Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 33

Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 33
JÓLAGESTIR BJÖRGVINS Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar fara fram í Laugardalshöll á morgun kl. 16 og kl. 21. Margir þekktir tónlistarmenn koma fram með Björgvin á tónleikunum sem verða einstaklega til- komumiklir. Þetta er í sjöunda skipti sem Björgvin er með sér- staka jólatónleika. HÁTÍÐARFUGL Gómsæt fylling og rósmarínsósa fullkomna þennan hátíðarfugl. MYND/GVA Matreiðslumaðurinn Úlfar Finn-björnsson sér um sjónvarpsþátt-inn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur uppskrift að kryddhjúpuðum og fylltum hátíðarfugli með rósmarínsósu. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þessa girnilegu máltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarps- stöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endur- sýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. 1 hátíðarfugl u.þ.b. 2-3 kg. Salt og nýmalaður pipar FYLLING 200 g tilbúin brauðfylling, t.d. Herb Seasoned stuff- ing frá Pepperidge Farm 200 g alifuglahakk eða grísahakk 1 dl hvítvín 1 egg Salt og nýmalaður pipar Setjið allt í skál og blandið vel saman. Setjið síðan fyllinguna inn í fuglinn. KRYDDHJÚPUR 100 g bráðið smjör 1 pakki Provencale frosin kryddblanda frá Findus Blandið vel saman. Losið haminn frá bringu- skipinu með því að smeygja hendinni undir haminn og losa hann vel frá bringunni og lærunum. Hellið krydd- smjörinu undir haminn og kryddið allan fuglinn með salti og pipar. Bakið fuglinn við 180°C í u.þ.b. 2 klst. eða þar til kjarnhiti sýnir 70°C. RÓSMARÍNSÓSA 2 msk. olía 1 laukur, smátt saxaður 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 2-3 rósmaríngreinar eða 1 msk. þurrkað 2,5 dl hvítvín 2,5 dl kjúklingasoð eða vatn og kjúklingakraftur 2,5 dl rjómi Sósujafnari 40 g kalt smjör í teningum Salt og nýmalaður pipar Hitið olíu í potti og kraumið laukinn, hvítlaukinn og rós- marín í 2 mínútur án þess að brenna. Bætið þá hvítvíni í pottinn og sjóðið niður í sýróp. Þá er kjúklinga- soði og rjóma bætt í pottinn og látið sjóða í 1 mínútu. Sigtið þá soðið í annan pott og þykkið með sósu- jafnara. Smakkið til með salti og pipar. Takið þá pottinn af hellunni og bætið smjörinu saman við. Hrærið þangað til smjörið hefur bráðnað. Eftir það má sósan ekki sjóða. Gott er að bæta smá soði úr ofn- skúffunni í sósuna. Berið fuglinn fram með sós- unni og t.d. bökuðum litlum kartöflum og grænmeti. KRYDDHJÚPAÐUR OG FYLLTUR HÁTÍÐARFUGL MEÐ RÓSMARÍNSÓSU Facebook Jólaleikur Parísartízkunnar og farðu inn á http://www.facebook.com/Parisartizkan. Skipholti 29b • S. 551 0770 Á þorláksmessu munum við draga út einn heppinn þáttakanda sem vinnur okkar vinsælu kuldaskó með mannbroddum. Vertu með í jólaleiknum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.