Fréttablaðið - 13.12.2013, Page 80

Fréttablaðið - 13.12.2013, Page 80
13. desember 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 56 FÓTBOLTI Dominique Taboga er 31 árs gamall Vínarbúi sem hefur spilað í heimalandinu allan sinn feril. Honum er gefið að sök að hafa reynt að hag- ræða úrslitum leikja með SV Grödig í austurrísku úrvals- deildinni. Málið komst fyrst upp í síð- asta mánuði þegar hann kom að máli við forráðamenn Grödig og sagði að hann hefði verið kúgaður af glæpamönnum til að hafa áhrif á úrslit leikja liðsins. Í fyrstu var honum trúað en fljótlega kom í ljós að það voru lygar. Sagan stóðst ekki og í ljós kom að hann hefði reynt að fá nokkra liðsfélaga sína til að taka þátt í braskinu með sér. Félagið rak hann og stuttu síðar var hann handtekinn. Fjöldi annarra hefur flækst í málið, til að mynda Sanel Kuljic. Sá á leiki að baki með austurríska landsliðinu og var liðsfélagi Taboga þegar þeir léku saman með Kapfenberg í fyrra en Kuljic lagði skóna á hilluna í fyrra. Veðmálabrask og spilling virðist stærra vandamál í Austur- ríki en mörgum löndum í Evrópu en nú stendur yfir ítarleg lög- reglurannsókn þar í landi. Húsleit hefur verið gerð hjá 30 leik- mönnum og eru 20 þeirra grunaðir um veðmálabrask. Alls eru sautján leikir til rannsóknar, þar af níu í austurrísku úrvals- deildinni. tíu ár, Enda er málið litið alvarleg- um augum. Sem fyrr segir hefur málið ekki haft áhrif á gengi liðsins. Það vann 3-0 sigur á Ried um helgina en þar með skaust liðið upp í annað sæti úr því fjórða. Hannes fékk tækifæri í byrjunarliðinu í annað sinn á tíma- bilinu og nýtti það vel. „Okkar fremsti sóknarmaður hefur verið að spila mjög vel og er markahæstur í deildinni með fimm- tán mörk. Maður gat því lítið kvart- að yfir bekkjarsetunni. En gegn Ried spilaði ég sem fremsti maður á miðju og gekk það mjög vel,“ segir Hannes sem var þó tæklaður illa í fyrri hálfleik og entist í aðeins 60 mínútur í leiknum af þeim sökum. „Það hefur verið talsvert um meiðsli í liðinu í haust og því vil ég ólmur ná mér góðum fyrir næsta leik,“ bætir Hannes við. Sérstaklega sætur sigur Hann segir að hneykslið sem skók félagið hafi þjappað leikmönnum enn betur saman, þó svo að hópur- inn hafi verið samheldinn fyrir. „Sigurinn á Ried var afar kær- kominn, sérstaklega þar sem hann var gegn öðru liði í efri hluta deild- arinnar. Þetta var líka þriðji leikur okkar á átta dögum og búið að ganga á ýmsu þar fyrir utan. Það hefur reynt mikið á alla hjá félaginu og því var sigurinn ef til vill sérstak- lega sætur.“ eirikur@frettabladid.is FÓTBOLTI Á ýmsu hefur gengið hjá Hannesi Þ. Sigurðssyni sem er nú á sínu fyrsta tímabili með SV Grödig í austurrísku úrvalsdeildinni. Gengi liðsins hefur verið vonum framar en það situr í öðru sæti deildarinnar nú þegar mótið er hálfnað. Á dögunum kom þó í ljós að leikmaður liðsins hafi reynt að hagræða úrslitum leikja í hagnaðarskyni. „Það átti enginn von á þessu. Þetta var mikið áfall fyrir okkur alla,“ segir Hannes í samtali við Fréttablaðið. „Við erum með lítinn en samheldinn hóp leikmanna og það var reiðarslag að fá þær fréttir að einn okkar hafði unnið markvisst gegn okkur,“ bætir hann við. SV Grödig er nýliði í deildinni og raunar að spila í efstu deild í Aust- urríki í fyrsta sinn í 65 ára sögu félagsins. Fyrir tíu árum var liðið í neðstu deild austurríska boltans en uppgangur þess síðan þá hefur verið með ólíkindum. „Núverandi forseti félagsins tók við fyrir tíu árum og hefur rekið félagið síðan þá með syni sínum með góðum árangri. Þeir komu vitaskuld með pening í reksturinn en það þarf meira til, eins og rétta þjálfara og leikmenn. Þeir hafa unnið afar hörð- um höndum að uppbyggingu félags- ins og starfið verið afar metnaðar- fullt,“ segir Hannes. Gaf andstæðingunum víti Dominique Taboga heitir leikmað- urinn sem var rekinn frá SV Grödig fyrir veðmálabraskið. Hann er varnarmaður sem reyndi að hafa áhrif á úrslit leikja liðsins með bein- um hætti. „Ég hef reynt að forðast fjölmiðla- umfjöllun um málið en það sem ég hef séð bendir flest til þess að hann hafi viljandi reynt að fá á sig víti hér og þar. Hann var í góðri aðstöðu til þess sem aftasti varnarmaður,“ segir Hannes. „Það segir því töluvert mikið um liðið og árangur þess að við erum þrátt fyrir allt í öðru sæti deildar- innar,“ bætir hann við. Alvarlegur dómgreindarskortur Nokkrum dögum eftir að Taboga var rekinn fékk annar leikmaður SV Grödig að fylgja sömu leið. Í ljós kom að Taboga hafi reynt að fá annan leikmann, Thomas Zündel, til liðs við sig í braskinu. Zündel hafn- aði boðinu en gerði þau afdrifaríku mistök að láta ekki forráðamenn félagsins vita af því. „Zündel tók því engan þátt í þessu en gerðist engu að síður sekur um alvarlegan dómgreindarskort. Hann verður að gjalda fyrir það og það hefur jafnvel kostað hann ferilinn. Þetta er góður drengur og fínn knatt- spyrnumaður. Við söknum hans,“ segir Hannes. Fékk nýtt hlutverk í liðinu Taboga situr nú í gæsluvarðhaldi og á yfir höfði sér langan fangelsisdóm verði hann fundinn sekur – allt að SPORT Heimavöllur SV Grödig er óvenju- legur, sérstaklega miðað við atvinnu- félag í sterkri deild í Evrópu. Hann tekur aðeins rúmlega fjögur þúsund manns í sæti og er því sá leikvangur í austurrísku úrvalsdeildinni sem tekur langfæsta áhorfendur. Áhorfendastúkan er aðeins við aðra hlið vallarins en Unters- berg-fjallið, sem völlurinn heitir eftir, blasir við áhorfendum og leik- mönnum. „Það væri algjör glæpur að setja stúku við þá hlið vallarins– ekki nema að hún væri gegnsæ,“ segir Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður Grödig, í léttum dúr. „Það er hreint magnað að spila á þessum velli.“ Það er þó sjaldan uppselt á heimaleiki félagsins, sérstaklega nú á vetrarmánuðunum. Yfirleitt eru 1-2 þúsund manns á vellinum. „Það er kannski ekki skrítið, miðað við sögu félagsins. Fyrir aðeins nokkrum árum var engin stúka á vellinum, aðeins bekkir. Það hefur því mikið breyst á skömmum tíma,“ bætir Hannes við en SV Grödig er að spila í efstu deild í Austurríki í fyrsta sinn og fyrir einungis tíu árum lék liðið í neðstu deild austurrísku knattspyrnunnar. Grödig er við rætur Untersberg- fjalls í grennd við Salzburg og er steinsnar frá þýsku landamærunum. Völlurinn við fjallsrætur Alpanna Spilaði með svikara í Grödig Hannes Þorsteinn Sigurðsson tekur nú þátt í austurrísku ævintýri með nýliðum SV Grödig í úrvalsdeildinni þar í landi. Veðmálahneyksli skók þó félagið á dögunum og þurft u tveir leikmenn að víkja vegna þess. Spann sér lygavef Dominique Taboga sagðist í fyrstu vera fórnarlamb. Í HALDI Taboga var hand tekinn í síðasta mánuði og á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. MYND/EPA Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@frettabladid.is ÆVINTÝRI Í ÖLPUNUM Hannes Þ. Sigurðsson fagnar hér marki í leik með Grödig í Austurríki. MYND/GEPA-PICTURES SUND Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi hóf keppni frábær- lega á fyrsta degi Evrópumeistaramótsins í 25 metra laug í Danmörku í gær. Eygló byrjaði daginn á að komast í undanúrslit í 100 metra baksundi og bætti um betur síðdegis er hún tryggði sér sæti í úrslitum á nýju Íslands- meti. Eygló Ósk synti á 59,26 sekúndum og bætti eigið Ís- landsmet um 0,16 sekúndur. Það setti hún á Íslands- meistaramótinu í Ásvallalaug í síðasta mánuði. Ægiskonan endaði í fjórða sæti síns riðils og átt- unda sæti alls í undanúrslitunum. Tíu komust áfram í lokaúrslitin sem fara fram síðdegis á morgun. Eygló átti einnig áttunda besta tímann í undanrásunum um morguninn er hún synti á 59,96 sekúndum. - esá Íslandsmet og sæti í úrslitum hjá Eygló HANDBOLTI Úrslitin ráðast í Flug- félags Íslands-deildabikarkeppninni um helgina en undanúrslitin í bæði karla- og kvennaflokki fara fram í dag. Úrslitaleikirnir verða svo háðir á morgun en allir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Fjögur efstu liðin í Olís-deildum karla og kvenna fyrir vetrarfrí öðlast þátttökurétt í keppninni sem hefur verið haldin um mitt keppnistímabil síðan 2007. Fyrstu tvö árin voru leikirnir spilaðir í Laugardalshöllinni en í Strand- götunni síðan 2009. Karlalið FH og kvennalið Fram eru ríkjandi deildabikarmeistarar en Framkonur náðu ekki að vinna sér þátttökurétt í keppninni þetta árið. Leikið verður linnulaust frá klukkan 16.00 og langt fram á kvöld en Vísir verður með beinar texta- og tölfræðilýsingar frá þeim öllum, sem og úrslitaleikjunum á morgun. - esá Strandgatan vettvangur deildabikarkeppninnar enn á ný ➜ UNDANÚRSLITIN KVENNA: STJARNAN - ÍBV KL. 16.00 KVENNA: VALUR - GRÓTTA KL. 17.45 KARLA: HAUKAR - FRAM KL. 19.30 KARLA: FH - ÍBV KL. 21.15 MEISTARAR FH vann deildabikarinn á síðasta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Handknattleikskapp- inn Hannes Jón Jónsson var lagð- ur inn á sjúkrahús á mánudag vegna mikilla verkja í hægri öxl. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hannes Jón, sem spilar með nýliðum Eisenach í þýsku úrvals- deildinni, gekkst undir aðgerð á öxlinni í gær. Fram undan er önnur aðgerð á morgun og óvíst er um batahorfur. Er talið að fer- ill kappans geti verið í hættu. Hannes meiddist illa á hægri öxl þegar hann var 17 ára og var frá æfingum í tvö ár. Þá greindist kappinn með þrjú illkynja æxli í þvagblöðru í október í fyrra en sneri aftur strax í janúar framar björtustu vonum. Eisenach komst upp úr þýsku B-deildinni um vorið og Hannes Jón var kjörinn besti leikmaður tímabilsins. - ktd Hannes Jón undir hnífi nn LYKILMAÐUR Hannes Jón fór á kostum með Eisenach er liðið vann sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð. MYND/AÐSEND FRJÁLSAR Opið hús verður í frjáls- íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag í tilefni af því að loks er búið að steypa gólfið í húsinu. Framkvæmdir við innan- hússaðstöðu FH-inga hófust árið 2004 en fóru út um þúfur við efnahagshrunið haustið 2008. Á heimasíðu Frjálsíþróttasam- bands Íslands kemur fram að gólf- efni verði lagt á nýsteyptu plötuna á næstu mánuðum. Stefnt sé á að húsið verði nothæft til æfinga fyrri hluta árs 2014 og verði komið í fulla notkun um haustið. Gunnar Svavarsson, formað- ur byggingarnefndar, segir að lóðamálin og utanhússfrágang- ur verði að bíða enn um sinn. Vel megi vera að hægt verði að fara í það á grundvelli flýtifram- kvæmda. FH-ingum, Hafnfirðingum og öðrum gestum er boðið að virða húsið fyrir sér á morgun á milli klukkan 16 og 18.30. - ktd Opið hús á nýsteyptu gólfi FAGNAÐAREFNI Sveinbjörg Zophonías- dóttir og félagar í FH fá langþráða innanhússaðstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.