Fréttablaðið - 02.01.2014, Side 22
2. janúar 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR
AUKARAFHLAÐA
Stór 6800 mAh aukarafhlaða sem
getur hlaðið 10.000 mismunandi
gerðir af tækjum eins og síma,
s jaldt l ur, s ilara og eiri.
2 x USB til þess að hlaða tvö tæki
í einu. Mjög meðfærilegt til að
taka með hvert sem er.
24.990
INN-POCKETCELLDUO
Settu þér raunhæf markmið og gerðu svo
áætlun um hvernig þú ætlar að ná þeim.
Svo getur þú skipt markmiðunum upp
í flokka, einn tengist heilsunni – missa
nokkur kíló, annar tengist vinnunni – fá
hærri laun og sá þriðji fjöskyldunni – hafa
meiri tíma með fjölskyldunni. Er þetta
ekki nokkuð hefðbundin uppskrift að betra
lífi á nýju ári?
Hvernig skyldu þessi markmið vera
hjá fólki sem býr í Sýrlandi eða á Filipps-
eyjum eða í Jijiga-héraði í Austur-Eþíóp-
íu þar sem er viðvarandi vatnsskortur.
Skyldu þau vera að hugsa um að létta sig
aðeins, fá hærri laun eða meiri tíma með
fjölskyldunni. Nei, þau eru með aðeins eitt
markmið á nýju ári, að halda lífi, komast
af, bjarga að minnsta kosti börnunum.
Þess vegna er Hjálparstarf kirkjunnar
með þau markmið á nýju ári, meðal
annars, að styðja við hjálpar- og neyðar-
starf í Sýrlandi og á Filippseyjum og að
halda áfram með vatnsverkefni í Jijiga-
héraði í Eþíópíu. Hjálparstarf kirkjunnar
er aðili að ACT Alliance sem eru ein
stærstu samtök heims sem sinna neyðar-
hjálp og þróunarsamvinnu. Í samstarfi
við innlenda ACT-aðila á Filippseyjum og
í Sýrlandi er brugðist við brýnustu neyð,
mannslífum bjargað, reynt að tryggja
öryggi og húsaskjól. Að sinna börnum
og konum er í forgangi. Þegar brýnustu
þörfum hefur verið mætt og öryggi tryggt
er mark miðið að tryggja lífsafkomu,
heilbrigðis þjónustu, menntun og örugga
framtíð. Í vatns verkefninu í Jijiga-héraði
í Eþíópíu er markmiðið að tryggja fleir-
um aðgang að hreinu vatni, grafa brunna
og tryggja fæðuöryggi á mjög harðbýlu
svæði.
Taktu þessi markmið einnig með inn í
þín markmið fyrir nýju ári. Léttast um
nokkur kíló OG borga 3.000 krónur fyrir
hvert kíló sem þú léttist til neyðarhjálpar
í Sýrlandi (5.000 fyrir hvert kíló sem þú
þyngist!). Fá hærri laun OG gefa 10% af
launahækkuninni til neyðarhjálpar á Fil-
ippseyjum. Hafa meiri tíma með fjölskyld-
unni OG styðja fjölskyldu í Jijiga svo hún
fái aðgang að hreinu vatni með 1.000 krónu
mánaðarlegu framlagi til vatnsverkefnis
Hjálparstarfsins í Jijiga.
Vertu með! Gleðilegt ár og takk fyrir
frábæran stuðning á liðnu ári!
Á nýju ári ætla ég...
➜ Í samstarfi við innlenda ACT-
aðila á Filippseyjum og í Sýrlandi er
brugðist við brýnustu neyð, manns-
lífum bjargað, reynt að tryggja
öryggi og húsaskjól.
BJARNI GÍSLASON
framkvæmda-
stjóri Hjálpar-
starfs kirkjunnar
Pólitíkin er drusla
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, var einn gesta í
áramótaþætti Gísla Marteins á RÚV.
Kári lýsti því yfir í þættinum að það
væri lítill munur á þeirri ríkisstjórn
sem nú sæti við völd og þeirri sem
hrökklaðist frá völdum í vor. Raunar
sagðist Kári ekki sjá neinn mun sem
benti til þess að pólitíkin væri býsna
áhrifalítil í samfélaginu. „Hún
er hálfgerð drusla,“ sagði Kári.
Hann sagði að til þess að hér
á landi gæti ríkt almennilegt
lýðræði ættu stjórnmála-
menn að sækja sér meiri
völd og hætta að láta
stjórnast af hags-
munaaðilum.
Skúrkurinn
Í þætti Gísla Marteins áttu álits-
gjafar að útnefna skúrk ársins.
Margir voru nefndir á nafn, svo sem
króatíska landsliðið í fótbolta, erlendir
kröfuhafar, þeir sem voru á móti
menningunni og sá sem lak við-
kvæmum persónulegum upplýsingum
úr innanríkisráðuneytinu. Skúrkatal
rithöfundarins Andra Snæs Magnason
vakti mikla athygli. Hann sagði
að ef árið væri kvikmynd væri
skúrkurinn sá sem handtók
Ómar Ragnarsson. Hann
ætti nafnbótina skilið. Andri
Snær útnefndi líka fleiri
skúrka, heimilin sem
létu plata sig
til að kjósa
óraunhæf
kosninga-
loforð.
Þau kæmu til með að enda í
sögubókum sem skúrkar ársins.
Eyjan í útnorðri
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
hefur óbilandi trú á þjóð sinni og fram-
tíð hennar. Hann gerði málefni Norður-
slóða hátt undir höfði í nýársávarpi sínu.
„Eyjan í útnorðri er nú komin í þjóð-
braut þvera, lykilstöðu á svæði sem
ráða mun miklu um þróun hinnar
nýju aldar, áfangastaður þegar æ
stærri hluti auðlindanýtingar og
vöruflutninga verður um Norðrið;
að ógleymdum milljónum ferða-
manna frá öllum álfum
sem vilja upplifa ævintýrin
sem búa í náttúrunni,
dást að miðnætursól og
norðurljósum.“
johanna@frettabladid.is
Í
sland var fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasalts-
ríkjanna, Eistlands, Lettlands og Litháens, þegar þau lýstu
yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum 1991. Íslendingar hafa alla
tíð staðið með þessum ríkjum í sjálfstæðisbaráttu þeirra.
Stjórnvöld í öllum Eystrasaltsríkjunum litu svo á frá upp-
hafi að virk þátttaka í vestrænu samstarfi væri rökrétt framhald á
þeirri baráttu. Þau sóttust þannig strax eftir – og fengu – aðild að
Atlantshafsbandalaginu og síðar að Evrópusambandinu.
Í þessum ríkjum hefur ríkt
breið samstaða um að smáríki
gæti hagsmuna sinna bezt með
því að festa sig í kjarna vestræns
samstarfs. Þau eru þá við borðið
þar sem ákvarðanir eru teknar
um mál sem þau varða, í stað
þess að vera leiksoppar í stór-
veldapólitík. Þau líta ekki á sam-
starfið sem skerðingu á fullveldi
sínu, heldur leið til að varðveita sjálfsákvörðunarrétt sinn.
Á síðustu árum hafa Eystrasaltríkin öll tekið ákvarðanir sem
mörgum vinum þeirra hér á landi hljóta að þykja óskiljanlegar,
miðað við allar hrakspárnar um að evran sé að fara að hrynja,
miðstýringarvaldið í ESB kúgi evruríkin og að sameiginlegi gjald-
miðillinn sé almennt til óþurftar. Þau hafa öll ákveðið að taka upp
evruna. Eistland gerði það í ársbyrjun 2011, í miðri evrukrísu,
Lettland gerði það í gær og Litháen stefnir að evruaðild að ári.
Margir spáðu illa fyrir upptöku evrunnar í Eistlandi, en reyndin
er að hún hefur skilað eistnesku efnahagslífi miklum hagsbótum,
sem Lettar hafa horft til. Undirbúningur að upptöku gjaldmiðilsins
kostaði miklar fórnir í báðum ríkjum, ekki sízt gríðarlegan niður-
skurð í ríkisfjármálum. En það eru fórnir sem hefði hvort sem var
þurft að færa til að ná tökum á efnahagslífinu – og margir stjórn-
málamenn í þessum ríkjum benda á að markmiðið um upptöku
evrunnar hafi stuðlað þeim aga sem var nauðsynlegur.
Eftir gjaldmiðilsskiptin hefur afstaða almennings í Eistlandi í
garð evrunnar orðið jákvæðari. Meirihluti Letta hefur hins vegar
enn efasemdir um að upptaka evrunnar verði til góðs. Afstaða
stjórnvalda og flestra atvinnurekenda er aftur á móti alveg skýr.
Latið var óstöðugur gjaldmiðill og óttinn við að hann félli í verði
fældi fjárfesta frá Lettlandi og kom niður á lánshæfi þess. Upp-
taka evrunnar þýðir líka að landið fær stuðning frá Seðlabanka
Evrópu og öðrum evruríkjum ef það lendir í vanda í framtíðinni.
Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands, benti í viðtali
við BBC fyrr á árinu á það sem flestir vita sem vilja vita það; að
kreppa evrusvæðisins er ekki gjaldmiðilskreppa. Evran er sterk
og stöðug, en evruríkin hafa mörg glímt við efnahags- og ríkis-
fjármálakreppu. Dombrovskis bendir líka á að tök séu að nást á
ástandinu, með harðari aga í ríkisfjármálum og bættri hagstjórn.
„Þegar evran er komin, get ég verið viss um að gjaldmiðillinn
falli ekki í verði. Þá get ég virkilega talað við bankana og skipulagt
fyrirtækið mitt. Á heildina litið munu fyrirtækin í Lettlandi búa
við meiri stöðugleika,“ sagði Aigars Rungis, eigandi bjórverk-
smiðju í Lettlandi, við BBC síðastliðinn mánudag.
Það er hætt við að margir íslenzkir atvinnurekendur myndu
taka undir með honum. Og margir mættu reyndar íhuga hvort það
sama eigi ekki við um Ísland og Eystrasaltsríkin – að aukin þátt-
taka í Evrópusamstarfinu sé framhald á sjálfstæðisbaráttunni, en
ekki andstæða hennar.
Lettland tók upp evruna í gær:
Evra við Eystrasalt