Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. desember 2013 | FRÉTTIR | 13 Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • j l. is • S ÍA landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn SÍLE, AP Michelle Bachelet vann stórsigur í for- setakosningum í Síle á sunnudag. Hún hlaut 62 prósent atkvæða, en kosningaþátttakan var hins vegar ekki nema 41 prósent, eða sú minnsta frá því að lýðræði komst á í landinu á ný fyrir rúmum 20 árum, eftir að valdatíma herforingjastjórnar einræðisherrans Augustos Pinochet lauk. Bachelet var forseti árin 2006 til 2010, en samkvæmt lögum má forseti Síle ekki sitja í embætti tvö kjörtímabil í röð. Þegar hún lét af embætti árið 2010 mældust vinsældir hennar í skoðanakönnunum 84 pró- sent, þrátt fyrir að hún hefði ekki komið miklu af upphaflegum kosningaloforðum sínum í framkvæmd. Hún er í Sósíalistaflokknum, sama flokki og Salvador Allende stýrði þegar hann var forseti Síle í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar, en Pinochet herforingi steypti Allende af stóli í herforingjabyltingu sinni árið 1973. Bachelet hefur meðal annars lofað að gera miklar breytingar á stjórnarskrá og kosninga- fyrirkomulagi landsins, sem er að mestu það sama og Pinochet kom á. Hún hefur hins vegar það lítinn stuðning á þingi að henni mun reyn- ast erfitt að koma þessu kosningaloforði sínu í framkvæmd. - gb Michelle Bachelet aftur kosin forseti Síle, eftir að hafa setið hjá í eitt kjörtímabil: Erfitt verður að efna kosningaloforðin MICHELLE BACHELET Hefur lítinn stuðning á þingi til stjórnarskrár- breytinga. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA HAPPADRÆTTI Hvorugur vinn- ingshafanna í lottóútdrætti laug- ardagskvöldsins hefur vitjað vinningsins. Potturinn var tæp- lega 140 milljónir króna og fá vinningshafarnir því tæpar sjötíu milljónir króna hvor í sinn hlut. Annar miðinn var keypt- ur á bensínstöðinni Select við Bústaðaveg en hinn á heima- síðu Íslenskrar getspár, Lotto.is. Vegna rafrænu upplýsinganna er vitað hver síðarnefndi vinnings- hafinn er. Hann á samt enn eftir að vitja vinningsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Íslenskrar getspár sem vinn- ingurinn var áttfaldur og ákváðu fjölmargir Íslendingar að freista gæfunnar. - fb Tveir hlutu fimm rétta: Lottóvinninga ekki verið vitjað UMHVERFISMÁL Heilbrigðinefnd Suðurnesja afturkallaði fyrir skömmu starfsleyfi Gámaþjón- ustunnar til moltugerðar við svokallaðan Patterson-flugvöll á gamla varnarsvæðinu í Njarðvík. Fyrirtækið kærði afturköllunina til úrskuðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem frestaði því að afturköllunin tæki gildi 1. janúar 2014 eins og heilbrigðis- nefndin ákvað. Heilbrigðiseftirlitið sagði moltuvinnsluna langt inni á vatnsverndarsvæði án heimildar. Plastdræsur fykju þar um og matarleifar í moltuhaugum drægi að sér rottur og vargfugl. - gar Afturkalla leyfi moltugerðar: Laða rottur að verndarsvæði MOLTUGERÐ Gámaþjónustan uppfyllti ekki starfsleyfi. VIÐSKIPTI Faxaflóahafnir hafa samþykkt umsókn verslunarfyr- irtækisins Haga um lóð þar sem fyrirtækið hyggst byggja nýtt vöruhús undir starfsemi Ban- ana ehf. Hagar sóttu 3. desember síðastliðinn um lóð númer 1 við Korngarða í Reykjavík. Stjórn Haga samþykkti í gær fjárfestingaráætlun að upp- hæð allt að 1,3 milljörðum króna til verkefnisins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu fyrir- tækisins. Gert er ráð fyrir að rekstur Banana flytji í nýtt hús- næði á sumarmánuðum 2015. - hg Umsókn Haga samþykkt: Byggja vöruhús undir Banana FLYTJA 2015 Húsnæði Banana er að sögn Haga orðið óhentugt fyrir núver- andi starfsemi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.