Fréttablaðið - 12.12.2013, Síða 104

Fréttablaðið - 12.12.2013, Síða 104
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 88 SUND Talsverð endurnýjun hefur átt sér stað í sundlandsliði Íslands eftir Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012. Ný kynslóð er að ryðja sér til rúms og verður í aðalhlut- verki á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem hefst í Hern- ing í Danmörku í dag. Elsti kepp- andi Íslands er Alexander Jóhann- esson, 21 árs, sem er þó að keppa á sínu fyrsta stórmóti með lands- liðinu. „Alex hefur æft íþróttina í fimmtán ár og er enginn nýgræð- ingur,“ bendir sundþjálfarinn og fararstjórinn Magnús Tryggva- son á í samtali við Fréttablaðið, en landsliðið er sem fyrr þjálfað af Frakkanum Jacky Pellerin. „Alex- ander er eins og aðrir í hópnum í mikilli framför og hafa allir það markmið um helgina að bæta sína bestu tíma.“ Alls keppa Íslendingarnir sex í samtals í 21 grein auk þess sem Ísland á fjórar sveitir í boðsund- um, þar af tvær sem eru kynja- blandaðar. Magnús segir að Evr- ópumeistaramótið hafi aldrei verið sterkara en alls taka 570 keppendur þátt frá 42 þjóðum. Mestar vonir eru bundnar við Eygló Ósk Gústafsdóttur sem átti frábært Íslandsmót í 25 metra laug í lok síðasta mánaðar. Þar bætti hún alls fimm Íslandsmet og sinn besta tíma í öllum sínum keppnisgreinum nema einni. „Eygló á góðan möguleika á að ná inn í úrslit í 200 m baksundi og bæta Íslandsmetið. Hún var ekki fullhvíld á Íslandsmeistaramótinu um daginn en er nú 100 prósent klár eins og allir keppendur í hópnum,“ segir Magnús. Eygló keppir bæði í baksundi og fjórsundi í Herning en hún hefur sýnt að undanförnu hversu sterkur alhliða sundmaður hún er orðin. „Hún hefur mesta áherslu lagt á baksundið á æfingum en það kæmi mér ekki á óvart ef hún myndi einnig bæta sig í fjórsund- inu, líkt og um daginn. Hún er orðin það sterk í öllum greinum,“ segir Magnús. Anton Sveinn McKee og Hrafn- hildur Lúthersdóttir eru ekki meðal keppenda í Herning þar sem þau eru á miðju keppnis- tímabil með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. „Að öðru leyti erum við með okkar sterkasta keppnislið, þó svo að það sé ungt,“ segir Magnús, en Ísland verður með eitt allra yngsta keppnislið á mótinu. „Það hefur verið okkar helsta vandamál í sundinu að halda okkar besta fólki. Við erum nú með góðan hóp ungra sundmanna sem eru í framför og það er vonandi að okkur takist að halda þeim saman um ókomin ár.“ eirikur@frettabladid.is Eygló á góðan möguleika á að ná inn í úrslit í 200 m baksundi og bæta Íslandsmetið. Magnús Tryggvason Ungt sundlandslið í mikilli framför Ísland sendir sex manna sundsveit á Evrópumeistaramótið í 25 metra laug sem hefst á Jótlandi í Danmörku í dag. Mestar vonir eru bundnar við Eygló Ósk Gústafsdóttur úr Ægi en allir fulltrúar Íslands stefna að því að bæta sinn besta árangur á mótinu. STINGUR SÉR TIL SUNDS Eygló á Íslandsmótinu í 25 metra laug í síðasta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Inga Elín Cryer 20 ára Sund- félaginu Ægi 200 m skriðsund 400 m skriðsund 800 m skriðsund 200 m flugsund KEPPNISLIÐ ÍSLANDS Á EVRÓPUMEISTARAMÓTINU Í 25 M LAUG Í HERNING Eygló Ósk Gústafsdóttir 18 ára, Sundfélaginu Ægi 50 m baksund 100 m baksund 200 m baksund 100 m fjórsund 200 m fjórsund Kolbeinn Hrafnkelsson 19 ára Sundfélagi Hafnarfjarðar 50 m baksund 100 m baksund Alexander Jóhannesson 21 árs, KR 50 m skriðsund 100 m skriðsund Daníel Hannes Pálsson 18 ára, Fjölni 200 m skriðsund 400 m skriðsund 200 m flugsund Kristinn Þórarinsson 17 ára, Fjölni 50 m baksund 100 m baksund 200 m baksund 200 m bringusund 100 m fjórsund Boðsundsveitir Karlaflokkur 4x50 m skriðsund 4x50 m fjórsund Blandaður flokkur 4x50 m skriðsund 4x50 m fjórsund
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.