Fréttablaðið - 17.12.2013, Síða 6

Fréttablaðið - 17.12.2013, Síða 6
17. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 VEISTU SVARIÐ? sem mýkist Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri www.lindesign.is Gjöfin ár eftir ár 1. Hvaða íslenska fyrirtæki sinnir nú verkefnum á suðurskautinu? 2. Hvaða leikmaður Liverpool hefur skorað átta mörk í síðustu þremur leikjum? 3. Hvaða erlendi leikari bauð upp sveitta skyrtu sem hann hafði leikið í? SVÖR: 1. Arctic Trucks 2. Luis Suarez 3. Orlando Bloom SUÐUR-AFRÍKA, AP Táknmálstúlkurinn Thamsanqa Jantjie, sem vakti heimsathygli á minningarat- höfn um Nelson Mandela í síðustu viku, tók árið 2003 þátt í að myrða tvo menn. Mennirnir tveir höfðu stolið sjónvarpstæki þegar hópur manna réðst á þá og myrti þá með því að kveikja í dekkjum, sem sett höfðu verið um háls þeirra. Jantjiie var sá eini í hópnum sem aldrei kom fyrir rétt, en það var vegna þess að hann taldist ósakhæfur vegna andlegrar vanheilsu. Þess í stað var hann settur á stofnun, en var síðar látinn laus og sneri þá aftur í fátækrahverf- ið sitt í útjarði Jóhannesarborgar. Enn síðar fékk hann svo starf við táknmálstúlk- un fyrir Afríska þjóðarráðið, valdamesta stjórn- málaflokk Suður-Afríku. Hann vakti heimsathygli þegar hann stóð við hlið Baracks Obama Bandaríkjaforseta á minn- ingarathöfninni og virtist vera að túlka ræðu hans yfir á táknmál, en sú túlkun var tóm þvæla. Hann sagðist hafa séð sýnir á meðan og óttaðist um geð- heilsu sína. - gb Táknmálstúlkurinn tók þátt í að myrða tvo menn árið 2003: Taldist ekki vera sakhæfur OBAMA OG TÚLKURINN Aðeins tæpur metri var á milli þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Öldrunarlækningar 36,8% Skurðlækningar 12,5% Lyfl ækningar 26% Geðlækningar 10,1% Líknandi meðferð 1% Fæðingar- og kvensjúksómalækningar 4,8% Endurhæfi ngarlækningar 5% Barnalækningar 3,9% Bráða- og slysalækningar 0,1% HEILBRIGÐISMÁL Komið hefur verið á rafrænum sendingum upplýsinga í rauntíma um starfsemi sjúkrahús- anna. Þær gera Landlæknisembætt- inu kleift að vinna með og birta upp- lýsingar um starfsemi legudeilda frá degi til dags og samfellt aftur til ársins 1999. Nú er því hægt að sjá hve margir liggja á sjúkrahúsum, hversu marg- ir leggjast inn og hversu margir útskrifast dag hvern. Enn fremur á hvaða deildum inniliggjandi sjúk- lingar sækja sér þjónustu á deildum. Að sögn Landlæknisembættis- ins er þetta bylting í heilbrigðistöl- fræði á Íslandi og mun gerbreyta möguleikum á eftirliti með starf- semi, gæðum og árangri þjónust- unnar. Fram til þessa hafa gögn til vinnslu verið alla jafna tveggja ára gömul. Gögn frá sjúkrahúsum berast með dulkóðuðum og rafrænum hætti til embættis landlæknis og töl- fræðiskýrslur um starfsemi sjúkra- húsa koma nú út á vef embættisins. -ebg Landlæknir fær upplýsingar frá spítölunum strax í stað þess að bíða í tvö ár eftir þeim: Betra eftirlit með gæðum og árangri ➜ Skipting sjúklinga á deildir 10. desember 2013 BÍLAR Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks hefur getið sér gott orð víða um heim fyrir sérútbúnu jeppana sína og hefur meðal ann- ars verið í fréttum nýlega vegna ferðar þar sem Harry Breta- prins var meðal þeirra sem fóru á suðurpólinn á bílum frá fyrir- tækinu. Jeppar frá Arctic Trucks hafa einnig einnig farið á norð- urpólinn. Eitt nýjasta verkefnið er í Noregi þar sem fyrirtæk- ið afhenti nýlega lögreglu ellefu brynvarða Toyota Land Cruiser jeppa. Herjólfur Guðbjartsson, framkvæmda- s t j ó r i v i ð - skipta- og þró- unarsviðs hjá Arctic Trucks, segir í samtali við Fréttablað- ið að þarna sé lögreglan að mæta ákveðinni þörf með því að koma inn í ramma- samning milli norska hersins og Arctic Trucks. „Lögreglan hefur verið að nútímavæða bílaflotann hjá sér síðustu ár eftir að hafa verið á frekar gömlum bílum. Hún leig- ir þarna bíla af hernum og fær sömu tegund af bílum, sem við tökum svo og lögum eftir sérstök- um þörfum lögreglunnar, setjum meðal annars á þá blá blikkljós.“ Herjólfur segist, vegna trúnað- ar, ekki geta farið náið út í tækni- lega lýsingu á búnaðinum sem settur er upp í bílunum, en játar aðspurður að þeir séu gerðir til að þola byssuskot og sprengingar. „Þessir bílar verða svo notaðir af sérsveit lögreglunnar í öllum umdæmum,“ segir Herjólfur og bætir við að herinn hafi notað bílana bæði í verkefnum innan- lands og utan. Síðustu tvö ár hefur Arctic Trucks útbúið tæplega 100 bíla fyrir herinn og lögregluna sam- kvæmt rammasamningnum. Sá hljómar upp á 230 milljónir norskra króna, hátt í fimm millj- arða íslenskra króna, og er til tíu ára. Segir Herjólfur að gert sé ráð fyrir að breyta 200-300 bílum á næstu tveimur til þremur árum. Arctic Trucks var stofnað sem aukahlutaþjónusta innan Toyota á Íslandi árið 1990 en hefur stækkað mikið að umfangi síð- ustu árin. Árið 2005 var fyrir- tækið selt út úr Toyota, rekur nú dótturfyrirtæki í Noregi og Sam- einuðu arabísku furstadæmunum og er með starfsemi enn víðar um heiminn og virðist ekkert lát vera á. „Við vorum að gera sam- starfssamning við Toyota í Pól- landi um að breyta bílum fyrir þá og það er mjög spennandi að koma íslensku hugviti inn í bílageirann,“ segir Herjólfur. thorgils@frettabladid.is Útbúa jeppa fyrir norsku sérsveitina Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks hefur afhent norsku lögreglunni ellefu bryn- varða jeppa sérútbúna fyrir sérsveit lögreglu. Bílarnir eru hluti af rammasamningi við norska herinn sem hljómar upp á hátt í fimm milljarða íslenskra króna. HERJÓLFUR GUÐBJARTSSON SÉRÚTBÚNIR Norska lögreglan nútímavæðir nú bílaflota sinn. Meðal annars hefur hún fengið afhenta ellefu jeppa, sérútbúna af íslenska fyrirtækinu Arctic Trucks. MYND/NORSKA LÖGREGLAN 200-300 Gangi eft ir áætlanir verða tvö til þrjú hundruð sérút- búnir jeppar afh entir norska hernum næstu tvö til þrjú árin.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.