Fréttablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 26
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 26 Hvort sem foreldrar eiga við áfeng- isvanda að stríða eða ekki ættu þeir að sleppa áfengum drykkjum yfir jólahátíðina. Þetta segir Jóna Mar- grét Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur um áfengis- og vímu- efnamál. „Viðhorf til matarmenningar hefur breyst þannig að sumir leggja mikla áherslu á að hafa gott rauð- vín eða jólabjór með jólasteikinni. Svo fá menn sér kannski koníak með kaffinu á eftir en þá er fólk orðið vímað. Börn skynja strax þess konar breytingu á foreldrum sínum,“ segir Jóna Margrét. Hún tekur fram að þótt foreldr- arnir séu ekki áfengissjúklingar verði börnin smeyk við breytingarn- ar. „Tilfinningin hjá börnunum eykst við það að finna lyktina af áfengi og talsmáta og hegðun foreldrisins. Það skyggir á jólagleði barna og maka. Það er algjör vanræksla af hálfu for- eldris að vera drukkið fyrir framan barn sitt, hvort sem það er um jól eða á öðrum tímum. Vanræksla er þáttur af ofbeldi.“ Jóna Margrét, sem fengið hefur í ráðgjöf til sín börn og unglinga, segir kvíða barnanna koma fram með mismunandi hætti. „Sum verða uppreisnargjörn, önnur draga sig í hlé eða taka að sér aukna ábyrgð. Þau gæta vel að því sem þau segja og gera til þess að enginn sé reiður. Þau trúa og vona að hagi þau sér vel drekki foreldrið minna. Þá eru þau búin að taka á sig ábyrgð á drykkju foreldris. Líkamleg einkenni geta einnig fylgt kvíða barnanna. Þau fá illt í magann og höfuðverk.“ Jólin, sem eru tími ljóss og friðar og oft kölluð hátíð barnanna, geta auðveldlega snúist upp í andhverfu sína, að sögn Jónu Margrétar. „Drykkja foreldris getur valdið miklum harmi. Áfengi, hátíðir og börn fara ekki saman. Reynist ein- hverjum tilhugsunin um að neyta ekki áfengis á jólunum erfið, ættu þeir að leita sér aðstoðar fagaðila til þess að fá viðeigandi aðstoð og skoða hvers vegna ákvörðunin reyn- ist svona erfið.“ Hún bendir á að foreldrar séu fyrir mynd barna sinna. „Börnin læra viðhorf og gildi heima fyrir og þessi viðhorf til áfengis geta fylgt þeim fram á fullorðinsár. Þótt börn- um líði illa af að sjá foreldra sína í vímu er hætta á að þau tileinki sér sömu hegðun. Ég hef orðið vör við það í mínu starfi.“ ibs@frettabladid.is Börnin skynja þegar í stað áfengisvímu foreldra sinna Drykkja skyggir á jólagleði barna og maka, segir Jóna Margrét Ólafsdóttir félagsráðgjafi. Börn verða smeyk við breytingar á foreldrunum. Fá illt í magann vegna kvíða. Tilfinningin getur aukist við lykt af áfengi. Tæplega 40 prósent foreldra ungra barna í Svíþjóð geta ekki hugsað sér að klæða syni sína í bleikan fatnað. Hjá pöbbunum er hlut- fallið 46 prósent en 33 prósent hjá mömmunum. Þetta eru niðurstöð- ur könnunar á vegum sænsk tíma- rits fyrir foreldra. Pabbinn Johan Lindström segir á bloggi sínu að bleiki liturinn tengist stelpum, konum og femín- isma. Það sé næstum ómögulegt að ímynda sér að strákur sem vill klæða sig í bleika kjóla með Hello Kitty-myndum, blómum eða hjörtum verði álitinn töffari. Með því að klæða son sinn í bleik föt væri staða hans ekki sú sama. Könnun á viðhorfi sænskra feðra: Strákar klæðist ekki bleiku JÓLAGJÖF SEM ALLIR GETA NOTAÐ Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka. Karlar eru gleymnari en konur. Þetta eru niðurstöður rannsókn- ar norskra vísindamanna við Tækni- og náttúrufræðiháskól- ann í Þrándheimi í Noregi. Það vekur athygli að enginn munur er á minni karla á aldrinum 30 til 60 ára. Þátttakendur í rannsókninni voru spurðir að því hvort þeir ættu erfitt með að muna nöfn, dagsetningar, hvað þeir hefðu gert árinu áður eða um hvað sam- tal hefði snúist. Konur eiga líka erfitt með að muna nöfn og dagsetningar en ekki jafnerfitt og karlar. Enginn munur er á minni kvenna á aldr- inum 30 til 50 ára. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að langskólagengnir eru með betra minni en þeir sem eru með litla skólagöngu. Þeir sem þjást af kvíða eða þunglyndi eiga erfið- ara með að muna en aðrir og á það við um bæði kynin. Það er ekki fyrr en einstakling- ar eru orðnir 60 til 70 ára sem þeir fara að finna fyrir meira minnistapi. Norsk heilbrigðisrannsókn: Karlar gleymn- ari en konur JÓLAPAKKAR Foreldri á ekki að vera komið í áfengisvímu þegar fjölskyldan fer að opna pakkana, að sögn Jónu Margrétar Ólafsdóttur félagsráðgjafa. NORDICPHOTOS/GETTY MINNISMIÐAR Karlar eiga erfitt með að muna nöfn og dagsetningar. BLEIKT Tæplega helmingur sænskra feðra vill ekki klæða stráka í bleik föt. Vegna mikils álags í eldhúsum í desember minnir Matvælastofnun á að nauðsyn þess að hollustuhætt- ir séu góðir. Þannig verði hægt að koma í veg fyrir að heimilisfólk og gestir fái matarsjúkdóma með til- heyrandi óþægindum. Á vef Matvælastofnunar er bent á að sjúkdómsvaldandi bakteríur geti borist inn í eldhúsið með kjöti og jarðvegi sem fylgir grænmeti og borist þaðan í önnur matvæli í eldhúsinu eða í ísskápnum. Einnig geti þær borist í matvæli frá þeim sem meðhöndlar þau og frá þeim búnaði og áhöldum sem eru notuð í eldhúsinu. Mikilvægt er að koma í veg fyrir að hrátt kjöt og safi úr hráu kjöti komist í snertingu við matvæli sem eru tilbúin til neyslu. Jafnframt þarf að koma í veg fyrir að óhreinindi sem geta verið á grænmeti og ávöxtum berist í til- búin matvæli. Þvo þarf hendur áður en hafist er handa við matreiðslu og eftir snertingu við hrátt kjöt og óþvegið grænmeti. Þvo þarf skurðarbretti og áhöld strax eftir notkun og nota jafnvel sérstök skurðarbretti fyrir kjöt, grænmeti og tilbúin matvæli. Ráðleggingar Matvælastofnunar: Jól án matareitrunar JÓLAMATUR Matvælastofnun minnir á nauðsyn góðra hollustu- hátta í eldhúsum. NORDICPHOTOS/GETTY Drykkja foreldris getur valdið miklum harmi. Jóna Margrét Ólafs- dóttir félagsráðgjafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.