Fréttablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 48
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 48
Það er varla hægt að líta í
fjölmiðil þessa dagana án
þess að rekast á kvartanir
forsvarsmanna ríkisrek-
innar kirkju yfir því hversu
miklum niðurskurði rekst-
urinn hafi þurft að sæta,
meira en aðrir – og hversu
bág fjárhagsstaða hennar
sé.
En er þetta rétt? Það er
eflaust hægt að nálgast
þetta á ýmsa vegu. Ég stend
utan þjóðkirkjunnar og því er eðli-
legast fyrir mig að líta á hversu
mikið ég er að greiða fyrir þessa
liði á fjárlögum sem mér finnast
fullkomlega óþarfir þar.
Ef við berum saman tölur frá
2008 annars vegar og tölur frá
2012 hins vegar þá kemur eiginlega
talsvert önnur mynd í ljós
en haldið er fram af for-
svarsmönnum kirkjunn-
ar. Sleppum kirkjugarðs-
gjaldi og sóknargjöldum
til annarra trúfélaga, þó
ég sé jafn ósáttur við að
standa undir rekstri þeirra
– nema ég ef til vill kjósi
sjálfur.
Árið 2008 fóru 0,627%
af heildargjöldum ríkis-
sjóðs til hinnar ríkisreknu
kirkju.
Árið 2012 fóru 0,651% af heild-
argjöldum ríkissjóðs til sömu
kirkju.
Þetta er ekki vísbending um að
kirkjan hafi sætt meiri niðurskurði
en aðrir.
Þá er rétt að hafa í huga að með-
limum þjóðkirkjunnar hefur fækk-
að nokkuð á þessum sama tíma.
Árið 2008 voru meðlimir þjóð-
kirkjunnar 252.708 en hafði fækkað
í 245.456 árið 2012.
Þetta þýðir að það hlutfall sem
skattpeningarnir okkar þurfa að
standa undir hefur hækkað um tæp
sjö prósent fyrir hvern meðlim frá
2008 til 2012, nánar tiltekið 6,85%.
Er ekki nærtækara að nálgast
þetta öðru vísi?
● Kirkjan heldur því fram að sókn-
argjöld séu félagsgjöld. Þau eru
það reyndar ótvírætt ekki eins og
marg oft hefur verið sýnt fram
á. En lausnin er auðvitað einföld,
ef kirkjan lítur í rauninni á þetta
sem félagsgjöld, þá er best að
meðhöndla þetta sem hver önnur
félagsgjöld. Kirkjan sjái einfald-
lega sjálf um að ákveða upphæð
og innheimta. Það er fullkom-
lega óþarft að blanda ríkissjóði
í málið. Þá þurfa forsvarsmenn
kirkjunnar ekki að kvarta yfir
hversu illa framkvæmdarvald-
ið er að fara með kirkjuna, þetta
ákveður kirkjan sjálf með tilliti
til þess hvað þarf til reksturs,
eins og hvert annað félag. Og
kirkjan innheimtir þetta auðvitað
sjálf, eins og hvert annað félag.
● Þá er því gjarnan haldið fram
að hluti af greiðslum til kirkj-
unnar sé vegna jarða sem ríkið
hafi fengið frá kirkjunni. Það
vill hins vegar svo undarlega til
að það veit enginn hvaða tekjur
ríkissjóður hefur af þessum jörð-
um. Það veit enginn hvers virði
þessar jarðir eru. Þetta er ein-
faldlega vegna þess að það veit
enginn hvaða jarðir þetta eru.
Næsta skref er að rifta þessum
samningi og afhenda kirkjunni
aftur þær jarðir sem hún getur
gert lögmætt tilkall til.
● Þá væri kjörið að taka út aðra liði
sem fara til trúmála, rétt rúmar
600 milljónir árið 2012.
Ég er reyndar ekki að leggja til
að þetta verði gert fyrirvaralaust,
en það er kominn tími til að leggja
línur og horfa til betri og heil-
brigðari leiða.
Hlutfall kirkju í ríkisrekstri
Þegar nafnið Fulbright
er nefnt kemur eflaust
flestum í hug styrkur
ætlaður afburðanemend-
um til framhaldsnáms í
Bandaríkjunum. Það var
við lok síðari heimsstyrj-
aldarinnar að hugmynd-
in að styrk kviknaði sem
hefði það að markmiði að
auka gagnkvæman skiln-
ing þjóða á milli í gegnum
nemendaskipti. Fulbright
samtökin voru stofnuð eftir hug-
mynd bandaríska stjórnmála-
mannsins J. William Fulbright
um að efla samskipti á milli
Bandaríkjanna og annarra þjóða
á sviði menntamála, vísinda og
lista. Í dag eru Bandaríkin í
gagnkvæmum nemendaskipt-
um við eitt hundrað fimmtíu og
fimm lönd. Það var trú stjórn-
málamannsins að slík samskipti
væru eitt öflugasta vopn mann-
kynsins til að stuðla að bættum
samskiptum og friði í heiminum.
Í hugmyndinni, sem starf-
semi samtakanna grundvall-
ast á, felst hugsjón og trú á
mátt menntunar til að stuðla
að þroska einstaklingsins til
að lifa góðu lífi í siðmenntuðu
þjóðfélagi. Nú sem fyrr er þörf
á að tryggja réttlæti, og vinna
gegn ofbeldi og óöld, og draga
úr líkum á ofsóknum á hendur
þjóðum og þjóðarbrotum. Til
viðbótar við hinn hefðbundna
styrk til framhaldsnáms er nú
komin ánægjuleg viðbót sem
gefur fleirum tækifæri til að
dveljast í Bandaríkjunum. Þessi
breyting gerði það að verkum að
mér áskotnaðist að dveljast í sól-
ríkar fimm vikur í Kansas sum-
arið sem leið.
Þegar ég í upphafi árs heyrði
af styrk til að sækja sumar-
námsstefnu í umhverfisfræðum
þekkti ég ekkert til Fulbright
samtakanna eða starf-
semi þeirra. Námsráð-
gjöfum í öllum fram-
halds- og háskólum
landsins hafði verið
sendur tölvupóstur með
upplýsingum um styrk-
inn. Um var að ræða
námsstefnu fyrir evr-
ópsk ungmenni haldna í
bandarískum háskóla og
að þessu sinni í Kansas.
Hópurinn sem valdist
saman voru tuttugu ungmenni
á aldrinum 18-22 ára frá þrett-
án Evrópulöndum. Námsstefn-
an samanstóð af margvíslegum
námskeiðum á sviði umhverf-
isfræða en jafnframt fengum
við innsýn í bandaríska menn-
ingu og þjóðfélag með ýmsum
hætti. T.d. vorum við boðin í mat
á einkaheimili, fórum á hafna-
boltaleik, á tónlistarhátíð og
meira að segja í brúðkaup! Það
var mikil upplifun og frábær
skemmtun.
Eins og lífið sjálft
En af hverju skyldi mig langa til að
deila þessu með þér kæri lesandi?
Jú, það sem var sérstakt við þenn-
an hóp ungmenna var að við vorum
valin eftir nýjum leiðum. Var fyrst
litið til ákveðinna skilyrða um rík-
isborgararétt, aldur, námsárangur
o.fl. en að því loknu var fyrst og
fremst leitað eftir umsækjendum
sem kæmu úr minnihlutahópum
eða sem höfðu glímt við félags-
lega krefjandi aðstæður. Hópurinn
var því eins og lífið sjálft er, safn
fjölbreyttra og ólíkra einstaklinga
sem allir hafa e-ð fram að færa.
Þetta voru einstaklingar með
ólíka menningu að baki, með mis-
munandi trúarbrögð og af flestum
kynþáttum.
Ég er með meðfædda CP fötl-
un. Að komast til Bandaríkj-
anna og dvelja þar var því ein-
stök upplifun fyrir mig. Þetta
var tækifæri sem ég hafði aldrei
gert mér í hugarlund að stæði
mér til boða. Óneitanlega var ég
kvíðin fyrir ferðina því ég vissi
ekki hvað biði mín. Kæmist ég
í hjólastólnum það sem hópur-
inn færi eða yrði námsefnið það
flókið að ég mundi ekki ráða við
það? Ævintýrið um Galdrakarl-
inn í Oz gerist í Kansas og kemst
söguhetjan Dóróthea í kynni við
huglaust ljón, heilalausa fugla-
hræðu og skógarhöggsmann úr
tini sem var án hjarta. Á leið
sinni til galdrakarlsins þurfa
þau að mæta sínum áskorunum
sem reyna á kjark, hugvit og
kærleik. Á sama hátt þurfti ég, á
meðan á dvölinni stóð, að mæta:
Mínu huglausa ljóni og telja í
mig kjark, kljást við fuglahræð-
una mína og reyna á heilahvelin
og finna skógarhöggsmanninn í
mér með kærleik til allra. Það
var tilfinningarík kveðjustund
á flugvellinum í Washington
þegar hvert okkar hélt til síns
heima og tárin láku niður kinnar
hjá okkur mörgum. Þarna eign-
aðist ég góða vini.
Leið að auknum skilningi
þjóða á milli Eftir að hafa fylgst með því ónauðsynlega hervirki
sem framið er þessa daga
í Gálgahrauni er mér æ
oftar hugsað til þriggja
frumherja náttúruverndar
á Íslandi. Þar á ég við þau
Sigríði Tómasdóttur í Bratt-
holti, sem bjargaði Gullfossi
frá erlendum auðhringum,
Guðmund Davíðsson kenn-
ara, sem barðist fyrir friðun
Þingvalla og hvatti stjórn-
völd til þess að gera staðinn
að þjóðgarði, og Sigurð Þórarinsson
jarðfræðing, sem ásamt fleirum
samdi fyrstu náttúruverndarlögin
er samþykkt voru á Alþingi.
Hvernig liti landið okkar út ef
þetta framsýna fólk hefði ekki haft
vit fyrir okkur á sínum tíma? Þá
er hætt við að ásýnd landsins væri
með öðrum brag því reynslan sýnir
að fégráðugt og tilfinningasljótt fólk
virðir ekki náttúruna ef hagsmunir
þess og náttúra landsins stangast á.
Þegar Sigurður Þórarinsson kom
heim frá námi og störfum í Svíþjóð
undir lok heimsstyrjaldarinnar síð-
ari blöskraði honum umgengni landa
sinna og óvirðing þeirra fyrir nátúr-
unni. Hann sá að við svo búið mátti
ekki standa og hóf að skrifa greinar
í blöð og tímarit um náttúruvernd,
einnig hélt hann erindi um sama
efni í útvarp og hjá félagasamtökum.
Grein sem Sigurður skrifaði í Nátt-
úrufræðinginn 1950 hristi loksins
svo upp í stjórnvöldum að honum,
ásamt Kristjáni Eldjárn þjóðminja-
verði, Finni Guðmundssyni fugla-
fræðingi og Ármanni Snævarr
lögfræðiprófessor, var falið að semja
frumvarp til laga um náttúruvernd.
Þetta var fyrsta heildarlöggjöf
Íslendinga um náttúruvernd.
Þörf lesning
Grein Sigurðar í Náttúrufræðingn-
um er löng og ýtarleg en hér á eftir
fer örstuttur útdráttur sem er þörf
lesning:
„Við lifum á tímum, sem meta
flest til silfurs og seðla og kalla
það raunsæi, en nefna e.t.v. trú á
þau verðmæti, sem ég hef
hér talið að vernda þyrfti,
rómantík og flótta frá veru-
leikanum. En til eru þau
verðmæti, sem ekki verða metin
til fjár og eru það þó þau, sem gefa
mannlegu lífi innihald og mein-
ingu og er ekki vafasamt raunsæi
að vanmeta þau? Seðlarnir fúna og
við, sem þeim söfnum, fúnum líka,
en við fáum ekki umflúið dóm kom-
andi kynslóða um það, hvernig við
skiluðum landinu okkar í þeirra
hendur. Það er stundum hægt að
bæta tjón af fjármálalegum eða póli-
tískum afglöpum, en fordjarfanir á
náttúrumenjum eru í flokki þeirra
afglapa, sem ekki verða bætt. Allt
gull veraldar getur ekki gefið okkur
aftur einn einasta geirfugl, og engin
nýsköpunartækni getur byggt Rauð-
hólana upp að nýju.“
Svo mörg voru þau orð. Ég held
að öll grein Sigurðar Þórarinssonar
sem birtist í Náttúrufræðingnum
1950 sé holl og þörf lesning öllum
Íslendingum en þó einkum ráðherr-
um og öðrum limum hins svokallaða
háa Alþingis, borgar og bæjarstjórn-
arfulltrúum, starfsmönnum Vega-
gerðarinnar, verktökum og reyndar
öllum þeim sem hafa með umsýsl-
an ósnortins lands að gera. Einnig
er ástæða til að benda þessu sama
fólki á grein Nóbelskáldsins Hall-
dórs Kiljan Laxness er hann nefndi
„Hernaðurinn gegn landinu“ og birt-
ist í Morgunblaðinu á gamlársdag
1970. Ég vil að lokum lýsa aðdáun
minni á því fólki sem staðið hefur
vaktina í Gálgahrauni undanfarið.
Það sýnir að enn eru til Íslendingar
sem þora að mótmæla gerræðisleg-
um framkvæmdum yfirvalda sem
gerðar eru undir lögregluvernd.
Gálgahraun
Margir öryrkjar eiga um
sárt að binda nú þegar
líður að einni helgustu
hátíð kristinna manna,
þ.e. jólum. Margir eiga
ekki í sig og á og í raun er
ástandið þannig að marg-
ir svelta þegar líður á
hvern einasta mánuð árs-
ins vegna þess að bætur
almannatrygginga duga
ekki til framfærslu og
venjulegra útgjalda, sem
fylgir því að vera manneskja og
lifa með reisn.
Neysluviðmið hinna ýmsu aðila
hér á Íslandi eru kolröng. Þau eru
ekki í neinum takti við raunveru-
leikann sem við öryrkjum blasir
í hinu daglega lífi. Neysluviðmið-
in eru illa unnin og í þau vantar
ýmsa útgjaldaliði sem taka sinn
skerf af mánaðarlegri
neyslu.
Margir öryrkjar þjást
vegna þess að þeir geta
ekki leyst út lífsnauðsyn-
leg lyf sín. Margir þurfa
að velja um það hvort þeir
leysa út lyf sín eða borða.
Það er slæmt vegna þess
að þetta hvoru tveggja er
jú lífsnauðsynlegur hluti
þess að lifa og fúnkera rétt
í samfélaginu.
Hjálparstofnanir hafa ekki
við að afgreiða umsóknir frá illa
stöddu fólki sem er í svo mikilli
neyð oft á tíðum að það hálfa væri
miklu meira en nóg. Mæðrastyrks-
nefnd og Fjölskylduhjálp Íslands
taka við umsóknum um jólaaðstoð
frá fólki sem kýs að leita aðstoð-
ar en á einhverjum þessara staða
er búið að loka fyrir umsóknir um
jólaaðstoð.
Ég get fullyrt það að ástand-
ið og fátæktin hefur aldrei verið
jafn mikil og nú á árinu 2013! Það
er skelfilegt að horfa upp á þetta
ástand. Við Íslendingar eru rúm-
lega 320.000 talsins. Hvernig má
það vera að hér á landi svelti fólk
og eigi ekki fyrir nauðsynjum?
Mikil örvænting
Margt fólk er í mikilli örvænt-
ingu og þetta sama fólk íhugar oft
á tíðum sjálfsvíg vegna þess að
það sér enga aðra leið færa út úr
vandanum. Það getur verið sárt
að geta ekki gefið sínum nánustu
gjafir eða glatt aðra á hátíðum eins
og jólum.
Ég hef sjálfur reynt sjálfsvíg
vegna þess að ég hef ekki séð nein-
ar færar leiðir til lausnar á mínum
vanda. Síðast reyndi ég sjálfsvíg
rétt fyrir jólin 2011, en þá sá ég
enga aðra leið færa. Mér fannst til-
veran einskis virði og fjárhagur-
inn var í molum.
Mér finnst að ríkisstjórn Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugsson-
ar forsætisráðherra ætti að bæta
öryrkjum upp þann skaða sem þeir
hafa orðið fyrir á síðustu mánuð-
um og árum. Það er ekki réttlæt-
anlegt að við sem þjóðfélagshóp-
ur í þessu landi séum skilin eftir
þegar kemur að kjaraleiðréttingu
og bættum kjörum.
Besta jólagjöf mín og hvers
öryrkja á Íslandi í dag frá ráða-
mönnum Íslands væri auðvitað sú
að bætur myndu hækka allveru-
lega. Þá gætum við svo mörg átt
miklu betra líf en við eigum í dag.
Margir öryrkjar eru á strípuð-
um bótum og hafa ekkert annað en
bætur frá Tryggingastofnun. Hafa
ekki lífeyrissjóði að hlaupa í eða
neitt það annað sem gæti komið til
hjálpar.
Hjálpum Þeim var gott lag sem
sungið var fyrir sveltandi börn úti
í hinum stóra heimi á sínum tíma.
Afhverju getur ríkisstjórn
Íslands rétt þessum börnum hjálp-
arhönd en svelt þess í stað íslenska
þegna sem svo oft eru kallaðir
öryrkjar og lifa á Íslandi.
Ísland er ríkt land, en samt
sveltur hér fólk!
Öryrkjar og jólin - Velsæld eða ójöfnuður
TRÚMÁL
Valgarður
Guðjónsson
kerfi sfræðingur
SAMFÉLAG
Rut
Þorsteinsdóttir
nemi
➜ Sleppum kirkjugarðs-
gjaldi og sóknargjöldum til
annarra trúfélaga…
➜ Hvernig liti landið
okkar út ef þetta
framsýna fólk hefði
ekki haft vit fyrir
okkur á sínum tíma?
➜ Margir öryrkjar eru á
strípuðum bótum og hafa
ekkert annað en bætur frá
Tryggingastofnun.
➜ Ég er með meðfædda CP
fötlun. Að komast til Banda-
ríkjanna og dvelja þar var
því einstök upplifun fyrir
mig. Þetta var tækifæri sem
ég hafði aldrei gert mér í
hugarlund að stæði mér til
boða. Óneitanlega var ég
kvíðin fyrir ferðina því ég
vissi ekki hvað biði mín.
Kæmist ég í hjólastólnum
það sem hópurinn færi eða
yrði námsefnið það fl ókið
að ég myndi ekki…
NÁTTÚRU-
VERND
Halldór Ólafsson
rennismiður á
eft irlaunum
SAMFÉLAG
Valgeir Matthías
Pálsson
öryrki