Fréttablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 38
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 38
Þegar spilaborgin hrundi
árið 2008 og íslenskir
bankakarlar reyndust ekki
þau séní sem búið var að
innprenta okkur var fátt
um fína drætti í hinni sérís-
lensku minnimáttarkennd.
Til að hækka risið á lands-
mönnum var fljótlega farið
að benda á að íslenska tón-
listarútrásin væri nú alls
ekkert feik eins og banka-
ruglið.
Grunnstoðir poppsins
Eftir að Mezzoforte og Sykurmol-
arnir ruddu brautina hafa Björk,
Sigur Rós, Of Monsters & Men og
fjöldinn allur af öðru listafólki selt
ófá gistirými úti um allt land. Túr-
istarnir – hinar nýju síldartorfur –
koma nefnilega ekki eingöngu hing-
að út af náttúrunni og Bláa lóninu,
heldur í stórum mæli vegna þess-
ara sendiherra landsins. Það er
staðreynd að í nánast öllum viðtöl-
um sem þetta fólk fer í í útlöndum
þarf það að svara spurningum um
land og þjóð. Og það ásamt tónlist-
inni sjálfri auglýsir landið og kveik-
ir ímynd af landi og þjóð í hugum
væntanlegra gistináttanotenda.
Einhvers staðar þarf að byrja og
popplistafólk lifir ekki í tómarúmi,
frekar en aðrir. Athygli og svörun
er hverjum listamanni nauðsynleg.
Nú er mikið talað um að horfa þurfi
á „stóru myndina“. Hún er þessi:
Grunnstoðir poppsins (hér
nota ég orðið „popp“ eins
vítt og hugsast getur) hafa
lengi verið þrjár á Íslandi
– Músíktilraunir, Iceland
Airwaves og Rás 2. Þegar
fólk byrjar að tala um að
Rás 2 megi nú alveg missa
sín því einkareknar stöðvar
geti sinnt því að spila „popp-
garg“, er það ekki alveg að
skilja hvernig einkarekn-
ar útvarpsstöðvar funkera. Á þeim
öllum er „playlisti“ sem stílar inn á
markhópinn því talið er að mark-
hópurinn geti ekki höndlað marg-
ar tegundir í einu. Einkareknar
stöðvar eru reknar með gróða að
markmiði og í því ljósi eru áherslur
þeirra skiljanlegar. Það er ekk-
ert sem gefur til kynna að hegðun
einkarekinna stöðva myndi breytast
ef Rás 2 yrði lögð niður.
Fjársvelti, skilningsleysi og tuð
Á Rás 2 eru jákvæðar tölur í árs-
skýrslu ekki helsta keppikeflið – eða
ætti a.m.k. ekki að vera það – og því
ægir þar öllu saman. Á eftir Geir-
mundi kemur kannski útúrsýrt lag
með Dj Flugvél og geimskipi, þaðan
er skipt í Skálmöld og svo kannski
gamalt lag með Elly Vilhjálms.
Rás 2 er víðsýnasta útvarp lands-
ins og hlustendurnir hafa tamið sér
umburðarlyndi fyrir mismunandi
stílum. Þeir skipta ekki um stöð þótt
það komi eitthvað sem þeim finnst
leiðinlegt því þeir vita af reynslu
að næsta lag verður eitthvað allt
annað. Auk fjölbreytninnar hefur
Rás 2 sinnt frábæru starfi við að
taka upp og varðveita ómetanlegar
heimildir um jálka poppsins jafnt
sem nýgræðinga, búið til fræðandi
og metnaðarfulla þætti og almennt
reynt að hlúa að senunni þrátt fyrir
endalaust fjársvelti, eilíft skilnings-
leysi og viðvarandi tuð.
Ég hélt satt að segja að það þyrfti
ekki að ræða þetta lengur. Ég hélt
að hin fúla umræða um lág- og
hámenningu frá því á síðustu öld
væri fyrir bí, þetta andlausa stagl
um hvað sé menning og hvað sé
ekki menning. Ég hélt að árangur
íslensks tónlistarfólks væri nóg til
að þess að hver hugsandi maður
skildi af hverju frjálst og víðsýnt
útvarp sem sinnir fræðslu, upp-
byggingu og varðveislu er nauð-
synlegt.
En svo er ekki og þess vegna
skrifaði ég þessa grein. Þótt ég
skrifi bara einn undir hana er ég
nánast öruggur um að hver og einn
einasta poppari landsins myndi
skrifa undir hana líka ef til hans
væri leitað.
Niðurstöður voru nýlega
kynntar úr Pisa-könnun-
inni sem gerð er á þriggja
ára fresti og varð útkoma
íslenskra barna mennta-
málaráðherra, Illuga
Gunnarssyni, mikið áfall.
Illugi vill í kjölfarið grand-
skoða menntakerfið og er
það vel, en fleira þarf að
skoða. Könnunin sýnir að
íslensk börn hafa frá árinu
2000 verið að fara niður
á við í les- og stærðfræði-
skilningi. Aðeins hægði á
þessu árið 2006 til 2009 en
eftir það má sjá áberandi
hnignum og við mælingu 2012 eru
Ísland og Svíþjóð ásamt Mexíkó
og Chile lökust af þeim 32 OECD-
löndum sem mæld voru. Þegar
útkoman var skoðuð eftir lands-
hlutum komu Suðurnesin lang-
verst út en þar var útkoman áber-
andi slökust.
Hvað veldur því að Suðurnesin
koma langverst út úr þess-
ari mælingu þegar bornir
eru saman landshlutar?
Það á sér eflaust ýmsar
skýringar en getur verið
að langvarandi atvinnu-
leysi foreldra og fátækt
hafi þar einhver áhrif?
Rannsóknir sýna að börn
sem alast upp við fátækt
eiga erfiðara uppdrátt-
ar og kemur það niður á
andlegri heilsu þeirra.
Barnaverndartilkynn-
ingum í Reykjanesbæ
og Sandgerði hefur farið
fjölgandi undanfarin ár,
sem gefur sterkar vísbendingar
um að ástandið sé farið að bitna á
börnunum.
Í fréttatíma Bylgjunnar þann 3.
desember var rætt við bæjarstjóra
Reykjanesbæjar sem gat ekki leynt
undrun sinni og sagðist vera mjög
hissa á þessari niðurstöðu. Tveim-
ur dögum áður hafði þó á forsíðu
Fréttablaðsins verið vísað í skýrslu
Barnaverndarstofu þar sem fram
kom að á fyrstu 9 mánuðum þessa
árs hafi barnaverndartilkynningar
í Reykjanesbæ verið 50% fleiri en
árið 2012.
Hefur þeim farið fjölgandi jafnt
og þétt eftir hrun og eru tilkynn-
ingar til Barnaverndar langflest-
ar þaðan ef miðað er við fólks-
fjölda, en í Reykjanesbæ búa
14.200 manns og er heildarfjöldi
barnaverndartilkynninga 8% af
heildarfjölda tilkynninga á lands-
vísu. Þegar hlutfall barnaverndar-
mála á hver þúsund börn er notað
sem mælistika var landsmeðaltal-
ið 54,6 börn en í Reykjanesbæ var
hlutfallið 80 börn.
Áhrif fátæktar á börn
Við megum ekki halda áfram að
stinga höfðinu í sandinn og horfa
fram hjá þeim vanda sem fátækt
hefur á börnin. Það búa mörg börn
við það að þurfa oft að hrekjast frá
einum stað til annars vegna hús-
næðisleysis foreldra og búa jafnvel
í húsnæði sem ekki getur talist til
mannabústaða. Það eru einnig til
börn sem búa við það þegar líða fer
á mánuðinn að ekki er til matarbiti
á heimilinu því peningarnir duga
ekki til. Jafnhliða fjölgun barna-
verndartilkynninga hefur fjölgun
bráðamála og tilvísana á Barna- og
unglingageðdeild aukist ár frá ári
og eru þar langir biðlistar.
Er líklegt að börn sem upp-
lifa tíða flutninga, langvarandi
atvinnuleysi foreldra og það von-
leysi og depurð sem það óhjá-
kvæmilega hefur í för með sér fái
þá uppörvun, umönnun og hvatn-
ingu sem þau þurfa til að standa
sig vel í skóla? Eða getur verið
að hluta af vanda barnanna megi
rekja til þessara þátta?
Að þessu sögðu tel ég að fleiri
þættir en það sem gerist innan
veggja skólans hafi áhrif á náms-
árangur barna. Þess vegna þarf
samfélagið allt að hlúa betur að
börnunum, sérstaklega þeim sem
minna mega sín og eiga um sárt að
binda.
Hefur kreppan áhrif á námsárangur barna?
Þegar Alþingi tekur
fjárlagafrumvarpið til
umræðu ár hvert verður
mönnum tíðrætt um for-
gangsröðun. Eðlilega.
Ef niðurskurður er yfir-
vofandi fyrir Háskóla-
og rannsóknastarfsemi
– sem hann oft er – þá
heyrast gjarnan raddir
um mikilvægi háskóla og
rannsókna fyrir atvinnu-
lífið.
Þessi rök heyrðust reynd-
ar ekki síður þegar meira var
um peninga í samfélaginu. Þá
gjarnan í þeim tilgangi að styðja
við uppbyggingu nýrra eininga
sem skyldu jafnan reknar í sem
nánustu samstarfi við atvinnulíf-
ið. Í þessu samhengi hafði orðið
atvinnulíf oftar en ekki afskap-
lega þrönga merkingu. Það virð-
ist vera landlægur skilningur á
orðinu að það nái einungis yfir
framleiðslugreinar, eða jafn-
vel ákveðinn hluta framleiðslu-
greina, þ.e. tækni og matvæla-
framleiðslu.
Auðskilið
Þegar beðið er um rökstuðn-
ing á þjónustuhlutverki Háskóla
og rannsókna fyrir atvinnu-
lífið erum við fljót að grípa til
þekktra dæma um íslenskar
hágæðarannsóknir á sviði lækn-
isfræði, iðntækni og líftækni.
Það er eitthvað svo auðvelt að
nefna hvernig efnafræðilegar
rannsóknir á íslenskum jurtum
hafa orðið til framleiðslu líf-
virkra efna, hvernig háskóla-
rannsóknir hafa kollvarpað
tækni í sjávarútvegi og hvatað
stofnun aðþjóðlegra tæknifyrir-
tækja. Þetta er auðskilið.
Það krefst kannski dýpri – og
lengri – umræðu að skýra, t.d.
hvernig grunnrannsóknir á forn-
málum urðu undirstaða þeirrar
samfélagsgerðar sem við þekkj-
um. Það er erfitt að ímynda sér
samfélag þar sem ekki er unnið
út frá siðferðilegum grundvall-
arreglum eða er án grunnþekk-
ingar á sögu og tungumáli. Það
er erfitt að ímynda sér sjávarút-
veg og landbúnað án grundvall-
arþekkingar á náttúru- og erfða-
fræði. Það er erfitt að ímynda
sér samfélag – og fjölda atvinnu-
greina – án skáldsagna, tónlistar
og myndlistar.
Fléttast inn í allt lífið
Grundvallarþekking nútíma-
mannsins fléttast inn í allt okkar
líf og er orðin svo sjálfsögð að
við tökum sjaldan eftir henni. En
það er nauðsynlegt að muna eftir
því að forsendur okkar daglega
lífs hafa orðið til vegna hugvits,
ástríðu, dugnaðar og sköpunar-
gáfu einstaklinga fyrri tíma.
Þessir einstaklingar fengu tæki-
færi til að stunda sína sköpun og
rannsóknir og við búum að því
í dag.
Ég þekkti einu sinni stelpu
sem „eyddi“ mestum hluta sinn-
ar skólagöngu í að lesa skáldsög-
ur, teikna, skrifa ljóð og láta sig
dreyma um að ferðast um frum-
skóga Afríku. Seinna „eyddi“
hún fjórum árum ævi sinnar í
að rannsaka hornsíli, eina óhag-
nýtta fisk landsins.
Í dag stundar hún rannsókn-
ir og stendur að stofnun sprota-
fyrirtækja sem tengjast helstu
atvinnuvegum Íslands. Það er
nefnilega ekki alltaf augljóst
hvaða bakgrunnur, menntun og
rannsóknir verða til góðs. Þessu
er vel lýst í hugvekjandi ræðu
barnabókahöfundarins Neil
Geiman frá 14. október síðast-
liðnum. Hann lýsir heimsókn
sinni á ævintýra- og barna-
bókaráðstefnu í Kína. Líklega
þá fyrstu sinnar tegundar þar
í landi en kínversk stjórnvöld
standa nú fyrir átaki um að auka
lestur barna á teiknimyndasög-
um og vísindaskáldsögum.
Undraverður árangur
Af hverju? Jú, Kínverjar hafa
náð undraverðum árangri í
tæknilegri framleiðslu á síðustu
árum en það vantar nýsköpun.
Það var því gerð könnun meðal
lykilstarfsmanna nokkurra
bandarískra tæknifyrirtækja.
Niðurstaðan var skýr, það sem
þetta fólk átti sameiginlegt var
að hafa „eytt“ sinni barnæsku í
að lesa teiknimyndasögur, skáld-
sögur og láta sig dreyma. Það
samfélag sem styður við ímynd-
unarafl, frjóa hugsun og frjálsar
„rannsóknir“ ungs fólks hlýtur
að vera það samfélag sem hvetur
til áframhaldandi nýsköpunar,
þróunar og vaxtar. Ekki fórna
því.
Niðursetningur
atvinnulífsins
VÍSINDI ➜ Grundvallarþekk-
ing nútímamannsins
fl éttast inn í allt okkar
líf og er orðin svo
sjálfsögð að við tökum
sjaldan eftir henni. En
það er nauðsynlegt að
muna eftir því að for-
sendur okkar daglega
lífs hafa orðið til
vegna hugvits, ástríðu,
dugnaðar og sköpunargáfu
einstaklinga fyrri tíma. Þessir
einstaklingar fengu tækifæri
til að stunda sína sköpun.
SAMFÉLAG
Jónína
Gunnarsdóttir
félagsráðgjafi sem
hefur starfað að
barnaverndar-
málum á Íslandi og
í Noregi
➜ Við megum ekki halda
áfram að stinga höfðinu í
sandinn og horfa fram hjá
þeim vanda sem fátækt
hefur á börnin. Það búa
mörg börn við það að þurfa
oft að hrekjast frá einum
stað til annars vegna hús-
næðisleysis foreldra og búa
jafnvel í húsnæði sem ekki
getur talist til mannabústaða.
Það eru einnig til börn sem
búa við það þegar líða fer
á mánuðinn að ekki er til
matarbiti á heimilinu því
peningarnir duga ekki til.
➜ Túristarnir – hinar nýju
síldartorfur – koma nefni-
lega ekki eingöngu hingað
út af náttúrunni og Bláa
lóninu …
Rás 2 selur gistirými
Það má kannski segja að
með skuldaleiðréttingu
ríkis stjórnarinnar sé reynt
að gera hið ómögulega –
að skilgreina réttlæti. Það
getur verið vandasamt, því
réttlæti eins er óréttlæti
annars. Það vantar skil-
greiningu á hugtakinu sem
allir geta sætt sig við. Þeim,
sem fær hámarks leiðrétt-
ingu samkvæmt hugmynd-
um stjórnvalda, finnst rétt-
lætinu fullnægt, sá sem fær minna
er kannski á öndverðri skoðun. Það
verður aldrei hægt að gera öllum til
hæfis. Það er hins vegar sjálfsagt
að stefna að eins miklu réttlæti og
hægt er. Til þess að ná því verður að
setja viðmið sem flestir geta sæst á.
Flest heimili landsins, eða um
100 þúsund talsins, munu fá leið-
réttingu á þeirri ógnarhækkun sem
varð á lánum þeirra í kringum 2008.
Það verða þó alltaf hópar sem verða
útundan eða fá minni leiðréttingu en
fjöldinn. Það hefur verið minnst á
eldri borgara sem eru með há lán og
geta ekki nýtt sér skattaafslátt við-
bótarlífeyrissparnaðar. Það hefur
verið minnst á öryrkja og aðra hópa
sem eru svo illa staddir að þeir hafa
yfirleitt ekki efni á að leggja neitt
til hliðar í sparnað. Sumir hafa jafn-
vel minnst á námsmenn og
bent á að námlánin hafi
líka hækkað upp úr öllu
valdi í hruninu.
Verðtryggingin næst
Þetta er allt rétt. Viðfangs-
efni stjórnvalda var hins
vegar stórt og kosningalof-
orð Framsóknarflokksins
var skýrt. Forsendubrestur
heimilanna skyldi leiðrétt-
ur. Það þýðir með öðrum
orðum að verðtryggð fasteignaveð-
lán skulu leiðrétt. Leiðréttingin nær
því ekki til allra lána, hverju nafni
sem þau kallast, heldur eru þau skil-
greind fyrirfram.
Hér komum við aftur að rétt-
lætishugtakinu. Er það réttlæti að
skuldaleiðréttingunni skuli vera
skipt ójafnt milli landsmanna? Náði
forsendubresturinn ekki til allra í
einni eða annarri mynd? Svarið er
eflaust já, en það er einfaldlega ekki
hægt að gera allt fyrir alla.
Staða okkar er þessi fimm árum
eftir fjármálahrun: 14 þúsund fjöl-
skyldur á aldrinum 30-39 ára eru
í vanskilum með húsnæðislán eða
telja greiðslubyrði vera þunga. Í
næsta aldurshópi fyrir ofan 40-49
ára eru 11 þúsund fjölskyldur í sömu
sporum. Í heild eru um 45 þúsund
fjölskyldur sem eiga í erfiðleikum
með að borga af húsnæðislánum
sínum um hver mánaðamót. Staðan
hefur lítið batnað frá hruni og þetta
hefur dregið úr einkaneyslu og hag-
vexti. Við þessu verður að bregð-
ast áður en illa fer. Til þess verður
varið allt að 150 milljörðum króna
á næstu árum. Skjaldborgin er loks
að líta dagsins ljós eftir mögur ár
vinstri stjórnarinnar. Það tók núver-
andi ríkisstjórn aðeins örfáa mán-
uði að hrinda því í framkvæmd sem
fyrri stjórn treysti sér ekki til að
gera.
Þá má ekki gleyma því að Alþingi
á eftir að fjalla um skuldaleiðrétt-
inguna og frumvörp henni tengdri
og það er allt eins líklegt að þar
komi fram breytingatillögur. Málið
er því ekki búið og verkefni stjórn-
valda í þágu heimila landsins er
langt frá því að vera búið. Næst á
dagskrá er verðtryggingin.
Leitin að réttlætinu
MENNING
Dr Gunni
tónlistarmaður
FJÁRMÁL
Karl Garðarsson
þingmaður
Framsóknarfl okks
➜ Skjaldborgin er loks að
líta dagsins ljós eftir mögur
ár vinstri stjórnarinnar. Það
tók núverandi ríkisstjórn að-
eins örfáa mánuði að hrinda
því í framkvæmd sem fyrri
stjórn treysti sér ekki til…
Guðbjörg Ásta
Ólafsdóttir
vísindamaður við
Háskóla Íslands