Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 37
KYNNING − AUGLÝSING Gjafakörfur17. DESEMBER 2013 ÞRIÐJUDAGUR 3
Hjá Te & Kaffi leggjum við fyrst og fremst áherslu á hágæða-kaffi sem fangar hinn sanna
anda jólanna. Gjafapakkningarn-
ar innihalda engar kælivörur og því
má setja þær beint undir tréð sem
er mikill kostur,“ segir Ása Ottesen,
markaðsfulltrúi hjá Te & Kaffi sem
býður upp á mjög gott úrval
af gjafapökkum
fyrir jólin. „Í gjafapakkningunum
okkar má til dæmis finna hið vinsæla
Hátíðarkaffi, úrvals súkkulaði frá
Hafliða, jólate, handgerðan dansk-
an brjóstsykur sem fæst til að mynda
í Tívolíinu í Kaupmannahöfn og Nóa
konfekt.“ Pakkningarnar fást á breiðu
verðbili, allt frá 2.399 krón-
um upp í 7.399 krónur, og
innihalda mismunandi
góðgæti.
Ása seg ir g jafa-
pakkningar frá Te &
Kaffi henta afar breið-
um hópi. „Þeir sem
kaupa pak k ning-
arnar eru allt frá
ungum krökkum
sem vilja gleðja
eldra fólkið sitt
sem á allt, yfir
í þá sem vilja
gef a s í nu m
nánustu gott
kaffi og freist-
ingar til að eiga yfir hátíðarnar,“
segir hún og bendir á að gjafapakkn-
ingarnar fáist í góðu úrvali í verslun-
um Te & Kaffi í Kringlunni, Smára-
lind og á Laugaveginum.
Ómótstæðilegar freistingar
Te & Kaffi býður upp á fjölbreytt úrval gjafapakkninga sem innihalda freistandi kræsingar.
Kubbur Hátíðarkaffi, jólate, Nóa konfekt, kandíshrærur
og handgerður brjóstsykur. Verð 3.899 kr.
Nánari upplýsingar má
nálgast á vefsíðunni
www.teogkaffi.is
OSTUR Í SÓSUNA
Margir fá ostakörfu í jólagjöf
en ná kannski ekki að borða
alla ostana í körfunni. Ostar eru
ljúffengir í allar sósur. Í Raun er
sama hvað osturinn heitir, alltaf er
hægt að nota hann í sósu.
Hér er uppskrift að Camembert-
sósu sem er mjög góð með
grilluðum kjúklingi.
2 msk. smjör
1 ½ msk. hveiti
1 vorlaukur, smátt skorinn
190 ml mjólk
1 msk. grófkorna sinnep
90 g Camembert-ostur, skorinn
í bita
Á meðan kjúklingurinn grillast er
sósan útbúin. Bræðið smjör í potti
og hrærið síðan hveitinu saman
við til að gera smjörbollu. Því næst
er lauknum bætt út í. Mjólkin er
sett saman við hægt og rólega á
meðan hrært er í sósunni sem á
að vera kekkjalaus. Takið af hitann
og hrærið sinnepi og Camembert
saman við þar til osturinn bráðnar.
Hægt er að nota Höfðingja, brie, parmesanost, piparost eða aðrar tegundir í þessa sósu.
Stúfur Hátíðarkaffi, dökkt súkkulaði frá
Hafliða og handgerður brjóstsykur. Verð 2.699 kr.
Sætur Nýristað kaffi, jólate, súkkulaðihúðaðar
kaffibaunir, súkkulaði-regnhlíf og kandís. Verð 3.499 kr.
Ljúfur Hátíðarkaffi og Niederegger-
marsipanhjörtu. Verð 2.399 kr.
Ása Ottesen
markaðsfulltrúi
hjá Te & Kaffi.
Bústinn Tvær tegundir af nýristuðu kaffi, súkkulaðiplata frá Hafliða,
jólate, handgerður brjóstsykur, Niederegger-marsipanhjörtu, súkkulaðihúðað
biscotti og Mozart-kúlur. Verð 7.399 kr.
Gjafakörfur eiga sér margar hliðstæður í sög-
unni, jafnvel árþúsundir aftur í tímann.
Í grískri goðafræði er sagt frá gróður- og
frjósemisgyðjunni Demeter. Hún átti að hafa
komið með fræ í körfu og sáð fyrir uppsker-
unni. Þegar dóttir hennar var numin á brott af
undirheimaguðinum Hades lagðist yfir hana
mikil depurð sem varð til þess að vetur skall
á, þar sem hún sinnti ekki frjósemishlutverki
sínu.
Hades leyfði hins vegar dóttur Demeter að
dvelja hjá móður sinni í sex mánuði á ári. Á
vorin sneri því dóttir hennar aftur og Deme-
ter tók sér þá körfu í hönd, tilbúin að sá fyrir
nýrri uppskeru. Þegar dóttir hennar sneri svo
aftur til Hadesar hafði hún með sér körfu fulla
af blómum niður í undirheima Hadesar. Fórnir
voru færðar til handa Demeter, margar hverjar
bornar fram í körfum.
Gjafakörfur í
grískri goðafræði
Demeter var gróður-
og frjósemisgyðja. Hún
átti að hafa komið með
fræ í körfu og sáð fyrir
uppskerunni.