Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 6
17. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 VEISTU SVARIÐ? sem mýkist Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri www.lindesign.is Gjöfin ár eftir ár 1. Hvaða íslenska fyrirtæki sinnir nú verkefnum á suðurskautinu? 2. Hvaða leikmaður Liverpool hefur skorað átta mörk í síðustu þremur leikjum? 3. Hvaða erlendi leikari bauð upp sveitta skyrtu sem hann hafði leikið í? SVÖR: 1. Arctic Trucks 2. Luis Suarez 3. Orlando Bloom SUÐUR-AFRÍKA, AP Táknmálstúlkurinn Thamsanqa Jantjie, sem vakti heimsathygli á minningarat- höfn um Nelson Mandela í síðustu viku, tók árið 2003 þátt í að myrða tvo menn. Mennirnir tveir höfðu stolið sjónvarpstæki þegar hópur manna réðst á þá og myrti þá með því að kveikja í dekkjum, sem sett höfðu verið um háls þeirra. Jantjiie var sá eini í hópnum sem aldrei kom fyrir rétt, en það var vegna þess að hann taldist ósakhæfur vegna andlegrar vanheilsu. Þess í stað var hann settur á stofnun, en var síðar látinn laus og sneri þá aftur í fátækrahverf- ið sitt í útjarði Jóhannesarborgar. Enn síðar fékk hann svo starf við táknmálstúlk- un fyrir Afríska þjóðarráðið, valdamesta stjórn- málaflokk Suður-Afríku. Hann vakti heimsathygli þegar hann stóð við hlið Baracks Obama Bandaríkjaforseta á minn- ingarathöfninni og virtist vera að túlka ræðu hans yfir á táknmál, en sú túlkun var tóm þvæla. Hann sagðist hafa séð sýnir á meðan og óttaðist um geð- heilsu sína. - gb Táknmálstúlkurinn tók þátt í að myrða tvo menn árið 2003: Taldist ekki vera sakhæfur OBAMA OG TÚLKURINN Aðeins tæpur metri var á milli þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Öldrunarlækningar 36,8% Skurðlækningar 12,5% Lyfl ækningar 26% Geðlækningar 10,1% Líknandi meðferð 1% Fæðingar- og kvensjúksómalækningar 4,8% Endurhæfi ngarlækningar 5% Barnalækningar 3,9% Bráða- og slysalækningar 0,1% HEILBRIGÐISMÁL Komið hefur verið á rafrænum sendingum upplýsinga í rauntíma um starfsemi sjúkrahús- anna. Þær gera Landlæknisembætt- inu kleift að vinna með og birta upp- lýsingar um starfsemi legudeilda frá degi til dags og samfellt aftur til ársins 1999. Nú er því hægt að sjá hve margir liggja á sjúkrahúsum, hversu marg- ir leggjast inn og hversu margir útskrifast dag hvern. Enn fremur á hvaða deildum inniliggjandi sjúk- lingar sækja sér þjónustu á deildum. Að sögn Landlæknisembættis- ins er þetta bylting í heilbrigðistöl- fræði á Íslandi og mun gerbreyta möguleikum á eftirliti með starf- semi, gæðum og árangri þjónust- unnar. Fram til þessa hafa gögn til vinnslu verið alla jafna tveggja ára gömul. Gögn frá sjúkrahúsum berast með dulkóðuðum og rafrænum hætti til embættis landlæknis og töl- fræðiskýrslur um starfsemi sjúkra- húsa koma nú út á vef embættisins. -ebg Landlæknir fær upplýsingar frá spítölunum strax í stað þess að bíða í tvö ár eftir þeim: Betra eftirlit með gæðum og árangri ➜ Skipting sjúklinga á deildir 10. desember 2013 BÍLAR Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks hefur getið sér gott orð víða um heim fyrir sérútbúnu jeppana sína og hefur meðal ann- ars verið í fréttum nýlega vegna ferðar þar sem Harry Breta- prins var meðal þeirra sem fóru á suðurpólinn á bílum frá fyrir- tækinu. Jeppar frá Arctic Trucks hafa einnig einnig farið á norð- urpólinn. Eitt nýjasta verkefnið er í Noregi þar sem fyrirtæk- ið afhenti nýlega lögreglu ellefu brynvarða Toyota Land Cruiser jeppa. Herjólfur Guðbjartsson, framkvæmda- s t j ó r i v i ð - skipta- og þró- unarsviðs hjá Arctic Trucks, segir í samtali við Fréttablað- ið að þarna sé lögreglan að mæta ákveðinni þörf með því að koma inn í ramma- samning milli norska hersins og Arctic Trucks. „Lögreglan hefur verið að nútímavæða bílaflotann hjá sér síðustu ár eftir að hafa verið á frekar gömlum bílum. Hún leig- ir þarna bíla af hernum og fær sömu tegund af bílum, sem við tökum svo og lögum eftir sérstök- um þörfum lögreglunnar, setjum meðal annars á þá blá blikkljós.“ Herjólfur segist, vegna trúnað- ar, ekki geta farið náið út í tækni- lega lýsingu á búnaðinum sem settur er upp í bílunum, en játar aðspurður að þeir séu gerðir til að þola byssuskot og sprengingar. „Þessir bílar verða svo notaðir af sérsveit lögreglunnar í öllum umdæmum,“ segir Herjólfur og bætir við að herinn hafi notað bílana bæði í verkefnum innan- lands og utan. Síðustu tvö ár hefur Arctic Trucks útbúið tæplega 100 bíla fyrir herinn og lögregluna sam- kvæmt rammasamningnum. Sá hljómar upp á 230 milljónir norskra króna, hátt í fimm millj- arða íslenskra króna, og er til tíu ára. Segir Herjólfur að gert sé ráð fyrir að breyta 200-300 bílum á næstu tveimur til þremur árum. Arctic Trucks var stofnað sem aukahlutaþjónusta innan Toyota á Íslandi árið 1990 en hefur stækkað mikið að umfangi síð- ustu árin. Árið 2005 var fyrir- tækið selt út úr Toyota, rekur nú dótturfyrirtæki í Noregi og Sam- einuðu arabísku furstadæmunum og er með starfsemi enn víðar um heiminn og virðist ekkert lát vera á. „Við vorum að gera sam- starfssamning við Toyota í Pól- landi um að breyta bílum fyrir þá og það er mjög spennandi að koma íslensku hugviti inn í bílageirann,“ segir Herjólfur. thorgils@frettabladid.is Útbúa jeppa fyrir norsku sérsveitina Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks hefur afhent norsku lögreglunni ellefu bryn- varða jeppa sérútbúna fyrir sérsveit lögreglu. Bílarnir eru hluti af rammasamningi við norska herinn sem hljómar upp á hátt í fimm milljarða íslenskra króna. HERJÓLFUR GUÐBJARTSSON SÉRÚTBÚNIR Norska lögreglan nútímavæðir nú bílaflota sinn. Meðal annars hefur hún fengið afhenta ellefu jeppa, sérútbúna af íslenska fyrirtækinu Arctic Trucks. MYND/NORSKA LÖGREGLAN 200-300 Gangi eft ir áætlanir verða tvö til þrjú hundruð sérút- búnir jeppar afh entir norska hernum næstu tvö til þrjú árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.