Fréttablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 34
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 34 ríkissjóð. Fyrirtækin greiða meiri hluta verkefnakostnaðarins sjálf, þ.m.t. skatta og gjöld af launum og aðföngum frá fyrsta mánuði. Ef skoðaðar eru lykiltölur úr rekstri, stuðningur og uppsöfnuð greiðsluáhrif á ríkissjóð tímbilið 2006-2013 vegna nýsköpunarfyrir- tækis sem stofnað var 2006, kemur í ljós að stuðningur Tækniþróunar- sjóðs og endurgreiðslur R&Þ kostn- aðar skv. lögum nr. 152/2009 eru 175,6 milljónir króna á tímabilinu. Tekjur ríkissjóðs af fyrirtækinu eru 392,3 milljónir eða 216,7 millj- ónir umfram stuðning. Ef horft er á greiðsluflæðið er arðsemi ríkis- sjóðs mikil því mismunur á skatt- greiðslum og stuðningi við fyrir- tækið er mest neikvæður um -6,2 m.kr. á árinu 2008 en snýst svo við árið eftir og verður uppsafn- aður +217 m.kr. í árslok 2013. Þetta jafngildir 35 faldri (3500%) endur- greiðslu og 167% innri vöxtum fyrir ríkissjóð. Ólíklegt er að uppbygging fyrirtækisins hefði orðið jafn farsæl án stuðnings. Þetta er ekkert einsdæmi því þau fyrirtæki sem hlotið hafa við- urkenningu Vaxtarsprotans fyrir góðan vöxt gefa öll svipaða mynd. Ef skoðað er úrtak þrettán fyrirtækja sem fengu styrki úr Tækniþróun- arsjóði árið 2005 þá jókst heildar- velta þeirra úr 20 milljörðum 2005 í 118 milljarða á árinu 2012. Starfs- mannafjöldinn fór úr nær 500 í um 1000. Fyrirtækin greiddu framlög ríkisins 20-40 falt til baka á tíma- bilinu. Arðurinn af fjárfestingu rík- issjóðs mælist í tugum milljarða og vandfundin betri dæmi fyrir þjóðar- búskapinn. Það má því spyrja hvort þjóðin hafi efni á að afþakka slíka arðsemi og tekjustreymi fyrir rík- issjóð? Mótsögn Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkis- stjórnar kemur m.a. fram að „Rík- isstjórnin leggur mikla áherslu á nýsköpun í öllum atvinnugreinum“. Nú liggur fyrir fyrsta fjárlaga- frumvarp nýrrar ríkisstjórnar fyrir árið 2014. Frumvarpið einkennist af hörðum niðurskurði á flestum svið- um. Framlag í Tækniþróunarsjóð á að lækka um 282,5 m.kr. Í greinar- gerð er lýst áformum um áfram- haldandi lækkun, 100 m.kr. árið 2015 og 185 m.kr. árið 2016. Einnig er boðuð lækkun á endurgreiðslu- hlutfalli vegna nýsköpunar- og þró- unarverkefna úr 20% í 15%. Það er því ekki að sjá að frumvarpshöfund- ar þekki arðsemi dæmanna hér að framan. Boðaðar breytingar í fjárlaga- frumvarpinu 2014 eru í hróplegri mótsögn við þessa stefnu og með fjáraukalögum 2013 á enn að skera Tækniþróunarsjóð afturvirkt um 150 milljónir króna. Virkt samstarf Þjóð sem rambar á barmi gjald- þrots þarf að forgangsraða í þágu verðmætasköpunar og útflutn- ingsgreina sem geta vaxið og greitt góð laun. Við þurfum einfaldlega að snúa vörn í sókn í harðri sam- keppni við nágrannaþjóðir um fólk og fyrirtæki í nýsköpun. Með virk- ara samstarfi þvert á ráðuneyti með þátttöku fulltrúa fyrirtækja m.a. á Hátækni- og sprotavettvangi er hægt að straumlínulaga starfsum- hverfið og hraða umbótum. Fáar þjóðir leggja jafn mikið á sig til að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðarvörum og við Íslendingar. Það gerum við með því að leggja tolla og vörugjöld á innfluttar landbúnaðarvörur. Í ein- hverjum tilfellum flytj- um við inn tollfrjálsar landbúnaðarvörur (vegna alþjóðlegra samninga um tollkvóta) en þá eru þeir tollkvótar boðnir út og það skilar sér á endanum út í verðlag- ið. Markmiðið með þessari stefnu er að þjóðin haldi sig við innlend- ar landbúnaðarafurðir og fúlsi við þeim erlendu verðlagsins vegna. Ég fæ ekki betur séð en að allir stjórnmálaflokkar sem verið hafa við völd styðji þessa vernd- arstefnu. Í byrjun síðasta kjör- tímabils var meira að segja gefið í og tollar hækkaðir það mikið að seljendur töldu sér vart fært að standa í sölu á innfluttum land- búnaðarvörum. Nú hefur Björt framtíð lagt fram frumvarp sem snýr að því að afnema tolla og vörugjöld á staðgengdarvörur mjólkur, þ.e; hrís-, soja-, möndlu- og hafram- jólk. Þeir sem ekki neyta mjólk- ur eiga ekki að þurfa að gjalda fjárhagslega fyrir það og því er réttlætismál að tollar og vöru- gjöld af þessum vörum verði lögð niður hið snarasta. Verðmunur- inn á mjólk og staðgengdarvör- um hennar er víst nægur fyrir. Þetta er lítið en mikilvægt skref í rétta átt. Margir eru þeirrar skoðunar að vernda eigi innlenda landbúnað- arframleiðslu með öllum ráðum. Neytendum sé einfaldlega ekki treystandi fyrir því að velja „rétt“ þegar kemur að þessum mála- flokki. Það er að mínu mati röng stefna. Frjáls markaður gengur jú út á að neytendur velji og hafni og eftir því sem þeir hafa meira val því betra. Nú er það auðvitað ekki þannig að þau sem drekka kúa- mjólk hætti því þótt valkostunum fjölgi — hin eiga hins vegar full- an rétt á að velja eitthvað annað. Alls konar mjólk er nefnilega góð og það er ósanngjarnt að refsa þeim fjárhagslega sem vilja hella sojamjólk út á morgunkornið sitt. Um það eru eflaust allir sammála og ég á því ekki von á öðru en að þetta mál fái framgang á Alþingi. ➜ Nú er það auð- vitað ekki þannig að þau sem drekka kúamjólk hætti því þótt valkostunum fjölgi – hin eiga hins vegar fullan rétt á að velja eitt- hvað annað. Alls konar mjólk er góð Móðir mín er 92 ára gömul. Undanfarin ár hefur hún búið í þjónustuí- búð í Reykjavík en sl. vor þurfti hún að leggjast inn á sjúkrahús og þegar leið á sumarið var ljóst að hún þyrfti komast á hjúkrun- arheimili. Þangað er hún nú flutt og fer vel um hana þar. Þetta ferli getur tekið nokkurn tíma og þess vegna var hún meira og minna á sjúkrahúsi í allt sumar. Því miður þurfti hún að þvælast milli deilda þar sem ekki var pláss á öldrunar- deild, en alls staðar fékk hún góða umönnun. Hún þurfti ekki að greiða fyrir þessar gistinætur á sjúkrahús- inu. Hún var svo heppin að þegar hún var að komast á fullorðins- ár var farið að mótast hér vel- ferðarsamfélag. Til þess borguðu þau skatta af tekjum sínum hún og faðir minn, og þess nutu þau reyndar þegar hann missti heils- una á besta aldri. Þau höfðu aldrei efnast verulega, komust bærilega af, en heilsuleysi föður míns hefði eflaust orðið þeim fjárhagslegur baggi ef hér hefði ekki verið búið að byggja upp þó það velferðar- samfélag sem þá var komið. Ég minnist þess hversu föður mínum var það mikið í mun að við börnin hans gætum sótt okkur framhaldsmenntun eftir grunn- skóla, sjálfur hafði hann ekki á kost á því nema að litlu leyti. Eftir menntaskóla nutum við bræðurn- ir hagstæðra námslána til að fjár- magna háskólanám. Engin byrði Ég er því ákaflega þakklátur að hér var á sínum tíma byggt upp velferðarkerfi og skattkerfi til að standa undir því. Að tala um skattbyrði er sem guðlast í mínum eyrum. Það er mér engin byrði að greiða hluta af tekjum mínum til að tryggja að ungt fólk geti menntast eins og ég fékk tæki- færi til, að fólk sé fjárhagslega tryggt þrátt fyrir heilsubrest á besta aldri eins og faðir minn, eða geti dvalist á sjúkrahúsi og notið umönnunar þar þegar heils- an bregst á gamals aldri eins og móðir mín. En velferðarkerfi okkar er engan veginn fullkomið, það þarf að bæta í frekar en hitt. Þess eru dæmi að fólk greinist með alvar- lega sjúkdóma og þarf að gang- ast undir kostnaðarsama með- ferð sem það þarf sjálft að greiða að hluta. Og fjárhagsáhyggjur bætast við áhyggjur vegna sjúk- dómsins. Það er góðra gjalda vert að sjúkrasjóðir stéttarfélaganna taki þátt í kostnaði við meðferð eða dvöl á sjúkrahúsi. En hvað með þá sem eru hættir að vinna og eiga ekki lengur aðgang að sjúkrasjóðum? Sumir hafa slíkar tekjur eða eignir að þá munar ekkert um að greiða fullu verði fyrir skóla- göngu barna sinna eða læknis- þjónustu og umönnun þegar heils- an bregst. Ef einhverjir þeirra, sem nú hafa mest pólitísk völd, eru í þeirri stöðu, þá bið ég þá að líta til hinna sem ekki hafa slíka tryggingu á eigin bankareikning- um. Ég hef hvorki slíkar tekjur né eignir, en ég vil gjarnan fá tæki- færi til að borga skatta jafnt og þétt til að tryggja velferð mína og samborgara minna. Lífskjör mín batna ekki með lægri sköttum ef sú trygging veikist. ➜ Það er mér engin byrði að greiða hluta af tekjum mínum til að tryggja að ungt fólk geti menntast eins og ég fékk tækifæri til, að fólk sé fjárhagslega tryggt þrátt fyrir heilsu- brest á besta aldri eins og faðir minn, eða geti dvalist á sjúkrahúsi og notið umönn- unar þar þegar heilsan... Leyfi ð mér að borga skatta SAMFÉLAG Einar Ólafsson bókavörður LANDBÚNAÐUR Brynhildur Pétursdóttir þingkona Bjartrar framtíðar Nú er til umfjöllunar á Alþingi frumvarp um breyt- ingar á lögum um notk- un þjóðfána Íslendinga á íslenskum vörum. Í frumvarpinu er hönnun, handverki og jafnvel föndri ruglað saman eins og er nokkuð algengt hér á landi. Íslensk hönnunarvara er í frumvarpinu skilgreind sem vara hönnuð og framleidd á Íslandi. Það er ekki rétt skil- greining. Verði fumvarpið samþykkt óbreytt mun það koma í veg fyrir að flest fyrirtæki sem raunverulega selja og framleiða íslenska hönnunarvöru geti notað fánann á sínar vörur. Hönnunarvara Hönnunarvara er búin til af mennt- uðum hönnuðum sem flestir hafa háskólanám að baki. Margir hönnuð- ir stofna fyrirtæki, hanna vörur og láta framleiða þær fyrir sig, mark- aðssetja og selja. Þessar vörur eru ýmist framleiddar í verksmiðjum hér á landi eða erlendis og stundum handgerðar að hluta eða öllu leyti af handverksfólki. Handverkið sjálft er sjaldnast aðalatriði hönnunarvöru en gæði og stöðugleiki í framleiðslu eru mjög mikilvæg. Í einhverjum tilfellum framleiða hönnuðir sjálfir sínar vörur en ástæðan er oftast sú að það er mjög erfitt að finna fram- leiðendur hér á Íslandi. Markmið hönnuða er yfirleitt nýsköpun, að búa til nýja hluti, finna nýjar lausnir eða leiðir sem ekki hafa verið farnar áður. Hugmyndin er það sem skipt- ir mestu máli en ekki aðferðin við framleiðslu hennar. Aðrir hönnuðir hanna vörur og selja hugmyndir sínar til fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu, sölu og markaðssetningu á hönnunarvör- um. Í þeim tilfellum er varan stund- um markaðssett sem vara eftir viðkomandi hönnuð (s.b. IKEA sem markaðsset- ur vörur undir nafni ákveð- inna hönnuða) en stundum er varan einungis mark- aðssett undir nafni fyrir- tækisins. Margir hönnuðir ráða sig til starfa hjá fyrirtækjum og hanna vörur eða sérhæfða þjónustu sem seld er undir nafni fyrirtækjanna s.b. íslensku fyrirtækin Össur, 66North og Cintamani. Handverk Handverk er unnið af list- og iðn- menntuðu handverksfólki og fólki sem hefur sérhæft sig í ákveðnu handverki. Handverksfólk vinn- ur yfirleitt eitt að sínum verkum og framleiðslugetan takmarkast af afköstum hvers og eins. Hand- verkið sjálft er aðalatriði og aðferð- in og efnið hefur afgerandi áhrif á hugmyndina sem unnið er með og útkomu hennar. Handverksfólk og hönnuðir vinna oft saman. Sumt handverk getur fallið undir skil- greininguna hönnun en flest hand- verk gerir það ekki. Föndur Föndur er það sem fólk gerir þegar það er að búa eitthvað til án þess að hafa til þess sérstaka menntun eða sérhæfða handverkskunnáttu. Flest okkar föndrum og notum þá upp- skriftir eða fyrirmyndir sem við finnum í blöðum, á netinu eða ann- ars staðar. Föndur er ekki hönnun og ekki listhandverk. Hönnunarmiðstöð Íslands hefur gert athugasemd fyrir hönd íslenskra hönnuða og fyrirtækja á því sviði varðandi skilgreiningu á íslenskri hönnun í frumvarpinu. Einnig er gerð athugasemd við að ekki er gert ráð fyrir gæðaeftir- liti vegna notkunar fánans á vörur. Miklar líkur eru á því að fáninn verði settur á vörur sem eru mjög misjafnar að gæðum. Það getur leitt til þess að hann verði ekki talinn eftirsóknarvert tákn og framleið- endur hannaðrar gæðavöru og mat- væla muni alls ekki vilja nýta hann sér og vörum sínum til framdráttar. Á Íslandi er fjöldi fyrirtækja á sviði hönnunar, íslensk fyrirtæki sem eru stolt af því að markaðs- setja sig sem slík og bera þannig hróður Íslands víða um lönd. Fram- leiðslugeta á Íslandi er afar tak- mörkuð þannig að flest fyrirtæki á þessu sviði verða að leita út fyrir landsteinana eftir framleiðendum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Verði frumvarpið samþykkt í óbreyttri mynd mættu okkar helstu fyrirtæki á sviði hönnunar ekki nýta fánann á vörur sínar. Þar skiptir íslenskt hráefni ekki máli en fram- leiðslan öllu. Þetta eru fyrirtæki eins og STEiNUNN, Farmers Mar- ket, 66North, Geysir, KronKron, Vík Prjónsdóttir, Ígló&Indí, ELLA, JÖR, Færið, Bility og mörg fleiri. Föndrari sem býr til dúkkur úr innfluttum perlum eftir fyrirmynd úr blaði gæti aftur á móti hengt íslenska fánann á þær og selt. Hönnunarmiðstöð Íslands er í eigu Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna og innanhússarkitekta, Félags íslenskra landslagsarki- tekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönn- unarfélags Íslands, Textílfélags- ins, Félags íslenskra gullsmiða og Félags íslenskra teiknara. ➜ Miklar líkur er á því að fáninn verði settur á vörur sem eru mjög misjafnar... ➜ Þjóð sem rambar á barmi gjaldþrots þarf að forgangs- raða í þágu verðmætasköp- unar og útfl utningsgreina. Íslensk hönnun, handverk og föndur? Við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins, verðmætasköpun og útflutning til að koma Íslandi aftur í fremstu röð landa varðandi efnahag, velferð og lífsgæði. Skapa þarf sam- keppnishæft starfsumhverfi og gera Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrir- tæki. Fjármagn til nýsköpunar og fjárfestinga, mannauður og mennt- un, haftalaus tengsl við helstu mark- aðssvæði og gjaldgengur gjaldmiðill eru mikilvægustu forsendurnar. Öflugt rannsókna- og þróunar- starf hefur skilað því á undan- förnum árum að nú koma um 20% gjaldeyristekna þjóðarinnar frá fyrirtækjum í tækni- og hugverka- greinum. Árangurinn kemur einn- ig fram í aukinni verðmætasköpun og framleiðni í öðrum útflutnings- greinum, t.d. fiskiðnaði, ferðaþjón- ustu og orkutengdum iðnaði. Auknar tekjur strax Framlög ríkisins í gegnum sam- keppnissjóði til nýsköpunar á borð við Tækniþróunarsjóð og AVS auk skattalegra hvata til þróunar- og markaðsstarfs skila í flestum til- fellum jákvæðu greiðsluflæði í Fjárfesting í nýsköpun skilar sér strax í ríkissjóð ÍSLENSKAR VÖRUR Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmið- stöðvar Íslands NÝSKÖPUN Davíð Lúðvíksson forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins Haukur Alfreðsson verkefnisstjóri Hátækni- og sprotavettvangs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.