Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Þriðjudagur
Sími: 512 5000
17. desember 2013
296. tölublað 13. árgangur
SPORT Man. City og Arsenal
fengu gríðarlega erfið verkefni í
Meistaradeildinni. 52
2 SÉRBLÖÐ
Gjafakörfur | Fólk
ÓLAFUR ARNALDS Í HÖRPUÓlafur Arnalds verður með tónleika í Kaldalóni í Hörpu annað
kvöld kl. 20. Þar með lokar hann tónleikaferð sinni þetta árið
en hann hefur farið víða og hlotið afar góð viðbrögð. Ólafur
hefur samið tónlist fyrir margar frægar bíómyndir og sjón-
varpsþætti. Með honum á sviði verður strengjasveit
ásamt söngvaranum Arnóri Dan.Hausverkur Ekki þjást MigreLiefMígreni.isMigreLief fyrirbyggjandi fæðubótarefni fyrir fullorðna og börnGJAFAKÖRFURÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013
Sölutímabil 5.-19. desember
Sölustaðir á
kaerleikskulan.is
S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A
O G F AT L A Ð R A
H U G V E K J A
Nú er opio allan
sólarhringinn
í Engihjalla
KRINGLUNNI & SMÁRALIND
MENNING Birgit Guðjónsdóttir hlaut
verðlaun á Women’s International Film
& Television Showcase. 48
OPIÐ TIL
22
Í KVÖLD
7 DAGARTIL JÓLA
ÆVINTÝRI Leik- og söngkonan
Halla Vilhjálmsdóttir heldur til
Suðurskautslandsins í dag til að
ganga á tindinn Vinson Massif.
„Þetta verður
þriðji tindur-
inn af tindun-
um sjö, þeim
hæstu í hverri
heimsálfu, sem
ég geng á á
einu ári. Ég er
bæði búin að
ná toppnum á
Aconcagua og
Kilimanjaro,“
segir Halla og útilokar ekki að
klára tindana sjö.
„Það getur verið að ég klári
tindana fyrst ég er nánast hálfn-
uð en ég tek eitt skref í einu og
reyni að njóta hvers þrekrauna-
ævintýris fyrir sig.“
- lkg / sjá síðu 58
Halla Vilhjálms klífur tinda:
Á suðurskauti á
aðfangadag
KJARAVIÐRÆÐUR Kjaraviðræður á almennum
vinnumarkaði eru strand eftir að launþega-
hreyfingin hafnaði tilboði Samtaka atvinnu-
lífsins í gær. „Við buðum ákveðna útfærslu sem
er sambland krónutöluhækkunar og annarra
aðgerða til að styðja við hækkun lægstu launa,“
segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins.
Tilboðið hljóðaði upp á að þeir sem eru með
mánaðarlaun á milli 191 þúsund króna og upp
í 225 þúsund fengju 7.250 króna hækkun, þeir
sem fá laun á bilinu 225 til 265 þúsund fengju
5.500 króna hækkun en þeir sem eru með mán-
aðarlaun yfir 265 þúsundum áttu að fá tveggja
prósenta hækkun. Þessu til viðbótar átti lág-
markstekjutrygging að hækka um tæpar tíu
þúsund krónur.
Meðallaun eru 402 þúsund krónur. Samkvæmt
tilboði SA myndu þau hækka upp í 410.040 krón-
ur. Að frádregnum sköttum og lífeyrissjóðs-
greiðslum fær meðaljóninn í dag útborgaðar
283.377 þúsund krónur. Samkvæmt tilboði SA
myndi það hækka upp í 288.337 þúsund, eða
um fimm þúsund krónur á mánuði. Það dugar
tæpast fyrir bíóferð hjá vísitölufjölskyldunni og
þessi hækkun myndi tæplega duga fyrir jóla-
hangikjötinu.
„Við fengum tilboð í gærmorgun. Ég hélt að
ég væri að fá jólapakka en pakkinn var tómur.
Tilboðið var lakara en tilboð sem við fengum í
síðustu viku,“ segir Björn Snæbjörnsson, for-
maður samninganefndar Starfsgreinasam-
bandsins.
Sigurður Bessason, talsmaður Flóabanda-
lagsins, tekur í svipaðan streng og segir ekki
nokkra leið að ganga að tilboðinu.
Þorsteinn Víglundsson segir að samtökin hafi
verið reiðubúin að koma til móts við kröfuna um
hækkun lægstu launa. Þau hafi talið að tilboðið
gæti orðið til að leysa deiluna.
„Við kölluðum eftir mótspili frá verkalýðs-
hreyfingunni sem myndi ekki ógna verðstöð-
ugleikanum en þeir treystu sér ekki til að leggja
fram neinar hugmyndir þar að lútandi,“ segir
Þorsteinn.
Kjaradeilan er nú hjá ríkissáttasemjara en
litlar líkur eru á að samningar takist fyrir jól
úr því sem komið er. johanna @frettabladid.is
Segir jólapakkann tóman
Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum á almenna markaðnum. Samtök atvinnulífsins lögðu fram nýtt tilboð í
gær en verkalýðshreyfingin segir það alltof lágt. SA lýsa eftir tillögum sem ekki hleypa verðbólgunni af stað.
➜ Nægir tveggja pró-
senta launahækkun?
„Nei. Það þyrfti að fækka aðeins
millistjórnendum og koma betur
fram við fólkið á gólfinu.“
Sigurjón Arnar Jónsson,
bílstjóri.
„Nei, það er ekkert rosalega
mikil hækkun. Hún gerir ósköp
lítið fyrir fólkið. Ég myndi ekki
telja þetta vera mikla launa-
uppbót.“
Ellen Magnúsdóttir,
heimavinnandi húsmóðir.
„Nei, en það fer eftir því hvernig
þessu er stillt upp. Tvö prósent
er hógvært.“
Arnar Friðriksson,
starfsmaður Norlandair.
JÓLASTEMNING Margir leggja leið sína í miðbæinn fyrir jólin og var sérstaklega jólalegt um að litast í Bankastræti í
gær. Jólaljósin í fallegri snjókomu bjuggu til hátíðlega stemningu sem gangandi vegfarendur virtust njóta vel. Sjá síðu 18
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HALLA VIL-
HJÁLMSDÓTTIR
BÍLAR Íslenska fyrirtækið Arctic
Trucks hefur afhent norsku lögregl-
unni ellefu brynvarða Toyota Land
Cruiser-jeppa.
Herjólfur Guðbjartsson, fram-
kvæmdastjóri viðskipta- og þróun-
arsviðs hjá Arctic Trucks, segir í
samtali við Fréttablaðið að þarna sé
lögreglan að mæta ákveðinni þörf
með því að koma inn í rammasamn-
ing milli norska hersins og Arctic
Trucks. Sá samningur hljóðar upp
á jafngildi hátt í fimm milljarða
íslenskra króna og felur í sér að
breyta 200 til 300 bílum fyrir her-
inn næstu tvö til þrjú ár.
Herjólfur segist vegna trúnaðar
ekki geta farið náið út í tæknilega
lýsingu á búnaðinum í bílunum, en
játar aðspurður að þeir séu gerðir
til að þola byssuskot og sprengingar.
„Þessir bílar verða svo notaðir
af sérsveit lögreglunnar í öllum
umdæmum.“ - þj / sjá síðu 6
Fyrirtækið Arctic Trucks útbýr bíla fyrir sérsveit norsku lögreglunnar:
Ellefu brynjeppar fyrir Noreg
Rammasamningur
Arctic Trucks og norska
hersins hljóðar upp á sem
svarar fi mm milljörðum
íslenskra króna og felur í sér
breytingu á 2-300 bílum.
5
SKOÐUN Nægur tími verður til að
leiðrétta nokkur aukakíló síðar, skrifar
Teitur Guðmundsson læknir. 23
Ráðuneyti varnarlaus
gegn sérhagsmunapoti
Íslensk ráðuneyti eru berskjölduð fyrir
þrýstingi hagsmunaaðila, segir Gunnar
Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn-
málafræði. 16
Fáir faglærðir í Reykjavík Í höfuð-
borginni eru 30 prósent starfsmanna
leikskóla menntuð leikskólakennarar, en
tæp 70 prósent á Akureyri. 2
Sjúkra- eða iðjuþjálfun skorin
niður Formaður Samtaka fyrirtækja í
velferðarþjónustu segir að heilbrigðis-
ráðuneytið verði að taka af skarið um
niðurskurð. 4
Nýjar aðferðir skila árangri Nýjar
aðferðir til að sinna bráðatilvikum hjá
alvarlega geðveikum eru sagðar skila
árangri. 12
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/G
VA
Bolungarvík -1° SA 8
Akureyri -3° S 5
Egilsstaðir -2° S 5
Kirkjubæjarkl. -1° A 6
Reykjavík 0° SA 5
Vaxandi SA-átt í dag, víða strekkingur
eða allhvass vindur í kvöld. Hlýnar, hiti
að 7 stigum syðst í kvöld en kólnar svo
aftur í framhaldinu. Él í fyrstu S- og V-til
en rigning síðdegis. 4