélag í fjörutíu og sjö
ár. Nú fagnar hún sjötíu og fimm ára
afmæli. „Ótrúlegt hvað tíminn líður
hratt,“ segir hún.
Alexandra er frá Norðaustur-Síber-
íu, landi sem nefnist Sakha-Jakútía.
„Það er kaldasta landsvæði sem mann-
skepnan býr á. Frostið getur farið niður
í 65 gráður að vetrinum,“ upplýsir hún.
Skyldi henni ekki alltaf hafa verið kalt
í uppvextinum? „Nei, nei. Við klædd-
um okkur vel dags daglega en þegar
ég fór á skólaböllin var ég skvísa í
nælonsokkum og man eftir smellunum
í þeim í frostinu,“ segir hún hlæjandi.
Hún segir húsin kynt með viði enda 75
prósent landsins þakin barrskógi.
Faðir Alexöndru féll í stríðinu
og móðir hennar dó líka frá henni
ungri. Alexandra segir ríkið hafa
fætt hana, klætt og menntað og gert
það vel. Tuttugu og eins árs fór hún
til Moskvu og lærði leiklist í fimm ár.
Þar hitti hún íslenskan draumaprins,
Magnús Jónsson, sem var við nám í
kvikmyndagerð. „Við Magnús komum
hingað til lands 1966, bæði 28 ára,
en ég missti hann snemma, hann dó
1979,“ lýsir hún og kveðst samt hafa
ákveðið að ílengjast hér. „Ég var búin
að eignast fjögur börn og vildi ekki
æða með þau eitthvert út í bláinn.“
Skyldi hún hafa fengið einhver hlut-
verk í leikhúsunum? „Já, ég er ein
af lukkulegustu konum landsins – að
lenda hjá Brynju Ben sem var með
fyrstu uppsetningu á Hárinu hér á
landi fyrir Leikfélag Kópavogs. Ég
eignaðist fjórða barnið mitt í janúar
1970 og þremur mánuðum seinna bauð
Brynja mér að taka þátt í Hárinu sem
var sýnt í Glaumbæ þar til hann brann
í desember 1971.“ Hún kveðst líka hafa
leikið í barnaleikriti á Akureyri undir
stjórn Þórhildar Þorleifs, unnið við
búningagerð í Þjóðleikhúsinu og kennt
við leiklistarskólann Sál. „Svo fór ég,
ásamt vinkonu minni, að halda nám-
skeið í leikrænni tjáningu og síðan að
vinna á geðdeildum ríkisspítalans þar
sem ég notaði leikræna tjáningu, tón-
list, dans og myndlist sem meðul. Ég
var í því í fimmtán ár, þar til ég veikt-
ist af krabbameini.“
Alexandra hóf að læra myndlist 1980
og hefur unnið við hana af og til síðan.
Svo hefur hún sungið, meðal annars
gefið út disk. „Ég er búin að upplifa
ansi margt skemmtilegt,“ segir hún
og kveðst þakklát fyrir þann kærleika
sem hún hafi notið. En henni finnst að
eftir hrunið 2008 sé útlendingum hér á
landi frekar lítill gaumur gefinn. „Það
er allt í lagi með mig, ég á góða vini
og þrífst vel en mér finnst það mætti
gefa útlendingum í þessu þjóðfélagi
meiri athygli. Margir eru búnir að
reyna mikið í sínu gamla heimalandi
en vilja búa hér í sátt og samlyndi við
alla,“ segir hún.
Spurð í lokin hvernig hún ætli að
halda upp á afmælið í dag, segir hún:
„Ég ætla bara að hafa huggulegheit hér
heima og ef einhverjir muna eftir mér
og vilja koma þá verður gaman.“
gun@frettabladid.is
Er ein af lukkulegustu
konum landsins
Þótt Ísland sé stundum kallað „klakinn“ er hlýtt hér miðað við það sem afmælisbarn
dagsins, Alexandra Argunova, ólst upp við í Síberíu; þar getur frostið farið niður í 65 stig.
LISTAKONAN „Við klæddum okkur vel dags daglega en þegar ég fór á skólaböllin var ég skvísa í nælonsokkabuxum,“ segir Alexandra. Á bak
við hana er mynd af manni hennar heitnum, Magnúsi Jónssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Jóhannes Reykdal ræsti fyrstu rafstöð Ís-
lands þennan dag árið 1904 í Hafnarfirði.
Það var hátíðleg stund þegar kveikt voru
rafljós í fimmtán húsum í Hafnarfirði
og á fjórum götuljósum í svartasta
skammdeginu. Meðal þeirra húsa sem
nutu birtunnar voru barnaskólinn og
Góðtemplarahúsið við Suðurgötu. Hann
hafði áður notað lækinn í Hafnarfirði til
að knýja trésmiðju, en hann var mennt-
aður trésmiður og hafði kynnst virkjunum
í Noregi þegar hann heimsótti systur
sína þar. Hann vildi nýta lækinn betur
og keypti rafal í Noregi, hóf samstarf við
Halldór Guðmundsson, fyrsta íslenska
raffræðinginn, sem var nýkominn úr
námi frá Þýskalandi og trésmiðinn Árna
Sigurðsson, sem lagði raflagnir.
Jóhannes lét þó ekki þar við sitja
heldur reisti síðar nýja rafstöð á Hörðu-
völlum. Hún framleiddi 37 kW sem var
nóg rafmagn fyrir allan Hafnarfjörð.
ÞETTA GERÐIST: 12. DESEMBER 1904
Fyrstu rafl jósin voru tendruð á Íslandi