Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 18
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 18
RÉTTINDI SAMKYNHNEIGÐRA Í HEIMINUM
INDLAND Hæstiréttur Indlands
kvað upp þann dóm í vikunni að
lög sem banna kynlíf samkyn-
hneigðra standist stjórnarskrá
landsins. Í 76 löndum er samband
samkynhneigðra refsivert sam-
kvæmt lögum. Í fimm þeirra er
dauðarefsing við samkynhneigð.
Þau ríki sem taka fólk af lífi
fyrir að sofa hjá einstaklingi af
sama kyni eru Íran, Jemen, Sádi-
Arabía, Súdan og Máritanía.
Ríkin sem hafa lögleitt grundvall-
armannréttindi fyrir samkyn-
hneigða, eins og hjónaband, eru
fjórtán alls. Á síðustu tveimur ára-
tugum hafa þrjátíu ríki breytt lög-
gjöf sinni þannig að ekki er litið á
samkynhneigð sem glæpsamlegt
athæfi.
Í umfjöllun Washington Post
um málið segir að rök hnígi að því
að menn vanmeti mikilvægi þess
að hæstiréttur Indlands staðfesti
fyrrnefnd lög. Indland er næst-
fjölmennasta ríki heims með 1,2
milljarða íbúa. Það eru fleiri en
íbúar næstu tuttugu fjölmennustu
ríkjanna þar sem samkynhneigð
er refsiverð samkvæmt lögum.
Þetta þýðir að fjöldi þeirra homma
og lesbía sem geta átt það yfir
höfði sér að vera fangelsuð fyrir
það eitt að hneigjast til sama kyns
hefur líklega tvöfaldast í byrjun
vikunnar. svavar@frettabladid.is
Lífláta fólk fyrir að sofa hjá
Í fimm ríkjum er dauðarefsing við samkynhneigð. Lög 76 ríkja skilgreina samkynhneigð sem glæp. Milljónir
manna eiga fangelsisvist yfir höfði sér fyrir það eitt að hneigjast til sama kyns.
Hjónaband samkynhneigðra
löglegt
Samband samkynhneigðra
löglegt
Samband samkynhneigðra
refsivert í lögum
Dauðarefsing við
samkynhneigð
Engin lög sem kveða
á um hvort samkynhneigð
er lögleg eða refsiverð.
Heimild: Washinton Post
VONBRIGÐI Niðurstaða dómstólsins er gríðarlegt áfall fyrir baráttufólk fyrir rétt-
indum samkynhneigðra á Indlandi. NORDICPHOTOS/AFP
FRAMKVÆMDIR Viðgerð á aðfalls-
pípu Elliðaárstöðvar stendur nú
yfir, en hún gaf sig um miðjan
nóvember. Gert er ráð fyrir að
virkjunin, sem enn framleiðir raf-
magn í hverflunum frá 1921, verði
gangsett að nýju á næstu dögum.
Aðfallspípan, sem liggur frá
Árbæjarstíflu að rafstöðinni, er
smíðuð úr tréstöfum og girt stál-
gjörðum. Vart varð leka úr píp-
unni um miðjan nóvember og var
hún þá tæmd og rekstur þessarar
elstu virkjunar í Reykjavík stöðv-
aður. Nyrðri hluti Árbæjarlóns var
tæmdur þegar bilunin uppgötvaðist
og fara þurfti inn í pípuna. Síðan
var safnað í lónið aftur og tæmt í
annað sinn þegar viðgerðir hófust.
Elliðaárstöð var tekin í notk-
un árið 1921 og hefur verið rekin
síðan, en með mismunandi hætti
þó. Nú síðustu árin hefur hún ein-
göngu verið rekin yfir vetrartím-
ann, þó ekki samfleytt og aðeins á
„skrifstofutíma.“ Enn þá eru upp-
haflegu hverflarnir í virkjuninni
þó ýmis rafbúnaður hafi verið end-
urnýjaður. Stöðin og fleiri mann-
virki tengd henni eru friðlýst. - shá
Árbæjarlón tæmt í tvígang vegna viðgerða á gamalli aðfallspípu sem gaf sig:
Aðfallsæðin gaf sig eftir 92 ár
VIÐGERÐ Aðfallspípan er gerð úr tré-
stöfum og girt með stálgjörðum. MYND/OR
SKIPULAGSMÁL Fyrirtækið Vinnuvélar Eyjólfs á
Húsavík áskilur sér bótarétt vegna legu vegar frá
Húsavíkurhöfn að áformuðu iðnaðarsvæði á Bakka.
„Lýst er yfir áhyggjum af jarðgangagerð svo
nærri lóð fyrirtækisins og áskilinn bótaréttur komi
til skemmda á fasteigninni eða mögulegri skerð-
ingu notkunarmöguleika eignarinnar vegna fram-
kvæmdanna,“ segir í fundargerð skipulagsnefndar
Norðurþings um sjónarmið Vinnuvéla Eyjólfs sem er
eitt þeirra sem bárust áður en athugasemdafrestur
vegna skipulags- og matslýsingar leið.
Skipulagsefndin tók undir athugasemd Vinnuvéla
Eyjólfs en kvað hana ekki heyra undir skipulagsmál.
„Sjónarmið um mögulegar skemmdir eða aðra verð-
mætarýrnun eigna verði skoðuð á framkvæmdastigi
og við veitingu framkvæmdaleyfis,“ sagði nefndin.
Skipulagsstofnun sagði að rökstyðja þyrfti þörf
fyrir jarðgöng á hluta fyrirhugaðs tengivegar. Skipu-
lagsnefndin fól skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins að
svara þessari athugasemd. - gar
Vinnuvélafyrirtæki á Húsavík gerir athugasemdir við vegtengingu við Bakka:
Áskilur sér bætur fyrir vegagerð
HÚSAVÍKURHÖFN Vinnuvélar Eyjólfs óttast skemmdir á fast-
eign sinni og skert notagildi lóðar ef vegur til Bakka fer þar
um. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
PÓSTÞJÓNUSTAN Í VÍK
Óásættanleg töf hjá póstinum segir
sveitarstjóri.
SVEITARSTJÓRNIR Eva Dögg Þor-
steinsdóttir sem er í sveitar-
stjórn Mýrdalshrepps sat hjá
við afgreiðslu fjárhagsáætlunar
næsta árs þar sem fundargögn
bárust henni aðeins sólarhring
fyrir fund.
Ásgeir Magnússon sveitarstjóri
svaraði því til að fundargögnin
hefðu farið á pósthúsið í Vík á
fimmtudag um hádegi. Fund-
urinn var fimm dögum síðar, á
þriðjudegi. Gögnin voru því fjóra
daga að berast heim til Evu sem
býr í Dyrhólahverfi vestan Víkur.
Ásgeir bókaði að það væri „með
öllu óásættanlegt“. - gar
Fékk ekki fundargögn í tíma:
Sveitarstjórinn
ávítar póstinn
TRÚMÁL Hátíðarmessa verður
haldin í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
á sunnudaginn klukkan 11 í tilefni
af hundrað ára afmæli fríkirkj-
unnar. Messunni verður útvarpað
á Rás 1 og má telja það við hæfi
þar sem fyrsta útvarpsmessa frá
kirkju hérlendis var einmitt flutt
í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 31.
janúar 1926.
Kirkjan var vígð 14. desember
1913 af séra Ólafi Ólafssyni, presti
safnaðarins, og hafði hún þá verið
reist á aðeins þremur til fjórum
mánuðum af nýstofnuðum söfnuð-
inum. Síðan þá hefur fjórum sinn-
um verið byggt við kirkjuna og
síðast var henni breytt að innan
við gagngerar endurbætur árið
1998. - skó
Hátíðarmessa á sunnudag:
Fríkirkjan
hundrað ára
SVEITARSTJÓRNIR Sambandi við
vinabæi Álftaness verður slitið.
Þetta ákvað bæjarstjórn Garða-
bæjar, sem eins og kunnugt er
sameinaðist Álftanesi um síðustu
áramót.
Álftanes var í norrænu vina-
bæjasamstarfi við Gävle í Sví-
þjóð, Gjøvi í Noregi, Næstved í
Danmörku og Rauma í Finnlandi.
Bæjarstjórnin samþykkti til-
lögu Gunnars Einarssonar bæjar-
stjóra um að tilkynna sveitar-
félögunum um vinslitin. - gar
Fórnað við sameiningu:
Slíta sambandi
við vinabæina
VIÐSKIPTI FÍ fasteignafélag og
Minjavernd hafa undirritað kaup-
samning um kaup FÍ á fasteign-
um sem kenndar eru við Bern-
höftstorfu.
„Um er að ræða fasteignirnar
Lækjargötu 3, Amtmannsstíg 1,
og Bankastræti 2,“ segir í til-
kynningu. Fram kemur að við
kaupin nær tvöfaldist leigutekjur
og EBITA FÍ fasteignafélags slhf.
á ársgrundvelli. Félagið er rekið
af félagi sem er að meirihluta í
eigu MP banka. - óká
Tvöfalda leigutekjurnar:
FÍ kaupir Bern-
höftstorfuhús