Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 26
17. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 26 Hópar lækna geysast fram á ritvöllinn í þeim tilgangi að ná eyrum fjár- veitingavaldsins sem þeir telja að nauðsynlegt til að reisa við starfsemi LSH. Þeir leggjast á eitt við að lýsa eymdinni sem þar ríkir og hvernig hún er til komin. Í síðustu hóp- grein lækna 22. nóvem- ber sl. er aðgerðaráætl- un í sex liðum lögð fram. Áætlun sem aðrir eiga að framkvæma strax annars? Höf- undar höfða til þess að spítalinn sé eign allra landsmanna, sennilega í þeim tilgangi að leggja ábyrgð- ina á okkar herðar. Mitt í þessari umræðu stendur þjóðkirkjan fyrir söfnun og fleiri láta hendur standa fram úr ermum og færa spítalan- um stórar fjárhæðir og tæki til að bæta aðstöðuna. Landsmenn láta spítalann sig varða. En hver er ábyrgð starfsmanna og hvað ætla þeir að gera í stöðunni? Ég hef fylgst með málefninu „öryggi sjúklinga“ í mörg ár og átt í miður góðum samskiptum við stjórnendur spítalans eftir alvar- legt óhapp sem leiddi son minn til dauða. Hvernig er staðan í örygg- ismálum sjúklinga á LSH í raun og veru? Þar sem ég hef fylgst náið með langar mig að lýsa þess- ari hlið á viðreisn spítalans. Hættulegasti staður landsins Í fyrsta lagi kom fram á ráðstefnu um öryggi sjúklinga, í Hörpu 3. september 2013, að óhöpp á LSH leiða 170 manns á ári til dauða og 600 verða fyrir varanlegu tjóni en samtals eru óhöppin 2.500 á ári. Það má segja að LSH sé hættu- legasti staður landsins. Sjálf veit ég að verkefni við innleiðingu atvikaskráningar hafa ítrekað farið forgörðum vegna lélegrar þátttöku. Annað sem fram kom á ráðstefnunni var mikilvægi þátt- töku sjúklinga í öryggi sjúklinga. Það fer mjög hljótt um aðgerðir í þessum efnum eftir ráðstefn- una en sams konar ráðstefna var haldin hér 2007 og ekkert breyt- ist á milli þeirra. Almenningur og stjórnvöld hafa enn enga formlega aðkomu að vinnunni. Í öðru lagi er staða á verk- efninu „LEAN á LSH“ (gæðakerf- inu LEAN á LSH) harla dapurleg. Sem áhugamaður var ég forvit- in enda er kerfið eitt það vinsæl- asta í gæðamálum. Ég hlustaði á erindi á um þetta þann 17. október sl. á LSH. Þar kom fram að öryggi sjúklinga er ekki á dag- skrá verkefnisins fyrr en eftir 2-3 ár, það síðasta sem á að fara í. Af hverju er það aftast í röð- inni? Einnig kom fram að hingað til hefur LEAN-kerfi verið mest notað til að taka til og endurraða innanstokksmunum á skrifstofum og vaktherbergjum spítalans. Í þriðja lagi vil ég hvetja þig til að horfa á Kastljós frá 4. desember 2012, en þar sagði framkvæmda- stjóri lækninga um rannsókn spít- alans á mistökum: „Í tilvikum sem þessum þá er farið af stað í rann- sókn alltaf með sama hætti. Það er bara farið eftir ákveðnum reglum og þessi tilvik eru bara skoðuð nákvæmlega.“ Hann fullyrti að alvarleg tilvik væru 5-10 á ári. Athugaðu að hann segir að regl- urnar séu í stöðugri endurskoð- un. Ég hef í höndunum bréf frá aðstoðarframkvæmdastjóra lækn- inga LSH þar sem fram kemur að þessar reglur séu ekki til og ekki standi til að setja þær. Hvað var framkvæmdastjórinn að reyna að sannfæra okkur um? Ég vil veg LSH sem mestan og koma í veg fyrir dýrkeypt óhöpp og óþarfa þjáningar. Hvergi í ofangreindum skrifum læknanna kemur fram hvernig eigi að tryggja öryggi sjúklinga en það ætti að vera fyrsti liður í aðgerðaráætluninni. Það er verk- efni starfsmanna en ekki almenn- ings eða fjárveitingavaldsins. Það er augljós tregða á LSH í að vinna að öryggi sjúklinga og hljóma umræddar greinar sem bjalla sem ég bíð eftir að hljóðni því hún gerir ekkert annað en að skera í eyrun. Sjúklingar sækjast eftir virðingu og umhyggju. Ég verð að sjá að læknar beiti sér fyrir því að hefja öryggi sjúklinga upp á æðra plan og farið verði í að vinna mark- visst að því að læra af mistökum og klára slík mál með sóma. Þessu verður að koma í gang strax svo hægt verði að reisa Landspítalann við fyrir alvöru. Hin hliðin á viðreisn LSH Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 var samþykkt í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar s.l. þriðjudag. Grunntónn áætl- unarinnar er kraftur og uppbygging á sviði upplýs- inga- og tæknimála, viðhaldi mannvirkja, framkvæmda í gatnagerð, fjölgun kennslu- stunda og þjónustu. Meirihluti Samfylking- ar og Vinstri grænna hefur lagt mikla áherslu á mark- vissan undirbúning að end- urfjármögnun lánasafns sveitarfélagsins með stefnufestu í fjármálastjórn eins og á öðrum sviðum. Á kjörtímabilinu hefur verið unnið að endurskipulagn- ingu á fjármálum og rekstri sveit- arfélagsins. Slík vinna er lykillinn að hagkvæmri endurfjármögnun á lánasafni sveitarfélagsins til lengri tíma. Engin hækkun á gjaldskrám fræðslu- og fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðarbær leggur sitt að mörkum til að draga úr verð- bólgu og auka kaupmátt með því að halda öllum gjaldskrám tengd- um fræðslu- og fjölskylduþjónustu óbreyttum. Jafnframt er tekin upp sú nýjung að frá 1. janúar 2014 ná systkinaafslættir frá dagforeldri til frístundaheimilis. Álagningarhlutfall fasteigna- skatts af íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,30% niður í 0,28% eða um 6,7%. Þar með hefur álagningarhlutfall fasteignaskatts lækkað um 12,5% á tveimur árum. Fræðslumál eru fyrirferðar- mikil í þessari áætlun eins og undanfarin ár. Skipt- istundum í grunnskólum verður fjölgað enn frekar frá og með næsta skólaári auk þess sem sumarlokanir leikskóla styttast úr fimm vikum í fjórar. Sérstök áhersla verður á áfram- haldandi uppbyggingu í upplýsingatækni í leik- og grunnskólum bæjarins. Aukin sérkennsla í leik- skólum er mikið áhyggju- efni en þeirri þörf er mætt í þessari fjárhagsáætlun. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð um 613 milljónir króna og 266 milljónir í A hluta. Áætlað veltufé frá rekstri A hluta er um 1,7 milljarðar króna og samantek- ið fyrir A og B hluta 2,5 milljarðar króna sem er rúmlega 14% af heild- artekjum. Á árinu er gert ráð fyrir því að greiða niður lán og skuld- bindingar að fjárhæð 1,9 milljarð- ar króna. Í áætlanagerðinni í ár var ákveð- ið að stíga fyrstu skrefin í átt að kynjaðri áætlanagerð. Hvert svið hefur valið að lágmarki eitt til- raunaverkefni þar sem aðferða- fræði kynjaðrar fjárhags- og starfs- áætlunargerðar verður beitt. Stefnufesta í stjórn bæjarins á kjörtímabilinu Mikil uppbygging er framundan hjá sveitarfélaginu. Forhönnun Ásvalla- brautar er að ljúka og við tekur nán- ari útfærsla veghönnunar og verk- framkvæmda. Samið hefur verið um byggingu á þremur búsetukjörn- um fyrir fatlað fólk. Áfram verður unnið að undirbúningi byggingar hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð og byggingar síðari áfanga Áslands- skóla. Stjórnun Hafnarfjarðarbæjar á þessu kjörtímabili hefur einkennst af stefnufestu, íbúalýðræði, bættu aðgengi að gögnum, valdeflingu íbúa og aðhaldi í rekstri sem skilar fjárhagsáætlun með bættri afkomu, aukinni niðurgreiðslu skulda og lægri álögum á íbúa. Markviss undirbúningur að endurfjármögnun SVEITAR- STJÓRNARMÁL Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri Hafnarfj arðar HEILBRIGÐISMÁL Auðbjörg Reynisdóttir markþjálfi og hjúkrunarfræðingur ➜ Ég verð að sjá að læknar beiti sér fyrir því að hefja öryggi sjúklinga upp á æðra plan ➜ Stjórnun Hafnar- fjarðarbæjar á þessu kjör- tímabili hefur einkennst af stefnufestu, [...] sem skilar fjárhagsáætlun með bættri afkomu, aukinni niður- greiðslu skulda og lægri álögum á íbúa. Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Vefverslun með öryggisvörur á oryggi.is Kertaljós og skreytingar þarf að umgangast með varúð Tryggið eldvarnir heimilisins, reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarpakkar í miklu úrvali. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 33 56 6 Tilvalið í bílinn eða ferðavagninn Eldvarnarpakki 3 Tilboðsverð í vefverslun 13.398 kr. Listaverð 20.772 kr. Eldvarnarpakki 4 Tilboðsverð í vefverslun 7.205 kr. Listaverð 11.171 kr. Eldvarnarpakki 5 Tilboðsverð í vefverslun 14.177 kr. Listaverð 21.980 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.