Fréttablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 94
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 78 Birgir Hrafnkelsson, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands Allar raðir jafn líklegar „Það eru jafnmiklar líkur á því að allar tölur komi upp,“ útskýrir Birgir Hrafn- kelsson, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands. Hann segir það geta verið slæmt að velja fæðingardaga ástvina, þeir geti aldrei orðið hærri en þrjátíu og einn, en Lottótölurnar eru frá einum og upp í fjörutíu. „Ef ein tala yfir þrjátíu og einum kemur upp tapar maður. Per- sónulega mæli ég því ekki með því að fólk fari þessa leið,“ útskýrir Birgir. Hann segir þó allt geta gerst. „Ég vil ekki stoppa fólk í að velja fæðingardaga ástvina, því allar raðir eru jafn lík- legar.“ Hermundur Rósinkranz, miðill og talnaspekingur Spurning um heppni „Þetta er bara happa og glappa. Lottó er spurning um heppni, ef ég vissi hverjar vinningstölurnar yrðu myndi ég ekki segja neinum það,“ segir Hermundur Rósinkranz, miðill og talnaspek- ingur, glaðbeittur. Hann gerist þó öllu alvar- legri þegar hann fer að ræða um lífsgildin. „Þegar það kemur að lottóinu þarf maður bara að spyrja sig hver gildi manns séu. Eru það peningar eða eru það ástvinir manns? Þess vegna ráðlegg ég fólki að telja upp þá sem það elskar mest og nota fæðingardagana þeirra, þá nýtur fólk þess betur að spila í lottóinu.“ Sigríður Klingenberg, spákona Stilla á lottórásina í lífi nu „Ef ég gæti séð lottótölur fram í tímann væri ég löngu búin að nýta mér það,“ segir Sigríður Klingenberg spákona og skelli- hlær. Hún segir að til þess að vinna í lottóinu þurfi maður að trúa því. „Allt gefur frá sér tíðni. Þeir sem trúa því virkilega að þeir geti unnið fá vinninginn. Þetta snýst um að stilla sig inn á lottórásina í líf- inu,“ útskýrir Sigríður. Hún hefur gott ráð sem gæti virkað vel. „Ég mæli með því að nota fæðingardaga látinna ástvina. Þeir geta verið valdamiklir og haft áhrif á lottódráttinn. Ég legg til að fólk skrifi fæðingardagana þeirra niður og hengi upp á ísskápinn til þess að senda út orku og lesa þetta nokkrum sinnum yfir.“ ➜ Potturinn er áttfaldur og hefur aldrei verið stærri. Að sjálfsögðu vilja allir vita hvaða tölur eru þær réttu. Spennan fyrir næsta drætti í Lottóinu magnast. Pott-urinn er áttfaldur og hefur aldrei verið stærri. Að sjálfsögðu vilja allir vita hvaða tölur eru þær réttu. Tveir af þremur spekingum sem Fréttablaðið ræddi við fyrir drátt- inn mæla eindregið með því að nota fæðingardaga ástvina sem lottótöl- ur. Einn viðmælandinn, sem er dós- ent í tölfræði við Háskóla Íslands, mælir ekki með þeirri aðferð. Eitt eru þó allir viðmælendur sammála um: Þeir vita ekki hvaða tölur munu koma upp á laugardaginn. kjartanatli@frettabladid.is Leyndarmálið við lottóvinninginn Fréttablaðið ræddi við Sigríði Klingenberg spákonu, Hermund Rósinkranz, talnaspeking og miðil, og Birgi Hrafnkelsson, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands, um leyndarmálið á bakvið valið á réttu tölunum í lottódrættinum sem verður á laugardaginn. FOR THE WAY IT´S MADE Hágæða pokalausar ryksugur, mjög öflugar handryksugur og hljóðlátar glæsilegar viftur. Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Sem verkfræðingar verðum v ði að sjá handan við núverandi tækni og spyrja hvort til séu betri lausnir. Það er í raun drifkrafturinn hjá Dyson – ný hugsun sem leysir hversdagsleg vandamál. „Ég fann upp og þróaði Dyson Cyclone tæknina á þessum forsendum. Ég vissi að það hlyti að vera betri leið en gamla stíflaða tæknin. Einhverjum 5.127 frumgerðum síðar, hafði ég lausnina.“ AMES DYSON J ppfinningarmaðuru yclone vacuum c ækninnart Algengustu tölur Birgir Hrafnkelsson, dósent í tölfræði við HÍ, var spurður að því hverjar líkurnar væru á því að velja fimm réttar aðaltölur í Lottó. Hann tók dæmi um einstaklinga sem kaupa enga röð, eina röð sem og 10, 100, 1.000, 10.000 og 658.008 raðir og kostnaðinn sem fylgir. Fjöldi raða Líkur á að velja fimm réttar aðaltölur Kostnaður 0 engar 0,0% 0 kr. 1 1 deilt með 658.008 0,000152% 130 kr. 10 1 deilt með 65.800 0,00152% 1.300 kr. 100 1 deilt með 6.580 0,0152% 13.000 kr. 1000 1 deilt með 658 0,152% 130.000 kr. 10000 1 deilt með 65,8 1,52% 1.300.000 kr. 658008 1 deilt með 1 100% 85.541.040 kr. Eins og við er að búast aukast vinningslíkurnar ef fleiri raðir eru keyptar. Hér er bent til gamans á hið augljósa sem er að ef maður spilar ekki með þá á maður ekki möguleika. Ekki er mælt með því að kaupa allar 658.008 raðirnar þrátt fyrir 100% vinningslíkur, sér í lagi þegar vinningsupphæðin hækkar því þá eru fleiri einstaklingar sem kaupa raðir og auknar líkur á að vinningshafi þurfi að deila vinningnum með öðrum. HVERJAR ERU LÍKURNAR? Fjöldi skipta frá upphafi ALGENGUSTU TÖLURNAR FRÁ UPPHAFI LOTTÓS Á ÍSLANDI 10 2 Fjöldi skipta síðustu fjórar vikur 210 202 0 15 21 24 206 205 202 1 0 1 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.