Fréttablaðið - 02.01.2014, Side 25

Fréttablaðið - 02.01.2014, Side 25
VÍNARTÓNLEIKAR Í HÖMRUM Kvennakórinn Embla verður með Vínartónleika í Hömr- um, Hofi á Akureyri, sunnudaginn 5. janúar kl. 17. Sveiflandi valsar, fjörugir polkar og hrífandi söngur. Einsöngvari verður Sigrún Hjálmtýsdóttir en einnig kemur fram Salonghljómsveit Akureyrar. Stjórnandi er Roar Kvam. HANNYRÐAKONA Margrét Halldórsdóttir sálfræðingur er alltaf með eitthvað á prjón- unum. Hér er hún ásamt hundinum Kraka. KRISTÍN Nýjasta peysa Margrétar er nefnd eftir langömmu hennar sem bjó að Móakoti. MYND/MÓAKOT Ég er alltaf með eitthvað á prjónunum og hef prjónað alla tíð. Mig vantar yfirleitt fleiri klukkutíma í sólahring- inn,“ segir Margrét Halldórsdóttir sálfræð- ingur, en hún prjónar peysur úr einbandi undir heitinu Móakot. Peysurnar bera nöfn eins og Þjóðbjörg, Kristín, Móbjörg og Móri og sækir Margrét innblásturinn til fjölskyldusögu sinnar. „Innblásturinn kemur frá Móakoti á Vatnsleysuströnd en peysurnar kalla ég Landnámsdætur og -syni. Móður- fólkið mitt er ættað frá Móakoti en peysan Kristín er einmitt nefnd eftir langömmu minni Kristínu Jónsdóttur, sem eignaðist Móakot árið 1879, einungis tvítug að aldri,“ útskýrir Margrét. „Upphafið að þessu öllu saman var að ég tók þátt í stórri prjónakeppni hjá Ístex fyrir fjórum árum og vann hana með peys- una Þjóðbjörgu. Þá vissi ég að ég yrði að gera eitthvað meira og í kjölfarið gerði ég peysuna Móbjörgu. Nú er ég einnig farin að prjóna herrapeysur og sú fyrsta heitir Móri, eftir draugnum sem bendlaður var við Móakot á sínum tíma,“ segir Margrét. Hún prjónar peysurnar úr einbandi sem hún segir hafa orðið undir í prjónaheim- inum. „Það er skemmtilegt að prjóna úr ís- lenska einbandinu og það er þjált að prjóna úr því þó það sé hart fyrir þvott. Upphaflega ætlaði ég einungis að nota einbandið en hef bætt við alpaca-ull og dönsku einbandi, sem er mýkra.“ Hægt er að kaupa peysurnar Móbjörgu og Þjóðbjörgu tilbúnar í Rammagerðinni, prjónaðar hér á Íslandi, en einnig er hægt að kaupa uppskrift og band í sérstökum kassa sem Margét hefur útbúið. Í hverjum kassa er bréf til þess sem mun prjóna peysuna og lógó Móakots á hörbút. „Fyrirmyndin að bréfinu er sendibréf sem amma mín skrifaði langömmu minni að Móakoti. Í því er sagan sögð. Ég er að vinna með aldamótin og vil að allt sé í þeim stíl. Ég er ekkert að poppa Þetta of mikið upp,“ segir Margrét sposk. Nánar má forvitnast um Móakot á síðunni facebook.com/maggadesign. moakot. ■heida@365.is ÆTTARSAGAN ER INNBLÁSTURINN PRJÓN Margrét Halldórsdóttir prjónar peysur úr einbandi og sækir inn- blásturinn til ömmu sinnar og langömmu sem bjuggu á Vatnsleysuströnd. Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is Mikið af flottum tilboðum TÆKIFÆRISGJAFIR Margar gerðir ÚTSALAN HEFST Í DAG! 40% afsláttur af allri útsöluvöru! Opið frá kl 16-21 Opið virka daga kl . 11–18. Opið laugardaga k l. 11–16. Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 30% afsláttur MÓAKOT Innblásturinn er sóttur til ættarsögu Margrétar en móður- fjölskylda hennar er ættuð frá Móa- koti á Vatnsleysuströnd.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.