Fréttablaðið - 13.12.2013, Síða 64
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 40
Orð Egils
eru ánægjuleg
viðurkenning á
þessari verð-
launaveitingu.
Kristján Freyr Halldórs-
son, formaður Félags
starfsfólks bókaverlsana
Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru veitt
í 14. sinn frá árinu 2000 í Kiljunni á miðvikudaginn.
Þar sagði Egill Helgason að sér fyndist þessi verðlaun
eigin lega marktækari en Íslensku bókmenntaverðlaun-
in. Stór orð, sem Kristján Freyr Halldórsson, formað-
ur Félags starfsfólks bókaverslana, segir ánægjulega
viður kenningu á þessari verðlaunaveitingu.
Félagið heldur utan um verðlaunin hverju sinni og
kjörgengir eru starfsmenn í bókaverslunum um allt
land. Þátttaka í ár var afar góð og úrslitin endur-
spegla þverskurð af bókasmekk bóksala um allt land.
Verðlaunin eru þau umfangsmestu sem veitt eru
hérlendis, alls er tilnefnt og verðlaun veitt í níu
flokkum.
Umfangsmestu bókmenntaverðlaunin
Níu bækur hlutu í vikunni Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana. Þetta er í 14. sinn sem verðlaunin eru veitt.
SIGRÚN PÁLSDÓTTIR ANDRI SNÆR MAGNASON SJÓN
VILHELM ANTON
JÓNSSON
BESTA ÍSLENSKA SKÁLDSAGAN
Mánasteinn – Drengurinn sem
aldrei var til eftir Sjón.
BESTA ÍSLENSKA TÁNINGA-
BÓKIN (13-18 ÁRA) Tímakistan
eftir Andra Snæ Magnason
BESTA ÍSLENSKA BARNABÓK-
IN (0-12 ÁRA) Vísindabók Villa
eftir Vilhelm Anton Jónsson
BESTA ÞÝDDA SKÁLDSAGAN
Maður sem heitir Ove eftir Fredrik
Bachman
BESTA ÞÝDDA TÁNINGA-
BÓKIN (13-18 ÁRA) Afbrigði eftir
Veronicu Roth
BESTA ÞÝDDA BARNABÓKIN
(0-12 ÁRA) Amma Glæpon eftir
David Walliams
BESTA HANDBÓKIN/FRÆÐI-
BÓKIN Íslenska teiknibókin,
Guðbjörg Kristjánsdóttir sá um
útgáfuna
BESTA ÆVISAGAN Sigrún og
Friðgeir – Ferðasaga eftir Sigrúnu
Pálsdóttur
BESTA LJÓÐABÓKIN Árleysi alda
eftir Bjarka Karlsson
EFTIRTALDIR HREPPTU HNOSSIÐ Í ÁR
BJARKI KARLSSON
ÖNNUR SKYNJUN – ÖNNUR VERÖLD
Jarþrúður Þórhallsdóttir
„Bókin dregur upp margþætta og s annfærandi m ynd af l ífi e inhverfra
og dregur lesandann nær heimi þeirra. Hún ætti að vera aðstandendum
einhverfra s tyrkur o g leiðsögn og veita öðrum innsýn í
veruleika einhverfra einstaklinga“ – Úr umsögn dómnefndar.
SAGAN AF GUÐRÚNU KETILSDÓTTUR. EINSÖGURANNSÓKN Á ÆVI
18. ALDAR VINNUKONU - Guðný Hallgrímsdóttir
“Með vinnslu Guðnýjar á ólíkum heimildum tengdum textabrotinu
[ævisögunni] birtist lesandanum frásögn af skrykkjóttri lífsgögnu í
skugga móðuharðinda þar sem Guðrún Ketilsdóttir glímir m.a. við
fátækt, ágenga karlmenn og erfiða húsbændur… Þáttur kvenna, ekki
síst alþýðukvenna, í íslenskri söguritun hefur jafnan verið rýr. Guðný
sýnir hvernig hægt era ð gera áhugaverða s ögu úr h eimild
sem virðist harla brotakennd…“ – Úr umsögn dómnefndar.
Tilnefningar til fjöruverðlaunanna 2014
Háskólaútgáfan
Til hamingju!