Fréttablaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 16
17. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 16
STJÓRNSÝSLA „Ráðuneytin virðast
vera svo lítil og veikburða og undir
það miklu álagi af ýmsu tagi að þau
hafa í raun og veru mjög veikar for-
sendur til að leiða stefnumótunar-
vinnu á sambærilegan hátt og ráðu-
neyti gera í nágrannalöndum okkar.
Þess vegna verða þau berskjöld-
uð fyrir þrýstingi hagsmunaaðila
af ýmsu tagi,“ segir Gunnar Helgi
Kristinsson, prófessor í stjórnmála-
fræði.
Ýtarlegur samanburður hans og
Hauks Arnþórssonar stjórnsýslu-
fræðings staðfestir að fyrstu drög
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytisins að lagafrumvarpi sem á
að auka notkun á endurnýjanlegum
orkugjöfum í samgöngum voru að
stórum hluta skrifuð af hagsmuna-
aðilanum Carbon Recycling Inter-
national.
Fréttablaðið fjallaði fyrst um
málið 29. nóvember síðastliðinn.
Þá kom fram að Carbon Recycling
hafði frumkvæði að því að senda
ráðuneytinu skjal sem innihélt til-
lögu að lagafrumvarpinu, en fyrir-
tækið framleiðir metanól sem má
nota sem íblöndunarefni í bensín.
„Samanburðurinn sýnir að
útgangspunkturinn í drögum ráðu-
neytisins er skjal sem samið var af
fyrirtækinu og ráðuneytið leggur
það tiltölulega lítið breytt í hend-
ur vinnsluaðila,
sérstaklega hvað
lagatextann varð-
ar,“ segir Gunnar.
„ Þ e t t a e r
sennilega óvenju-
legt og örugglega
óheppilegt. Það
hefði verið eðli-
legra ef ráðuneyt-
ið hefði samið
erindisbréf fyrir einhvern starfs-
hóp um það hvað ætti að koma út
úr vinnunni sem lýsti pólitískri for-
gangsröðun og þeim kröfum sem
væru gerðar til þeirrar vinnu, frek-
ar en að gera einhverja tillögu frá
fyrirtæki sem á verulegra hags-
muna að gæta að útgangspunkti.“
Gunnar segir ekkert óeðlilegt við
það þegar ráðuneyti taka upp ákveð-
in mál fyrir tilstilli hagsmunaaðila.
„Það sem er einkennilegt í þessu
máli er að fyrirtækið semur tilbúið
frumvarp, en ég kann engin önnur
dæmi um slíkt.“
Gunnar segir íslensk ráðuneyti
þurfa að þróa vandaðri vinnubrögð
við faglegan undirbúning frum-
varpa. Þar þurfi að vanda betur
til bæði upplýsingaöflunar og mót-
unar þeirra valkosta sem taka á
afstöðu til. Slík vinna er að hans
sögn mun frumstæðari hér á landi
en í nágrannalöndum okkar.
„Til þess að við almennir borg-
arar getum treyst þeim ákvörð-
unum sem teknar eru í samstarfi
ríkisstjórnar og Alþingis þarf undir-
búningsvinnan að vera vönduð og
það er hlutverk ráðuneytanna að
hafa forystu um það,“ segir Gunn-
ar. haraldur@frettabladid.is
Ráðuneytin varnarlaus gagn-
vart þrýstingi hagsmunaaðila
Prófessor í stjórnmálafræði segir íslensk ráðuneyti vera berskjölduð fyrir þrýstingi hagsmunaaðila af ýmsu
tagi. Hann segir ráðuneytin þurfa að þróa vandaðri vinnubrögð við undirbúning frumvarpa. Ýtarlegur saman-
burður staðfestir að fyrstu drög ráðuneytis að lagafrumvarpi voru að stórum hluta skrifuð af hagsmunaaðila.
Þegar drög ráðuneytisins voru borin saman við
tillöguskjal Carbon Recycling International (CRI)
var notað forrit sem mælir hlutfall breytts texta.
Þá kom í ljós að drög ráðuneytisins breyttust
um 25 prósent miðað við tillögu skjal CRI.
Lagatexti ráðuneytisins innihélt minni
breytingar, eða 14,6 prósent, sem þýðir að
ráðuneytið hefur sent þann hluta frá sér með
litlum breytingum. Greinargerð frumvarpsins
breyttist meira frá tillögum fyrirtækisins,
eða um 29 prósent.
➜ Samanburðurinn
STJÓRNARRÁÐSHÚSIÐ Gunnar Helgi segir ráðuneytin þurfa að þróa vandaðri
vinnubrögð við gerð frumvarpa.
GUNNAR HELGI
KRISTINSSON
KÍNA, AP Kínverjar ætla ótrauðir
að halda áfram að senda geimför
til tunglsins.
Eftir vel heppnaða lendingu
geimfarsins Chang‘e 3 á tungl-
inu um helgina og rannsóknir
með tungljeppanum Yutu kynntu
Kínverjar í gær áform sín um að
senda nýja flaug til tunglsins árið
2017. Í það skiptið er ætlunin að ná
í jarðvegssýni og flytja þau aftur
til jarðar.
Bæði Xi Jinping forseti og Li
Keqiang forsætisráðherra voru
viðstaddir kynninguna í Peking,
þar sem vísindamenn skýrðu frá
því hve allt hefði heppnast vel um
helgina.
Þetta var í fyrsta skipti í 37 ár
sem geimfar hefur lent á tungl-
inu, en áður hafa bæði Banda-
ríkjamenn og Rússar sent geim-
för þangað.
Þótt athygli Bandaríkjamanna
beinist nú frekar að Mars hefur
áhugi á tunglinu engan veginn
minnkað. Japanir og Indverjar
hafa á síðustu árum sent geim-
för á braut umhverfis tunglið
og bandarískt geimfar er enn
að hringsóla kringum tunglið að
kanna jarðveginn þar, hugsanlega
til að undirbúa rannsóknarstöð á
tunglinu síðar meir. - gb
Hæstánægðir með tunglkönnun um helgina:
Kínverjar boða fleiri
ferðir til tunglsins
FRÁ GEIMFERÐAMIÐSTÖÐINNI Í PEKING Vísindamenn fylgdust á sunnudag
spenntir með geimfarinu og rannsóknartækjum á yfirborði tunglsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
2017
Kínverjar opinberuðu í gær
áætlanir um að senda aðra
geimfl aug til tunglsins árið
2017. Þá verða sótt jarðvegs-
sýni og fl utt aft ur til jarðar.
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Ísa-
fjarðar hefur einróma ákveðið að
taka eignarnámi einbýlishús sem
stendur á snjóflóðahættusvæði
á Seljalandsvegi. „Viðræður um
kaup á fasteigninni hafa reynst
árangurlausar,“ segir bæjarstjórn-
in um ástæðu eignarnámsins.
Ágreiningur um fjárhæð eignar-
námsbóta fer fyrir matsnefnd
eignarnámsbóta. Húsið er tæpir
190 fermetrar, byggt 1937. - gar
Samkomulag náðist ekki:
Flóðahús tekið
eignarnámi
ÍSAFJÖRÐUR Snjóflóðahætta er á Selja-
landsvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SORPHIRÐA Reykvíkingar eru
hvattir til að hreinsa snjó frá sorp-
geymslum þá daga sem sorphirðu-
menn eru að störfum. Í dag verður
hirt sorp í Grafarvogi og á morgun
í Vesturbænum. Á fimmtudag er
sótt sorp í Miðbæinn og Hlíðar.
Í tilkynningu borgarinnar segir
að starfsmenn í sorphirðu hafi
þurft að vinna lengur síðustu daga
til að halda áætlun. Þá var unnið
aukalega á laugardag. „Einnig er
gott að athuga hvort hægt sé að
opna hurðir að sorpgeymslum þar
sem þær vilja frjósa fastar þegar
ekki hefur verið mokað frá.“ - fb
Tilmæli til Reykjavíkurbúa:
Hvattir til að
hreinsa snjóinn
ÞINN STUÐNINGUR GERIR KRAFTAVERK
Aðgangur að hreinu vatni er ekki sjálfgefinn.
Hjálparstarf kirkjunnar gerir fólki kleift að byggja
brunna í Afríku – og þitt framlag skiptir sköpum.
Þú getur hjálpað núna með því að
greiða valgreiðslu í heimabanka.
EINNIG:
Frjálst framlag á framlag.is
Gjafabréf á g jofsemgefur.is
Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.)
Söfnunarreikningur:
0334-26-50886, kt. 450670-0499
HREINT VATN
BJARGAR
MANNSLÍFUM
PI
PA
R
\
TB
W
A
SÍ
A