Fréttablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 104
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 88
SUND Talsverð endurnýjun hefur
átt sér stað í sundlandsliði Íslands
eftir Ólympíuleikana í Lundúnum
árið 2012. Ný kynslóð er að ryðja
sér til rúms og verður í aðalhlut-
verki á Evrópumeistaramótinu í
25 metra laug sem hefst í Hern-
ing í Danmörku í dag. Elsti kepp-
andi Íslands er Alexander Jóhann-
esson, 21 árs, sem er þó að keppa
á sínu fyrsta stórmóti með lands-
liðinu.
„Alex hefur æft íþróttina í
fimmtán ár og er enginn nýgræð-
ingur,“ bendir sundþjálfarinn og
fararstjórinn Magnús Tryggva-
son á í samtali við Fréttablaðið, en
landsliðið er sem fyrr þjálfað af
Frakkanum Jacky Pellerin. „Alex-
ander er eins og aðrir í hópnum í
mikilli framför og hafa allir það
markmið um helgina að bæta sína
bestu tíma.“
Alls keppa Íslendingarnir sex í
samtals í 21 grein auk þess sem
Ísland á fjórar sveitir í boðsund-
um, þar af tvær sem eru kynja-
blandaðar. Magnús segir að Evr-
ópumeistaramótið hafi aldrei
verið sterkara en alls taka 570
keppendur þátt frá 42 þjóðum.
Mestar vonir eru bundnar við
Eygló Ósk Gústafsdóttur sem átti
frábært Íslandsmót í 25 metra
laug í lok síðasta mánaðar. Þar
bætti hún alls fimm Íslandsmet
og sinn besta tíma í öllum sínum
keppnisgreinum nema einni.
„Eygló á góðan möguleika á að
ná inn í úrslit í 200 m baksundi og
bæta Íslandsmetið. Hún var ekki
fullhvíld á Íslandsmeistaramótinu
um daginn en er nú 100 prósent
klár eins og allir keppendur í
hópnum,“ segir Magnús.
Eygló keppir bæði í baksundi
og fjórsundi í Herning en hún
hefur sýnt að undanförnu hversu
sterkur alhliða sundmaður hún er
orðin. „Hún hefur mesta áherslu
lagt á baksundið á æfingum en
það kæmi mér ekki á óvart ef hún
myndi einnig bæta sig í fjórsund-
inu, líkt og um daginn. Hún er
orðin það sterk í öllum greinum,“
segir Magnús.
Anton Sveinn McKee og Hrafn-
hildur Lúthersdóttir eru ekki
meðal keppenda í Herning þar
sem þau eru á miðju keppnis-
tímabil með háskólaliðum sínum
í Bandaríkjunum.
„Að öðru leyti erum við með
okkar sterkasta keppnislið, þó svo
að það sé ungt,“ segir Magnús, en
Ísland verður með eitt allra yngsta
keppnislið á mótinu. „Það hefur
verið okkar helsta vandamál í
sundinu að halda okkar besta fólki.
Við erum nú með góðan hóp ungra
sundmanna sem eru í framför og
það er vonandi að okkur takist að
halda þeim saman um ókomin ár.“
eirikur@frettabladid.is
Eygló á góðan
möguleika á að ná inn í
úrslit í 200 m baksundi
og bæta Íslandsmetið.
Magnús Tryggvason
Ungt sundlandslið í mikilli framför
Ísland sendir sex manna sundsveit á Evrópumeistaramótið í 25 metra laug sem hefst á Jótlandi í Danmörku í dag. Mestar vonir eru
bundnar við Eygló Ósk Gústafsdóttur úr Ægi en allir fulltrúar Íslands stefna að því að bæta sinn besta árangur á mótinu.
STINGUR SÉR TIL SUNDS Eygló á Íslandsmótinu í 25 metra laug í síðasta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Inga Elín Cryer
20 ára Sund-
félaginu Ægi
200 m skriðsund
400 m skriðsund
800 m skriðsund
200 m flugsund
KEPPNISLIÐ ÍSLANDS Á EVRÓPUMEISTARAMÓTINU Í 25 M LAUG Í HERNING
Eygló Ósk
Gústafsdóttir 18 ára,
Sundfélaginu Ægi
50 m baksund
100 m baksund
200 m baksund
100 m fjórsund
200 m fjórsund
Kolbeinn Hrafnkelsson
19 ára Sundfélagi
Hafnarfjarðar
50 m baksund
100 m baksund
Alexander
Jóhannesson
21 árs, KR
50 m skriðsund
100 m skriðsund
Daníel Hannes
Pálsson 18 ára,
Fjölni
200 m skriðsund
400 m skriðsund
200 m flugsund
Kristinn Þórarinsson
17 ára, Fjölni
50 m baksund
100 m baksund
200 m baksund
200 m bringusund
100 m fjórsund
Boðsundsveitir
Karlaflokkur
4x50 m skriðsund
4x50 m fjórsund
Blandaður flokkur
4x50 m skriðsund
4x50 m fjórsund