Fréttablaðið - 13.12.2013, Page 20

Fréttablaðið - 13.12.2013, Page 20
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 20 BIÐRAÐIR Í SUÐUR-AFRÍKU Fólkið er að bíða eftir strætisvögnum sem flytja það að stjórnarráðsbygg- ingunni í Pretoríu, þar sem lík Nelsons Mandela liggur á viðhafnarbörum. Fjöldi manns hefur lagt leið sína þangað til að votta honum virðingu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PÚTÍN GENGUR Í SALINN Vladimír Pútín Rússlandsforseti mætti í gær í St. Georgshöllina í Kreml til að flytja árlegt ávarp sitt til þjóðarinnar. NORDICPHOTOS/AFP SJÓRINN HAMAST Á HAFNARGARÐI Í LÍBANON Mikið hvassviðri geisaði í Líbanon á miðvikudag. Kalt var í veðri og töluverð úrkoma fylgdi, ýmist snjór eða rigning. Sjórinn hamaðist á hafnargarði í höfuðborg- inni Trípolí. NORDICPHOTOS/AFP ÞREYTTUR NASHYRNINGUR Í BERLÍN Í dýragarðinum í Berlín mátti sjá þennan þreytta nashyrning hvíla sig stundarkorn. NORDICPHOTOS/AFP HUGHREYSTING Á ÍRLANDI Um helgina ljúka Írar formlega endurgreiðslu fjárhagsaðstoðar sem þeir fengu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna kreppunnar 2008. Þeir sem verst standa í samfélaginu munu þó áfram finna fyrir aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar. NORDICPHOTOS/AFP ÞREYTTUR LÖGREGLUMAÐUR Í TAÍLANDI Taílenskur lögreglumaður hvílir sig fyrir utan stjórnarráðs- bygginguna í Bangkok, en mótmælendur höfðu tekið rafmagnið af húsinu og hvöttu lögregluna til að hafa sig á burt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REGNBOGI YFIR GASABORG Á Gasaströnd horfðu þessi börn hugfangin á glæsilegan regnboga sem gnæfði yfir Gasaborg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁSTAND HEIMSINS 1 1 4 4 2 2 5 5 3 3 6 6 7 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.