Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 13.12.2013, Qupperneq 4
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 DÓMSMÁL Hreiðar Már Sigurðsson, fyrr- verandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þetta eru þyngstu dómar sem kveðnir hafa verið upp í efnahagsbrotamálum hér á landi. Jafnframt hlaut Ólafur Ólafsson, fjár- festir og fyrrverandi hluthafi í Kaupþingi, þriggja og hálfs árs dóm og Magnús Guð- mundsson, fyrrverandi forstjóri Kaup- þings í Lúxemborg, þriggja ára dóm. Allir dómarnir eru óskilorðsbundnir en það var Símon Sigvaldason, dómsformað- ur í málinu, sem las upp dómsorð. Enginn hinna ákærðu lét sjá sig í héraðsdómi. Í dóminum kemur fram að fjórmenning- arnir eigi sér engar málsbætur. Þar segir að Hreiðar Már og Sigurður hafi, þegar brotin voru framin, verið æðstu stjórn- endur stærsta viðskiptabanka á Íslandi. Magnús hafi verið framkvæmdastjóri við- skiptabanka í samstæðu Kaupþings banka hf. og Ólafur einn stærsti einstaki hluthafi í bankanum í gegnum félög sín. „Hin refsiverðu viðskipti ákærðu vörð- uðu verulegum fjárhæðum. Eiga brotin sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarfram- kvæmd. Þá er við ákvörðun refsingar litið til þess að verulegt fjárhagslegt tjón hlaust af brotum ákærðu, sem fullfram- in voru á tímabilinu 18. til 23. september 2008. Eiga ákærðu sér engar málsbætur,“ segir í dóminum. Saksóknari hafði farið fram á sex ára fangelsi yfir Hreiðari Má. Þá fór hann einnig fram á sex ára fangelsi yfir Sigurði og fjögurra ára fangelsi yfir Magnúsi og Ólafi. Refsingarnar voru því mjög nálægt því sem saksóknarinn gerði kröfu um í málflutningi sínum. Hreiðari Má var gert að greiða máls- varnarlaun verjanda síns sem nema 33,4 milljónum króna. Til frádráttar refsingu hans kemur gæsluvarðhaldsvist frá 7. til 17. maí 2010. Sigurður þarf að greiða 10,8 milljónir króna í málsvarnarlaun til fyrrverandi verjanda síns, Gests Jónssonar, sem sagði sig frá málinu í vor. Einnig þarf hann að greiða Ólafi Eiríkssyni, sem tók við af Gesti, 3,5 milljónir króna. Ólafur Ólafsson þarf að greiða máls- varnarlaun verjanda síns, Þórólfs Jóns- sonar, 14,8 milljónir króna, og fyrrverandi verjanda sínum, Ragnari Hall sem einnig sagði sig frá málinu, 5,8 milljónir. Magnús Guðmundsson þarf einnig að greiða laun verjanda síns en til frádráttar refsingu hans kemur gæsluvarðhaldsvist frá 7. til 14. maí 2010. freyr@frettabladid.is thorbjorn@frettabladid.is Fjórir fengu fangelsisdóm í héraði í Al-Thani-málinu Dómur var kveðinn upp í Al-Thani-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Allir fjórir sem voru ákærðir í máinu fengu fangelsisdóma. Þyngstu refsinguna hlaut Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. VONBRIGÐI HJÁ VERJEND- UM Dómur í Al-Thani- málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verjendur fjórmenning- anna voru við- staddir en ekki skjólstæðingar þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Al-Thani-málið er eitt stærsta efnahagsbrotamál í Íslandssögunni, ekki síst vegna umfangs þess, flækjustigs, fjölda vitna og fleira. Ákært var fyrir markaðsmisnotkun á grundvelli laga um verðbréfa- viðskipti og umboðssvik. ■ Málið var í rannsókn í á þriðja ár og á einum tímapunkti var einn hinna ákærðu, Sigurður Einars- son, eftirlýstur af Interpol þar sem hann sinnti ekki fyrirmælum sérstaks saksóknara um að koma til Íslands til að gefa skýrslu. ■ Málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheiks Mohammads Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. septem- ber 2008 en félag hans keypti 5,01 prósents hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. ■ Tenging Al-Thani við Kaupþing liggur í persónulegri vináttu hans og Ólafs Ólafssonar, sem er einn hinna ákærðu í málinu. Þessi vinátta kristallast í sameiginlegu áhugamáli, hestamennsku, en Ólafur heimsótti meðal annars Al Shahania-býlið í Doha í Katar í boði sheiksins. ■ Nánast engar myndir eru til af Al-Thani svo vitað sé. Eitt sinn birtu íslenskir fjölmiðlar myndir af þremur mismunandi einstaklingum sem allir voru sagðir Al-Thani. Eina myndin sem hefur birst af honum og hægt er að treysta er ljósrit úr vegabréfi hans. ■ Þáttum í Al-Thani-fléttu Kaupþingsmanna er lýst í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Þegar Kaupþing fór í þrot og Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir hinn 8. október 2008 var Q Iceland Finance, félag Al Thanis, eigandi 5,01 prósents hlutar í Kaupþingi og þriðji stærsti hluthafinn í bankanum. ■ Hreiðar Már var ákærður fyrir umboðssvik; að veita félaginu Brooks Trading, eignalausu félagi á Jómfrúareyjum, 50 milljóna dollara lán í september 2008 en félagið var í eigu sheiksins. Lánið var veitt án þess að fyrir lægi samþykki lánanefndar Kaup- þings eða að endurgreiðsla þess væri tryggð. ■ Magnús Guðmundsson var ákærður fyrir hlut- deild í broti Hreiðars í þessum lið ákærunnar. Fólst hlutdeildin í því að hann tók þátt í því að gefa starfsmönnum Kaupþings fyrirmæli um að greiða út lánið og útvega félagið sem Al-Thani notaði í viðskiptunum. ■ Þá voru þeir Hreiðar Már og Sigurður ákærðir fyrir umboðssvik vegna 12,8 milljarða króna láns til félagsins Gerland Assets Ltd. á Tortóla á Jóm- frúareyjum sem var í eigu Ólafs Ólafssonar og hélt á 9,88 prósenta hlut hans í Kaupþingi. ■ Ólafur Ólafsson var ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum þeirra Hreiðars Más og Sig- urðar í þessum lið, en til vara fyrir hylmingu og peningaþvætti, með því að hafa lagt á ráðin með Sigurði og Hreiðari Má um að lánið yrði greitt félagi hans án tryggingar. ■ Að síðustu voru þeir Hreiðar Már og Sigurður ákærðir fyrir markaðsmisnotkun á grundvelli laga um verðbréfaviðskipti fyrir að hafa látið ranglega líta svo út að Al-Thani hefði lagt fé til kaupanna á hlutabréfunum. Jafnframt fyrir að leyna fjár- mögnun bankans á hlutabréfaviðskiptunum og aðkomu Ólafs að þeim. ■ Þetta var gert með þeim hætti að sett var upp viðskiptaflétta sem fólst í því að Kaupþing banki lánaði enn öðru eignalausu félagi á Jómfrúareyj- um, Serval Trading Group, 12,8 milljarða króna. Þetta var líka gert án samþykkis lánanefndar Kaupþings, samkvæmt ákæru. Sérstakur sak- sóknari taldi að þetta hafi verið sýndarmennska af hálfu ákærðu sem hafi verið til þess fallin að gefa ranga og villandi mynd af eftirspurn eftir bréfum Kaupþings banka. ■ Þeir Ólafur og Magnús voru síðan ákærðir fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun þeirra Hreiðars og Sigurðar með því að hafa milligöngu um við- skiptin og annast samskiptin við sheikinn vegna þeirra. Al-Thani-málið frá a til ö DÓMSMÁL Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksóknari, sagði dómsniður- stöðuna hvað refsingu varðar vera „í samræmi við það sem embættið átti von á og ekki svo langt frá því sem farið var fram á“. Hámarks- refsing fyrir umboðssvik, sem var annar meginákæruliður málsins, er sex ár. Ólafur Þór reiknar með því að öllum dómunum verði áfrýjað, enda hafi flestum héraðsdómum í málum embættisins verið áfrýjað. Þá muni þessi niðurstaða „að öllum líkindum hafa fordæmisgildi í öðrum málum sem embætti sér- staks saksóknara sé með í vinnslu“, segir Ólafur Þór. - hmp Sérstakur saksóknari: Í samræmi við væntingarnar ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON Sérstakur saksóknari sagði niðurstöðuna vera í samræmi við það sem embættið bjóst við. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Lögmennirnir Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson fengu eina milljón króna hvor í réttar- farssekt við dómsuppkvaðningu fyrir að segja sig frá Al-Thani-mál- inu sem verjendur sakborninga. Ragnar var verjandi fjárfest- isins Ólafs Ólafssonar í málinu og Gestur Jónsson var verjandi Sigurðar Einarssonar. „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á mál- inu og gekk þannig gegn hagsmun- um ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dóm- þing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörf- um, til þess fallin að misbjóða virð- ingu dómsins,“ segir í forsendum dómsins. - sáp Fengu eina milljón í sekt: Misbuðu virð- ingu dómsins FYRRVERANDI VERJENDUR Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall, fyrrverandi verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Veðurspá Sunnudagur Að 15 m/s vestast, annars hægari KÓLNANDI Dregur úr vindi í dag og verður víðast hvar fremur hægur næstu daga þó eitthvað ákveðnari við ströndina. Kólnar í veðri á morgun með éljum V-til. Birtir til NA-til á sunnudag og kólnar enn frekar. 3° 10 m/s 4° 7 m/s 4° 6 m/s 6° 4 m/s Á morgun Að 15 m/s við A-til, annars hægari Gildistími korta er um hádegi -1° -3° -3° -6° -7° Alicante Basel Berlín 18° 9° 4° Billund Frankfurt Friedrichshafen 8° 6° 6° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 6° 6° 22° London Mallorca New York 11° 18° -1° Orlando Ósló París 21° 0° 6° San Francisco Stokkhólmur 13° 6° 4° 4 m/s 6° 6 m/s 4° 6 m/s 1° 15 m/s 2° 5 m/s 4° 9 m/s 2° 7 m/s 0° -1° -1° 1° -2° Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.