Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 62
17. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 50 Hestarnir í beinni á Stöð 2 Sport í vetur HANDBOLTI Fréttablaðið fékk alla tólf þjálfara Olís-deildar kvenna í handbolta til að velja þá leikmenn deildarinnar sem að þeirra mati skara fram úr á ákveðnum sviðum leiksins. Það er síðan ætlunin að birta niðurstöðurnar úr könnun Frétta- blaðsins í síðustu blöðum ársins en deildin fer síðan á stað á ný eftir áramót. Þjálfarar deildarinnar völdu í sameiningu mikilvægasta leik- manninn, besta hraðaupphlaups- manninn, besta varnarmanninn, bestu skyttuna, duglegasta leik- manninn, besta markvörðinn og efnilegasta leikmann deildarinn- ar. - óój Þjálfarar völdu þær bestu HVAR STANDA ÞÆR? Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram er ein af ungu og efnilegu leikmönnunum í Olís-deild kvenna í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HESTAR Meistaradeildin í hestaíþróttum og 365 miðlar skrifuðu í gær undir samstarfssamning um að Stöð 2 Sport verði með beinar útsendingar frá mótaröð Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum árið 2014. Öll keppnisröðin verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 sport sem og í gegnum netið í háskerpu- gæðum. Stöð2 Sport mun einnig verða með sérstaka umræðuþætti um keppnisröðina áður en keppnis- tímabilið 2014 hefst og þá fer einn- ig fram umræðuþáttur á stöðinni eftir hverja keppni í vetur. - óój SPORT KÖRFUBOLTI „Ég er farin að geta hjól- að aðeins og gera léttar æfingar hérna heima,“ segir Birna Valgarðsdóttir leik- maður Keflavíkur. Birna datt á hnéð í leik meistara meistaranna milli Kefla- víkur og Vals í byrjun október. Meiðslin reyndust alvarlegri en talið var í fyrstu. „Ég reif liðþófa og braut bein,“ segir Birna sem gekkst undir aðgerð af þeim sökum þann 29. nóvember. Liðþófinn var lagaður og beinflísar teknar úr hnénu. „Tvö göt voru boruð inni í hnénu til að smá skel kæmist yfir brjóskið,“ segir Birna sem notaði hækjur fyrstu dagana á eftir. Nú er hún hækjulaus og endur- hæfingin hafin. Margir reiknuðu með því að Birna, sem verður 38 ára í janúar, myndi leggja skóna á hilluna í vor. Keflavík varð tvö- faldur meistari og Birna bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í deildarkeppn- inni. „Það kom nýr þjálfari og voru skemmti- legir tímar fram undan svo ég ákvað að taka eitt ár í viðbót,“ segir Birna. Hún viðurkennir að sér finnist afar erfitt að segja bara bless við íþrótt sína. „Þessi meiðsli voru samt ekki á plan- inu,“ segir Birna sem tók þátt í fyrsta deildarleik Keflavíkur þrátt fyrir meiðsl- in. Alvarleiki þeirra lá ekki ljós fyrir. Síðan hefur hún þurft að sitja á bekkn- um sem hún segir vera svakalega erfitt. „Maður á ekkert smá bágt með sig að geta ekki farið inn á og gert eitthvað,“ segir Birna. Hún mátti horfa upp á félaga sína tapa stórt í toppslagnum gegn Snæ- felli um helgina. Fyrir vikið misstu Keflvíkingar toppsætið alfarið í hendur Hólmara. „Ég veit ekki alveg hvar við vorum í þeim leik. Við mættum en samt ekki,“ segir Birna. Hver hafi verið í sínu horni og leikmenn gleymt því sem lögð var áhersla á í byrjun móts undir stjórn nýs þjálfara, Andy Johnston. „Maður hefur verið að hlaupa sömu kerfin í yfir tíu ár. Svo kemur hann inn með eitthvað allt annað,“ segir reynslu- boltinn. Hún segir Johnston setja meiri kröfur á leikmennina. „Við komumst ekki upp með neitt kjaft- æði. Ef þú spilar ekki vörnina almenni- lega, leggur þig fram, stígur út og tekur fráköst þá ertu sett á bekkinn,“ segir Birna. Hún viðurkennir að í fyrstu hafi verið erfitt að taka þeim aga en það hafi horfið fljótt. Hann sé þjálfarinn og honum beri að hlýða. Birna vonast til þess að vera kominn í slaginn sem fyrst til að hjálpa liðinu. Óvíst sé hvenær það verði. „Maður verður ekkert yngri. Þetta tekur allt smátíma að jafna sig,“ segir Birna létt. Hún vill ekkert gefa upp um hvort tímabilið í ár verði hennar síðasta. „Það er svo hallærislegt að gefa eitt- hvað út og svo standa ekki við það. Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt.“ kolbeinntumi@frettabladid.is Á ekkert smá bágt með mig Birna Valgarðsdóttir hefur verið frá keppni undanfarnar vikur vegna hnémeiðsla. Reynsluboltinn 37 ára segir afar erfi tt að fylgjast með af bekknum og neitar að gefa upp hvort tímabilið sé hennar síðasta eða ekki. SÚ STIGAHÆSTA FRÁ UPPHAFI Birna Valgarðsdóttir bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttir í lok síðasta tímabils. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI „Þetta verður tíunda ár þjálfarans með liðið og í fyrsta skipti sem útlendingur verður fyrirliði,“ segir Dagný Brynj- arsdóttir, leikmaður og nemi við Florida State-háskólann. Dagný er á sínu þriðja ári við skólann en knattspyrnutímabilinu lauk í síðustu viku. Florida State fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem gullmark í framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit. Daginn eftir var tilkynnt að Sunnlend- ingurinn yrði fyrirliði liðsins á næsta tímabili. Liðið hafði komist í und- anúrslit undanfarin ár en ekki tekist að komast yfir þá hindrun. Það tókst núna þrátt fyrir að byggja hafi þurft upp nýtt lið að vissu leyti því margir lykilmenn útskrifuðust. „Á næsta ári ættum við að vera með reynslu- mesta liðið af þeim sem ég hef verið í,“ segir Dagný sem þá verður á lokaári sínu. Aðeins tveir mikil- vægir leikmenn útskrifist í vor og því verði minni breytingar en oft áður. Dagný er komin heim í jólafrí og var önnum kafin við að passa tvo unga frændur sína þegar blaðamaður heyrði í henni í gær. Hún er enn óviss um hvar hún spili næsta sumar en undanfarin ár hefur hún spilað með Val. „Ég er búin að segja þjálfaranum mínum að ég fari ekki til Japan,“ segir Dagný sem hvött var til þess að fara í akademíu til Asíu næsta sumar. Nú vilji hann að hún spili með Pali Blues í Los Angeles í sum- ardeildinni vestan- hafs. Þá hafa lið á Íslandi sett sig í samband við Dag- nýju. „Ég tek örugg- lega ekki ákvörð- un fyrr en í janú- ar,“ segir Dagný. Hún vill fara yfir málin með þjálf- ara sínum hjá Flo- rida State áður en ákvörðun verður tekin. -ktd Dagný nýr fyrirliði hjá Florida State Miðjumaðurinn enn óviss um verustað næsta sumar. HVAÐ GERIR DAGNÝ? Landsliðskonan Dagný Brynjars- dóttir er ekki búin að ákveða hvar hún spilar á næsta ári. SAMINGAR Í HÖFN Í NAUTHÓLSVÍK Kristinn Skúlason, formaður stjórnar Meistaradeildarinnar og Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365 miðla. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvenna- landsliðinu í handbolta tryggðu sér í gær sæti í átta liða úrslitum HM í Serbíu. Norska liðið átti ekki miklum vandræðum með Tékka og vann tíu marka sigur, 31-21. Þórir hefur þar með stýrt liðinu til sigurs í fjórtán HM-leikjum í röð því norsku stelpurnar unnu átta síðustu leiki sína á HM í Brasilíu 2011 og hafa síðan unnið sex fyrstu leiki sína á HM í Serbíu. Noregur mætir Serbíu í átta liða úrslitunum á morgun. Í hinum leikjunum mætast: Brasilía-Ung- verjaland, Pólland-Frakkland og Danmörk-Þýskaland. Noregur mætir sigurvegaranum úr leik Pólverja og Frakka komist liðið í undanúrslitin. Fjórtán HM-sigrar í röð hjá Þóri og norsku stelpunum - örugg bifreiðaskoðun um allt land Þú gætir eignast nýjan Spark ef þú drífur bílinn í skoðun! Þeir sem koma með bílinn í skoðun fyrir lok dags þ. 22. des. eiga möguleika að eignast stórglæsilegan Chevrolet Spark sem verður dreginn út þ. 23. des. 2013. Aðal iv nningur er s lp u kn unýr Chevrolet Spark árg. 20 14 HAPPDRÆTTI GÓÐ ÞJÓNUSTAOG HAGSTÆÐ KJÖR Á SKOÐUNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.