Fréttablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 78
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 62
Tónleikar
20.00 Jólatónleikar Samkórs Reykja-
víkur í Fella- og Hólakirkju fara fram.
Stjórnandi er Guðrún Árný Guðmunds-
dóttir. Aðgangseyrir 2.000.-, frítt fyrir
grunnskólabörn í fylgd með fullorðnum.
20.30 Fjórðu tónleikar í tónleikaröðinni
Sérfræðingar að sunnan verða haldnir
á sviði menningarhússins Hofs á Akur-
eyri í kvöld. Hljómsveitin Prins Póló
leikur ásamt norðlensku hljómsveitinni
Heflunum. Miðaverð er 2.000 kr. Náms-
menn og eldri borgarar fá af því 25%
afslátt.
21.00 Jana María og hljómsveit
skemmta á Café Rosenberg
22.00 Baraflokkurinn kemur saman
eftir langt hlé, og heldur tónleika á Ob-
La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8.
22.00 Pétur Grétarsson trymbill, Frið-
rik Karlsson gítaristi ásamt Róberti
Þórhalls munu spila af fingrum fram
á Vínbarnum á Kirkjutorgi í kvöld.
Ókeypis aðgangur.
Sýningar
17.00 Í dag hefst Edvard Munch –
Hátíðardagskrá í Listasafni Íslands í
tilefni þess að þá eru liðin 150 ár frá
fæðingu þekktasta myndlistarmanns
Norðurlandanna, listmálarans Edvards
Munch.
17.00 Opnuð verður sýning á verkum
Ingu Elínar myndlistarmanns og hönn-
uðar í Artóteki. Sýningin er á Reykja-
víkurtorgi á 1. hæð Borgarbókasafns
Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15.
Hátíðir
17.00 Í dag er efnt til jóladagskrár fyrir
börn á öllum aldri í Listasafni Árnes-
inga, í tengslum við litla jólasýningu
sem unnin er út frá kvæðakverinu Jólin
koma og búið er að setja upp í safninu.
Stekkjastaur verður nýkominn til
byggða og líklegt að hann komi við.
Söngskemmtun
11.00 Frá og með fimmtudeginum 12.
desember koma jólasveinarnir við í
Þjóðminjasafninu. Þeir bræður munu
syngja og spjalla við börnin daglega
kl. 11.
Kvikmyndir
19.30 Kvikmyndin The Secret Life of
Walter Mitty verður sýnd á sérstakri
hátíðarsýningu þann 12. desember kl.
19.30 í Smárabíói
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
FIMMTUDAGUR
12. DESEMBER
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
Leirlistakonan Þóra Breiðfjörð kynnir
þessa dagana nýja línu sem sækir
innblástur til íslenskrar náttúru og
náttúruvætta. Meðal vara í línunni
eru bollar, kertastjakar og skoppara-
kringlur sem öll vísa í umhverfi okkar.
„Þetta byrjaði með því að Ragnhild-
ur Jónsdóttir sem rekur Álfagarðinn í
Hafnarfirði hafði samband og bað um
bolla fyrir kaffihúsið sitt,“ segir Þóra.
Það var fyrir um tveimur árum. Síðan
hafa bæst við línuna skopparakringlur
í líki lítilla dansandi álfa og kertastjak-
ar sem eru að hluta unnir úr endur-
unnu hráefni, svo eitthvað sé nefnt.
Auk þess eru bollarnir seldir með
heimablönduðu tei úr Álfagarðinum.
Þóra segir hugmyndina á bak við
þessa nýju gripi tengjast umræðu um
umhverfisvernd og náttúruvættir,
sem sprottið hafi aftur upp nýlega í
tengslum við framkvæmdir í Gálga-
hrauni. „Þetta er auðvitað ekkert ný
umræða,“ segir Þóra. „Við kunnum öll
sögur af þessum vættum eða þekkjum
einhvern sem kann þær.“ Að sögn Þóru
er stutt að sækja innblásturinn enda
liggur vinnustofa hennar beint við
Hellisgerði í Hafnarfirði.
Hægt er að virða nýju línuna fyrir
sér næstu helgi, en þá er Þóra með
opið hús á verkstæði sínu á Skúla-
skeiði 42. Einnig verður jurtaapótekið
úr Waldorfskólanum í Lækjarbotnum
með smyrsl, te og fleira til sölu. Tekið
verður á móti gestum frá klukkan tólf
til fimm báða dagana.
- bjarkia@frettabladid.is
Leirlist innblásin
af vættum og náttúru
Ný lína listakonunnar Þóru Breiðfj örð er byggð á náttúru og huldufólki. Hún
segir hugmyndina á bak við nýju gripina tengjast umræðu um umhverfi svernd.
NÁTTÚRUVÆNT Þóra ásamt munum úr nýju línunni.
Við kunnum öll sögur af þessum vættum eða
þekkjum einhvern sem kann þær.
Þóra Breiðfjörð
- Hrein snilld -
Í ELDAMENNSKUNA
Gerðu máltíðina enn betri með teningunum frá Bong
því þeir laða fram það besta úr góðu hráefni.
EKKERT MSG
ENGIN TRANSFITA
ENGIN LITAREFNI