Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 70
17. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 58 „Ég þurfti að taka fimm flug til að komast á suðurskautið. Þegar ég lenti í Punta Arenas í Síle eftir þrjátíu tíma ferðalag var farangurinn minn og búnaður á einhverju allt öðru ferðalagi. En hann skilaði sér og ég er búin að vera í undirbúningi síðustu tvo daga fyrir gönguna,“ segir leik- og söngkonan Halla Vil- hjálmsdóttir. Hún heldur til suð- urskautsins í dag til að ganga á Vinson Massif, hæsta tindinn á suðurskautinu. „Þetta verður þriðji tindurinn af tindunum sjö, þeim hæstu í hverri heimsálfu, sem ég geng á á einu ári. Ég er bæði búin að ná toppnum á Aconcagua og Kilim- anjaro,“ segir Halla. Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er líka á suðurskautinu en óvíst verður hvort stöllurnar tvær hitt- ast. „Ég las í fréttum að önnur íslensk stelpa yrði á sama tíma og ég á suðurskautinu. Þvílík til- viljun.“ Halla hefur gert ýmislegt til að undirbúa sig fyrir þrekraun- irnar á árinu. „Undirbúningur- inn fer eftir hinum mismunandi kröfum sem hver tindur gerir. Ég hef farið og æft og gist í Snow- donia í Wales til að prófa búnað, hef farið í klettaklifur innan- dyra, jöklaþjálfun í Ölpunum og stundað jóga. Það getur verið að ég klári tindana fyrst ég er nán- ast hálfnuð en ég tek eitt skref í einu og reyni að njóta hvers þrekraunaævintýris fyrir sig,“ segir Halla sem er búsett í Lond- on. Hún er hrifin af hvers kyns jaðaríþróttum og vekur mikla athygli í London. „Ég er komin með fullt mótor- hjólapróf og keyri stór hjól um alla London til og frá vinnu, sem gengur svakavel. Fólk held- ur reyndar yfirleitt að hjálm- urinn sé últranýtískulegt veski þegar ég geng inn því ég lít ekki beint út eins og hinn hefð- bundni „biker“,“ segir Halla glöð í bragði, tilbúin fyrir suðurskaut- ið. En hvernig verða jólin hjá þessari duglegu leik- og söng- konu? „Hvað segirðu, eru jól? Ja, ekki hjá mér. Ég verð í gadd- freðnu tjaldi uppi á fjalli á suð- urskautinu að gera hana móður mína brjálaða á aðfangadag og jóladag. Ekki er það nú jólalegt.“ liljakatrin@frettabladid.is Búnaður týndist á leið á suðurskautið Leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir heldur til suðurskautsins í dag til að ganga á hæsta tind skautsins, Vinson Massif. Verður þetta þriðji tindurinn af tindunum sjö sem Halla klífur á þessu ári en ferðin hefur ekki verið hnökralaus. ➜ Tindarnir 7– hæsti tindur í hverri heimsálfu Ég verð í gaddfreðnu tjaldi uppi á fjalli á suður- skautinu að gera hana móður mína brjálaða á aðfanga- dag og jóladag. D enali Elbrus Carstensz Pyram id Vinson M assif A con cagua K ilim anjaro Everest 6.194 m 5.642 m 4.884 m dddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddd 4.897 m 6.960 m 5.895 m 8.848 m VEL ÚTBÚIN Halla á Aconcagua í Suður- Ameríku. MIKILL FÖGNUÐUR Halla fagnaði með stæl þegar hún komst á topp Aconcagua. ÞVÍLÍKT ÚTSÝNI Söng- og leikkonan kleif Kilimanjaro á árinu. GLEÐILEG STUND Í fylgd ferðafélaga á Kilimanjaro. HUGSUÐUR Í ÞOKU Halla spáir og spekúlerar á Kilimanjaro. „Gaman að þú skulir spyrja að því. Ég er einmitt á Shalimar núna sem er uppáhaldsveitingastaðurinn minn. Ég fæ mér alltaf grænmetis- réttinn á hádegishlaðborðinu. Hann er alltaf góður.“ Íris Stefanía Skúladóttir, framkvæmdastjóri Listar án landamæra. BESTI BITINN „Þetta er eini svona gítarinn í heiminum,“ segir tónlistarmað- urinn Bubbi Morthens, sem fékk á dögunum í hendurnar gítar frá einum virtasta gítarframleiðanda í heimi, Martin & co, en hann er sérsmíðaður fyrir Bubba. Um er að ræða einn fegursta kassagítar sem til er og er hljóm- ur hljóðfærisins eftir útlitinu. Gít- arinn er vel skreyttur og hvert einasta smáatriði úthugsað. „Hver hluti gítarsins er sérvalinn, viðar- tegundir og öll listaverkin eru öll úthugsuð. Það tók um eitt ár að smíða gítarinn,“ útskýrir Bubbi. „Hann er úr nokkrum viðar- tegundum eins og „rosewood“ og „snake wood“ sem er í öllum bind- ingum. Skreytingarnar eru úr ekta perlu móðurskel og hálsinn úr „ebony“-við. Til að geta feng- ið nógu langan „ebony“-við í háls- inn þarf að nota allavega hundrað ára gamalt tré,“ útskýrir Andrés Helgason, eigandi verslunarinnar Tónastöðvarinnar, sem er umboðs- aðili Martin & co á Íslandi. Á hálsi gítarsins eru tvö falleg listaverk, annars vegar nafn Bubba og lax, sem er úr perlumóðurskel. „Laxinn er ljósmynd úr breskri veiðibók en því miður veiddi ég hann ekki sjálfur. Ég spila mína fyrstu tónleika með hann núna á fimmtudaginn í Bíóhöllinni á Akranesi, það verður ákaf- lega gaman,“ bætir Bubbi við. Fram undan eru tón- leikar í Hofi á Akureyri á laugardag og svo verða hinir árlegu Þorláksmessu- tónleikar Bubba í Eldborgarsalnum í Hörpu á Þorláksmessukvöld. - glp „Eini svona gítarinn í heiminum“ Bubbi Morthens var að fá í hendurnar sérsmíðaðan gítar sem er ákafl ega fagur. SÁTTUR VIÐ GRIPINN Bubbi Morthens er hæstánægður með nýja gítarinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA – fyrir lifandi heimili – R e y k j a v í k o g A k u r e y r i E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s LONDON hornsófi. Slitsterkt áklæði grátt eða beige. Stærð: 225 x 225 H: 85 cm. Einnig fáanlegur í svörtu leðri. 309.990 FULLT VERÐ 359.990 LONDON – HORNSÓFI 2H2 KLINT – 3JA SÆTA SÓFI KLINT 3ja sætasófi. Svart leður á slitflötum. Stærð: 193x881 H: 80 cm. 2ja sæta sófi TILBOÐ 169.990 Tilboðsverð 149.990 189.990 FULLT VERÐ 209.990 DC 3600 3ja sæta sófi. Koníaksbrúnt leður allan hringinn. Stærð: 202 x 80 H: 80 cm. DC 3600 – 3JA SÆTA SÓFI 329.990 FULLT VERÐ 389.990 CLEVELAND 3ja sæta. Grátt slitsterkt áklæði Stærð: 210 x 90 x H 80 cm. Einnig fáanlegur 2ja sæta. CLEVELAND – 3JA SÆTA SÓFI 84.990 FULLT VERÐ 94.990 M J Ú K I R S Ó FA R , S T Ó R I R S Ó FA R , H O R N S Ó FA R , T U N G U S Ó FA R . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.